Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 2. HEFTI haframjölið sett út í ásamt grösunum, sem eru vel þvegin. Soðið í 5 mín. og salt og sykur látið í eftir smekk. Ágætt er að sjóða þennan velling í moðsuðu, eru þá grösin látin í, þegar sýður, potturinn lát- inn í moðsuðuna í 1—2 klst., suðan látin koma upp á eftir. Fjallagrasagrautur. 60 gr. fjallagrös, 1 1. vatn, 1 1. mjólk, salt. Grösin eru hreinsuð, þvegin vel úr köldu og heitu vatni og síðan söxuð. Þegar mjólkin og vatnið sýður, eru grösin látin út í og soðin við hægan eld í 2 klst., salt- aður. Þennan graut er nauðsynlegt að sjóða svona lengi, því hann þykknar ein- göngu af grösunum. Grauturinn er borð- aður heitur eða kaldur með mjólk út á. Einnig er hann ágætur saman við skyr í staðinn fyrir hafragraut, en ljúffengara er að skyrið sé súrt. Þessi grautur er sér- staklega heppilegur handa sjúklingum. Fjallagrasagrjónagrautur. 60 gr. fjallagrös, 2 1. vatn, 100 gr. grjón eða mjöl, salt. Grösin hreinsuð, þvegin úr köldu og heitu vatni, söxuð smátt. Þegar vatnið sýður, eru grjónin, grösin og saltið látið í, soðið í 10—15 mln. sé notað hafra- eða byggmjöl, en ljúffengastur er grauturinn með heilum bygggrjónum, en verður þá að sjóða grjónin sér í 1—2 klst. áður en grösin eru sett út í. Noti maður rúgmjöl eða heilhveiti, verður það að sjóða fyrst í vatninu og eru þá grösin soðin með í siðustu 15 mínútumar. Þessi grautur er borðaður saman við skyr eins og hafra- grautur. Með því að nota grösin þarf helmingi minna af grjónum. Þennan graut má sjóða til nokkurra daga í einu. Fjallagrasasagógrautur. 50 gr. fjallagrös, 1 1. vatn, 75 gr. sagó- grjón, kanelstöng, salt og sykur. Fjallagrösin era þvegin úr köldu og heitu vatni, sett út í 1 líter af vatni. Þegar sýður, er kanelstöngin og sagógrjónin látin út í. Hrært í, þar til sýður aftur, og þá er salt og sykur látið í eftir smekk. Soðið í 10 mín. eða þar til grjónin eru glær. Hellt í skál, og sykri stráð yfir. Grauturinn borðaður kaldur með sykri og rjóma- blöndu. Fjallagrasakaramellubúðingur. 25 gr. fjallagrös, 75 gr. sykur, 8 gr. smjör, % 1. rjómi, 3 bl. matarlín, 2 msk. kalt vatn. Fjallagrösin eru tínd gras fyrir gras og þurrkuð með linklút. Grösin era rifin mjög smátt í sundur, sykur settur á heita og þurra pönnu, þar í blandað grösunum. Pannan er hrist svo sykurinn og grösin jafnist sem bezt, og nú er hrært í þar til sykurinn er orðinn að karamellu, en við og við er pannan tekin af eldinum, svo grösin verði sem bezt brúnuð án þess að sykurinn brenni. Þegar hvít froða byrjar að koma, er smjörbiti settur á pönnuna, hrært í þar til það er jafnt, þá er því hellt á smurða bökunarplötu. Þegar það er orð- ið hart og kalt, er það mulið með kefli, þar til það er mjög smátt. Matarlímið er sett í kalt vatn í 10 mín., kreist upp úr og brætt yfir gufu. Út í það er hrært 2 matskeiðum af köldu vatni, matarlímið er mátulega kalt, þegar ekki finnst velgja. Rjóminn er þeyttur, karamellumylsnunni er blandað í hann, þar í er hrært matar- líminu í mjórri bunu. Hrært gætilega fram og aftur, þar til búðingurinn er orð- inn þykkur, settur í skál. Ef vill má skreyta búðinginn með þeyttum rjóma og þar yfir stráð karamellu. Fjallagrasabúðingur. 30 gr. fjallagrös, 3 dl. saft (sæt), 1 1. vatn, 2—4 bl. matarlím, 2 eggjahvítur, 1 dl. rjómi. Grösin eru hreinsuð og þvegin, heitu vatni hellt á þau, og bíði þar til það er kalt. Grösin eru kreist upp úr vatninu og söxuð þá frekar gróft. Vatn og saft er blandað saman, þegar það sýður, eru grös- in sett út í og soðið í 4 mín., þá er matar- límið látið út í, sem áður hefur verið lagt í kalt vatn um stund. Hellt í skál og kælt. Þegar það byrjar að hlaupa saman, er hinum stífþeyttu eggjahvítum blandað gætilega saman við, látið í skál og skreytt með þeyttum rjóma rétt áður en borðað er. Bezt er að nota rabarbara- eða ribs- saft í búðinginn, sé hún ekki rauð, er lát- inn rauður ávaxtalitur í hana. Fjallagrasarjómabúðingur. 25 gr. fjallagrös, % líter rjómi, % msk. sykur, 3 bl. matarlím, 2 msk. vatn, 1—2 msk. syltutau. Fjallagrösin hreinsuð, þvegin. Sjóðandi vatni er hellt á þau og látið bíða í 2 klst. Tekin upp úr, þerrað í línklút og söxuð mjög smátt. Matarlímið lagt í kalt vatn í 10 mín., kreist upp úr og brætt yfir gufu. 2 msk. af köldu vatni er látið í það og það kælt. Rjóminn er þeyttur, þar í er blandað sykrinum, matarlíminu og síðast grösunum. Hrært hægt í búðingnum, þar til hann er þykkur. Syltutauið er sett á botninn í skál, þar á búðingurinn, sem skreyttur er með syltutaui, áður en hann er borðaður. Fjallagrasate. 25 gr. fjallagrös, 1 líter vatn, 50—100 gr. kandís eða annar sykur. Grösin eru hreinsuð, soðin í 15 mín. í vatninu, síað á gasklút, safanum hellt í pottinn aftur og soðinn augnablik með sykrinum. Það gerir teið miklu ljúffeng- ara og sérstaklega hollara, sé látinn sít- rónusafi í það, þegar búið er að sjóða það með sykrinum. Sérstaklega vil ég mæla með þessu tei sem kvefmeðali handa sjúklingum, er þá gott að setja það á hita- brúsa, svo hægt sé að drekka það sjóð- andi heitt öðru hverju. Bæði sítrónusafa og sykur getur hver sett út í eftir sínum smekk. Þetta er ágætis drykkur, sem má drekka sér til hressingar í staðinn fyrir te eða kaffi að deginum, og er þá heppilegast og drýgst að setja sit- rónusneið í hvern bolla, áður en teinu er hellt í hann. Hver uppskrift er ætluð 4—5 manns. 1 fullur hnefi af grösum er 20 grömm. ATH. Séu grösin ekki vel hreinsuð, kem- ur, remmu- og moldarbragð að réttunum. Sænsk börn hjálpa finnskum börnum. Sænska samvinnumannablaðið Vi hefur gengist fyrir því að sænsk börn söfnuðu fé til styrktar finnskum bömum og út- veguðu þeim dvöl á heimilum í Svíþjóð. Hefur börnunum orðið vel ágengt, og höfðu þau fengið dvalarstaði handa mörg hundrað finnskum börnum, síðast er frétt- ist. Eru nú hin finnsku börn óðum að koma til hinna nýju heimkynna sinna, eftir að hafa misst heimili sín og fyrir- vinnu og eftir mikla hrakninga. Blettir. Blettir í fötum eru áhyggjuefni margra kvenna. Stundum eru ekki önnur ráð fyrir hendi en að láta „kemisk“-hreinsa fatnaðinn. En oft má þó ná blettunum úr heima. Kvenfólk kann yfirleitt mörg ráð til þess að vinna bug á ýmiskonar blettum. Hér skal nefnt eitt efni, sem gott er að ná úr með ýmsum blettum. Það heitir Trichlor-Aethylen og fæst í lyfjabúðum. Tuska er vætt í því og blett- urinn núinn með henni þangað til hann hverfur. Flíkina skal viðra að því búnu, því að Trichlor-Aethylen er mjög lyktar- sterkt. Nauðsynlegt er að geyma það í glasi með góðum tappa í, annars gufar það upp. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.