Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 10

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 10
SAMVINNAN 2. HEFTI heim í garða sína villta íslenzka jarðarberið, sem þó getur aldrei komizt í hálfkvisti við lélegustu ræktuðu tegundirnar. En þó minn- ist ég einnar tilraunar, sem sannar fyllilega, að jarðarber eru ræktan- leg hér á landi, ef réttar tegundir eru valdar fyrir hvern stað og vel að plöntunum hlúð. Sú tilraun var gerð af M. Simon, ljósmyndara á ísafirði, sem setti nokkrar jarðar- berjaplöntur við sumarbústað sinn í Tunguskógi fyrir nokkrum árum. Plönturnar þrifust vel og báru ber snemma í júlímánuði, ef ég man rétt, og vonandi þroskast jarðar- ber öll sumur síðan í garði þessa áhugamanns. Og þar eð ísafjörður er einn af nyrztu og köldustu stöð- um landsins, er enginn vafi á því, að jarðarberjarækt getur borið sig vel og orðið góð björg í búi í sveit- um og bæjum, sem liggja sunnar og hafa lengri og hlýrri sumur en Vestfjarðakjálkinn, þótt þar sé einnig hægt að rækta allar þær berjategundir, sem nefndar hafa verið hér. Bláber. Þótt alllangur tími sé liðinn, síð- an flestar fyrrnefndu berjategund- irnar voru teknar til ræktunar, ef miðað er við mannsævina, eru enn fjölmargar berjategundir til villtar um allan heim. Og þar eð ýmsar villtu lyngtegundirnar, eins og til dæmis aðalbláberjalyngið, gefa af sér ber, sem eru ljúffengari en ber ræktuðu runnanna, að sumra manna áliti, hefur markaður fyrir hin villtu ber ætíð verið góður í ýmsum löndum heims. Sérstaklega hafa Frakkland og Sviss flutt út mikið af bláberjum síðustu ára- tugina, aðallega niðursoðin eða sem mauk, en einnig þurrkuð og — síðustu árin — fryst á ýmsan hátt. Aðalbláberjunum er aðallega safnað í kjarri vöxnum hæða- drögum og dölum, og mest í Sviss og hlíðum frönsku Alpafjallanna, en auk þess talsvert í héruðunum í nánd við Bordeaux. Og á þessum stöðum eru berin, sem tínd eru, ýmist algjörlega villt, ræktuð í haganum, eða síðustu árin ræktuð í kynbættum stofnum á sérstökum berjalöndum. Flestir bændur um þessar slóðir stunda berjatínsluna eða berjaræktina sem aukaat- vinnugrein, en síðustu árin fjölgar þeim, sem lifa nær eingöngu á henni. Hin skipulega ræktun aðalblá- berjanna er aðeins nokkurra ára gömul í þessum löndum, en sum- staðar í Bandaríkjunum hefur hún verið reynd í tvo eða þrjá áratugi. Og samfara þeirri ræktun hófust auðvitað kynbótatilraunir, því að þótt aðalbláberin séu góð villt, hafa menn ekkert á móti því að fá bragð þeirra og næringargildi bætt, sem og afköst hverrar einstakrar plöntu. Aðalbláberjalyngið þrífst aðeins í hálfskugga, og jarðvegurinn þarf helzt að vera myldinn og nægilega rakur, og sýrustigið milli 5,5 og 4,0 pH. Berin sitja venjulega eitt og eitt, en sjaldan tvö eða þrjú saman, og eru til af mismunandi stærð og missæt, eins og gengur. Þess vegna voru möguleikar til kynbóta aðalbláberjanna miklir. í tuttugu ár hafa nokkrar ættgengis- stöðvar í Bandaríkjunum fengizt 0 Blaber, venjuleg stœrð og kynbætt við kynbætur aðalbláberja eftir ýmsum leiðum erfðafræðinnar, og árangur þess er nú þegar kominn á markaðinn í mynd nokkurra blá- berjategunda til ræktunar i smá- um eða stórum stíl. Þessar nýju tegundir geta vaxið án minnsta skugga, en þola aðeins beinamjöl og blóðmjöl sem áburð, og ber þeirra eru sæt og safarík og á stærð við venjuleg vínber. Síðan árið 1930 hafa Þjóðverjar einnig fengizt við kynbætur blá- berja og rauðberja í stórum stíl, en árangrar þeirra eru ókomnir á markaðinn, enda varla við miklu að búast á svo stuttum tíma. Lokaþáttur. Á íslandi vaxa margar lyngteg- undir villtar og þær nytsömustu þeirra eru aðalbláber, rauðber (Vaccinium Vitis idæa), bláber og krækiber. Tvær hinar fyrstnefndu skara mjög fram úr báðum hinum að gæðum, enda eru þær nýttar mikið víða um lönd, eins og áður er sagt. En hér á landi er nýting berj- anna með minnsta móti, þótt þjóð- in þjáist af fjörefnaskorti, en ber, sem vaxa norðarlega á hnettinum, eru yfirleitt miklu auðugri að öllum fjörefnum en aldin suðrænna landa, að því er síðustu rannsókn- ir grasafræðinnar hafa leitt í ljós. -Vissulega vaxa aðalbláberin ekki um allt land, og rauðberin finnast aðeins á takmörkuðu svæði norð- anlands, en eflaust er unnt að dreifa báðum tegundunum skipu- lega um allar sveitir, ef vísinda- legrar nákvæmni er gætt í öllu. Á íslandi ættu að geta hafizt kynbætur og ræktun berjalyngs og berjarunna næstu árin og áratug- ina í stórum stíl undir stjórn vís- inda grasafræðinnar. Á þann veg ætti að vera unnt að nýta vel ýmsa þá móa, sem annars eru lítilsvirði til ræktunar, til að fá af þeim stór og góð aðalbláber og rauðber, auk þess sem betur ræktanleg svæði Framh. á 30. bls. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.