Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 8

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 8
SAMVINNAN 2. HEFTI r Berjarækt á Islandi Eftir Áskel Löve í berjamó á haustin, — hver þekkir ekki alla þá tilhlökkun, er börnin — og jafnvel fullvaxið fólk — bera í brjósti, þegar þau heyra þessi orð nefnd og hugsa til berj- anna góðu í móunum, já, hver hefur ekki notið gæða villtu berj- anna síðari hluta flestra sumra ævi sinnar og farið að hlakka til berjatímans strax á vorin? Berja- tínsla og berjaát hefur verið ein- hver öruggasta fjörefnalind ís- lenzku þjóðarinnar, síðan landið byggðist, og enn í dag beygja börn- in sig heldur niður eftir nokkrum berjum í móunum, heldur en að vinna verkin sín fljótt og vel, því að berin heilla þau meira en nokk- ur vinnugleði. En berjamórinn er alltaf erfiður að einu leyti: hann er oftast fjarri heimilum okkar, auk þess sem berin eru alltof fá og smá, ef öll þjóðin nýtti þau, eins og gildi þeirra kref- ur. Og sökum allra vandkvæðanna við tínslu villtu berjanna, hafa menn fyrir alllöngu síðan flutt heim að húsum sínum ýmsar berja- tegundir til ræktunar og kynbætt þær síðan smámsaman svo, að á- vextir þeirra flestra eru nú hvort- tveggja i senn, betri og stærri en hinna villtu forfeðra þeirra. Þær berjategundir, sem lengst hafa verið ræktaðar, eru flestar lágvaxnir runnar, eins og ribsber, sólber, broddber, hettuber og brum- ber, en auk þess jurtkenndar, eins og jarðarberin. Ribsber og sólber. Ribsber og sólber teljast bæði til ættkvíslarinnar Ribes, og eru hvort tveggja runnar um 1 ,y2 metri á hæð. Þau eru til villt víða um heim, en ræktun þeirra hófst þó ekki fyrr en seint, ef til vill ekki fyrr en á 15. öldinni, þótt sumir telji, að ræktun þeirra á Norðurlöndum sé allt að því þúsund ára gömul. En í ritum frá 16. öld sést glögglega, að þá voru þau orðin mjög algeng í trjágörðum Norðurlanda og Þýzkalands, þótt líklegt sé talið, að ræktun þeirra þá hafi mest verið í því skyni að gera úr þeim læknis- lyf til heimilisþarfa, því að um eitt skeið var vín þeirra og seyði blað- anna álitið vera allra meina bót. Á 18. öldinni jókst ræktun ribs- berja og sólberja mjög í Evrópu, en þó fengu þau ekki reglulega þýðingu fyrir búshald flestra heim- ila nyrðri landanna fyrr en við upphaf síðustu aldar. Ribsberja- og sólberjarunnarnir eru nægjusamar jurtir, og geta vaxið langt norður fyrir heim- skautsbaug, ef frost vetranna eru ekki of mikil eða sumrin og stutt og rök. Þeir gera frekar litlar kröfur til jarðvegsins, þótt bezt þrífist þeir í allrakri jörð, djúpri og myldinni. Of sterka sól þola runnarnir illa, — en slíkt þarf ekki að óttast norðarlega á hnettinum, — og stormar verka frekar neikvætt á uppskerumagnið. Ef vel á að vera, þurfa þeir að fá talsverðan áburð ár hvert, auk þess sem grisjun er nauðsynleg, til að berin nái sem bezt- um og jöfnustum þroska. Ribsber og sól- ber eru aukin með afkvistum, og ef að öllu er rétt Ribsber farið, er það fjarri því að vera vanda- laust verk, því að smávillur og mistök geta valdið kyrkingi í runn- unum í mörg ár. Af ribsberja- og sólberjarunnum eru til mörg afbrigði og stofnar, sem eru ólíkir að uppskerumagni, frostþolni, sem og ýmsum gæðum berjanna. Og ribsberin eru rauð eða hvít að lit og sólberin svört og ljúffeng mjög til átu og góð í á- vaxtamauk og saft. Að ógleymdu því, að þau, — og þó sérstaklega sólberin, — eru einhver C-f jörefna- ríkasta fæða, sem völ er á úr jurta- ríki norrænna landa, svo að það eitt ætti að vera nægilega hvetjandi til aukinnar ræktunar þeirra, þar sem annars er lítið um mat af jurta- kyni. Ribsber eru allmikið ræktuð um land allt, þótt ekki hafi verið hugs- að neitt um val heppilegra stofna til ræktunar hér. En þar eð flestir munu rækta þau til skrauts í görð- um sínum, eru þau yfirleitt miður hirt en skyldi. Og svipað er að segja um sólberin, þótt miklu minna sé ræktað af þeim, svo að það er sannarlega kominn tími til þess að dreifa um landið úrvalsstofnum af báðum berjarunnunum og kenna fólki um leið alla meðferð á þeim og berjunum, svo að gagn þeirra og nytsemi verði sem bezt og mest. Broddber. Broddber, sem á dönsku kallast „Stikkelsbær“, og á sænsku „krus- bár“, heyra til ættkvíslarinnar Ri- bes, eins og báðar fyrrnefndu teg- undirnar. Og kröfur þeirra til lífs- ins eru flestar hinar sömu, og þau eru líka til villt víða um lönd, svo að óþarfi er að endurtaka hér það, sem nefnt var um sögu og ræktun ribsberja og sólberja. Broddberjarunnarnir eru flestir þétt settir göddum, og flestar teg- undir þeirra bera einnig hærð eða gödduð ber, ýmist gul, græn eða rauð að lit. Berin eru oftast á stærð við meðalstór vínber og bragðgóð til matar, hvort sem þau eru notuð beint af runnunum til matar, soðin, 24

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.