Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 2. HEFTI Sal a landbúnaðarafurðanna Eftirfarandi upplýsingar um verölag og sölu landbúnaðaraf- urða á síðastliðnu ári hefur Sam- vinnan fengið hjá Jóni Árnasyni f ramkvæmdast j ór a: Árferði landbúnaðarins 1939 var mjög hagstætt. Vetur frá nýári var snjóléttur og frostalítill og með aprílbyrjun brá til blíðviðra, sem héldust allt vorið. Spretta var ágæt og heynýting góð, enda ó- vanalega hlýtt og þurrviðrasamt sumar. Haustið var góðviðrasamt og eins vetur til nýárs. Búpening- ur gaf ágætan arð víðast hvar. En sauðfjárpestir gerðu mönnum enn þungar búsifjar. Mæðiveikin var vægari en áður og útlit fyrir að tekizt hafi að stöðva útbreiðslu hennar, en illkynjuð garnaveiki gerði mikinn skaða víða um Aust- urland og sumstaðar á Norður- landi. Sauðfé gekk vel úr ull, og lambahöld voru ágæt. Til frálags reyndist sauðfé með allra bezta móti. Meðalþyngd dilkskrokka var 14.41 kg., og er það meira en dæmi eru til áður. Verðlag á útfluttum landbúnað- arafurðum var miklum breyting- um háð. Styrjöldin milli Þjóðverja og Bandamanna (Englendinga og Frakka), sem brauzt út 3. sept., breytti öllu verðlagi. Mikið af ull var þá selt. Verð á fyrsta flokks ull, sem seld var fyrir stríð var kr. 3.45—-3.70 f. o. b. eftir gæðum. Nokkuð af ull var selt eftir að stríðið brauzt út, og dálítið er enn óselt. Þessar eftirstöðvar hækka væntanlega meðalverð ullarinnar eitthvað. Verð á saltkjöti í haustkauptíð var um 185 kr. (ísl.) tunnan f. o. b. Saltkjötsverðið féll talsvert í Noregi, þegar kom fram á veturinn. Það kjöt, sem ekki var selt í haust- kauptíð, selzt því ekki svona háu verði. Verð á frosnu kjöti í Stóra Bret- landi var lágt í haust. Brezka rík- isstjórnin ein var kaupandi að öllu innfluttu kjöti og miðaði verðlagið við meðalverð, sem ver- ið hafði á innfluttu kjöti árið 1938 með nokkurri viðbót fyrir hækkun á flutningsgjaldi og stríðstrygg- ingu. Verð á fyrstu kjötsending- unni var kr. 1.20 kg. f. o. b. Síðan hefur kjötverðið hækkað dálítið. Á Norðurlöndum, einkum í Svíþjóð, hefur kjötverðiö verið talsvert hærra, en sala þangað lítil vegna örðugleika með flutninga og með að fá innflutningsleyfi. Um ára- mót var óselt um 950 smál. af út- flutningskjötinu, og því ekki unnt að segja, hvaða verð muni fást fyrir það, þegar allt er selt. Gærusala hefur gengið seint. Gangverð á gærum síðast í haust- kauptíð var um kr. 2.50—3.00 fyrir kg. f. o. b. — Nú eru gærurnar að mestu seldar, og verði hægt að koma þeim til útlanda og fá þær greiddar, mun mega gera ráð fyr- ir, að fyrir gærukílóið fáist eitt- hvað yfir 3 kr. Vörusala innanlands: Verðlag á helztu landbúnaðar- . vörum, kjöti, mjólk og mjólkurvör- um, var óbreytt allt árið. Þegar verðhækkun varð á útfluttum vörum í septembermánuði, var ekki hægt að breyta neitt verði á landbúnaðarvörunum, vegna á- kvæða gengislaganna. Þessi ákvæði voru lögtekin, þegar gengi krón- unnar var lækkað og jafnframt á- kveðið, að laun og tímakaup skyldi haldast óbreytt. Þetta tvennt, launin og verðlag landbúnaðar- varanna, hélzt því í hendur, þang- að til lögunum var breytt eftir áramótin. Ég tel engum vafa bundið, að verðlagið á landbúnað- arvörunum var tiltölulega lægra en kaupgjaldið, þegar lögin voru sett, og því hefði verið réttmætt að heimila einhverja verðhækkun, ef markaðsástæður leyfðu, þó kaupgjaldið væri látið haldast ó- breytt. Heildsöluverð á rjómabússmjöri í Reykjavík var kr. 3.35—3.50, á fullfeitum ostum kr. 2.20 og á skyri kr. 0.60 kílóið. Útsöluverð mjólkur var kr. 0.42 líterinn allt árið hér i Reykjavík Heildsöluverð á freðkjöti var í ársbyrjun kr. 1.45,'en á nýju kjöti í haustkauptíð kr. 1.25 kílóið. Innkaupsverð Grænmetisverzl- unarinnar á haustuppskeru af kar- töflum var kr. 19.00 pr. tunnu en komst hæst í kr. 25.00 fyrra hluta sumars. Allar húðir, sem til fallast í land- inu eru nú sútaðar og notaðar í landinu. Kaupir S. í. S. því nær allar húðir og lætur súta þær í sútunarverksmiðju sinni. Verð á ógölluðum nautgripahúðum var um kr. 1.10 kg. fyrra hluta ársins, en kr. 1.25 síðara hluta árs. Nú er verðið hækkað mjög mikið. Jónas Jakobsson myndhöggvari. Myndin framan á þessu hefti Sam- vinnunnar er eftir ungan myndhöggvara, sem heitir Jónas Jakobsson. Hann er ætt- aður úr Húnavatnssýslu og á þar marga skáldmælta frændur. Snemma bar á glöggri listhneigð hjá Jónasi Jakobssyni. Fór hann tæplega tvítugur til Reykjavíkur og lærði teiknun og undirstöðuatriði í myndamótun hjá Ríkarði Jónssyni mynd- höggvara. Síðan var hann alllanga stund lærisveinn Einars Jónssonar. Þótti báðum þessum myndhöggvurum Jónas Jakobsson sérstaklega efnilegur og spáðu góðu um framtíð hans, en hann talar um þessa tvo kennara sína með meiri hlýleik og virð- ingu en títt er í samskonar kringumstæð- um. Síðan fór Jónas til Oslo og gekk þar í listaháskólann og hlaut þaðan hin beztu meðmæli. Jónas Jakobsson á nú heima í Reykjavík. Menntamálaráð keypti nýverið af honum mynd þá af brosandi dreng, sem birt er í þessu hefti. Mun mörgum þykja furðulegt, að svo mikið líf skuli geymast í köldum steini. 20

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.