Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 3
SAM VINNAN 34. árg. . 2. hefti Ritstjórar: Jónas Jónsson og Guðl. Rósinkranz. 10 hefti á ári. Kr. 2,50 til kaupfélaga Reykjavík, febr. 1940 Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Afgreiðsla: Edduhúsinu . Sími 2323 Síðasta verzlunarfrelsið í vor sem leið ritaði ég í eitt af blöðum höfuðstað- arins allýtarlega grein um verzlunarfrelsið, eins og það birtist nú á dögum. Grein þessi var síðan sér- prentuð og send út um allt land, til þess að félags- menn í kaupfélögunum ættu hægra með að mynda sér skoðun um þetta baráttumál yfirstandandi tíma. Kaupmannastéttin hefur nú um stund gefið út tímaritið Frjáls verzlun. Mikið af áróðursgreinum þess er um það, að nú verði að stöðva framgang kaup- félaganna. Verzlun þeirra megi ekki aukast frá því, sem verið hefur. Þó að einhver heimilisfaðir eða hús- móðir vilji flytja skipti sín úr kaupmannsbúð í kaup- félög, þá eigi það ekki að vera framkvæmanlegt. Kaupmenn ætlast til, að kaupfélögin megi ekki fá vaxandi innflutning, þó að nýir félagsmenn bætist við í hóp viðskiptamanna. Þetta bann hefur þau áhrif, að kaupfélögin verða að neita öllum nýjum skipta- vinum um leyfi til að flytja skipti í félögin. Það er nauðsynlegt að setja sig í spor þessara kauptnannaleiðtoga til að skilja þeirra undarlega sjónarmið. Þeir segja, að kaupmennskan sé atvinna, jafn rétt- há eins og framleiðslustörf í landbúnaði, fiskiverkun eða iðnaði. Þess vegna álíta þeir, að það eigi með lög- gjöf að tryggja það, að þeir, sem einu sinni eru orðnir kaupmenn, geti haldið áfram að reka þessa iðju og hafa af henni lífsframfæri. Kaupfélagsmenn neita að vísu ekki því, að verzlun sé nauðsynleg. En þeir neita algerlega, að öll verzlun þurfi að vera háð á vegum kaupmennsku. Þeir telja það lágmark persónulegs frelsis, að mega kaupa sjálfir sínar eigin neyzluvörur til heimilisþarfa. Frá sjónar- miði samvinnumanna er fjarstæða að líta á viðskipta- mann, sem kemur í búð til að kaupa eða selja vöru sína, eins og væri hann einhver hluti af búpenings- stofni, sem ætti að gefa tilteknum eigendum lífsfram- færi. En þetta er skoðun þeirra manna, sem standa að tímaritinu „Frjáls verzlun". Þeir virðast líta svo á, að hver sá maður, sem hefur keypt vöru í kaupmanns- búð árið 1940, eigi líka að gera það 1941. Þess vegna krefjast þessir málsvarar kaupmannastéttarinnar, að lagður sé verzlunarfjötur á þá menn, sem nú skipta við þá, og megi enginn skiptivinur hreyfa sig þaðan meðan þjóðarnauðsyn krefst þess, að haldið sé inn- flutningshömlum. Ef látið væri eftir þessari ósk þeirra manna, sem gefa út framangreint tímarit, væri ekki neitt til á íslandi, sem kalla mætti frjálsa verzlun. Eftir höfðatölureglunni eiga innflutningsleyfin að vera bundin við skipulegar óskir fólksins. Ef aðsókn minnkar að kaupfélagi, og menn vilja færa skipti sín yfir til kaupmanns á staðnum, þá eiga leyfi hans að aukast að sama skapi. Á sama hátt á að búa að þeim, sem vilja vera kaupfélagsmenn. Það á ekki að halda þeim nauðugum í skiptum við kaupmenn. En það er langt frá því að kaupfélögin hafi fengið sinn hlut af innflutningsleyfum á undanförnum ár- um. Árið 1938 varð Kaupfélag Eyfirðinga að kaupa af heildsölum í Reykjavík vefnaðarvörur fyrir ca. 35 þús. og búsáhöld fyrir 20 þús. kr. Árið 1939 var enn óhagstæðara að þessu leyti, því að þá neyddist sama félag til að kaupa af keppinautum sínum vefn- aðarvörur fyrir 65 þús. kr. og búsáhöld fyrir 30 þús. kr. Hér eru tekin fá dæmi frá einu félagi. En sama er sagan um kaupfélögin yfirleitt. Þau hafa ekki fengið, eða Sambandið þeirra vegna, nægileg leyfi fyrir sína félagsmenn. Þau hafa orðið að kaupa mjög mikið af þeim vörum hjá kaupmönnum, sem heildsala Sam- bandsins myndi hafa keypt handa þeim, ef samvinnu- félögin hefðu fengið leyfi eftir höfðatölureglunni. En það hefir aldrei fengist. Samvinnufélögin hafa aldrei sótt mál sitt með jafnmikilli hörku eins og fulltrúar kaupmanna. Þess vegna hafa kaupfélögin ekki enn fengið hlut sinn réttan eftir höfðatölureglunni. En þó að samvinnumenn fari hægt, þá eru þeir þrautseigir í sókninni um mál sín. Þeir munu alls ekki sætta sig við að frjáls verzlun verði útlæg úr landinu. J. J. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.