Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 13
2. HEFTI SAMVINNAN Innanlands og utan Útlent yfirlit. Með hverri viku, sem líður, sýnir hin frábærlega hetjuvörn Pinna alltaf betur og betur hve fráleitar hernaðaráætlanir Rússa hafa verið, hvað töku Finnlands snertir. Þegar stríðið var um það bil að hefjast og Rússar voru að hóta Finnum, sögðu þeir Finnum að vara sig, því ekki þyrftu Rússar að eyða nema nokkrum höggum á þá til þess að mola þá. Þann 6. des., á þjóðhátíðardegi Finna, er sagt, að Molotoff utanríkismálaráðherra Rússa hafi verið búinn að lofa því, að borða mið- degisverð á einu bezta veitingahúsi Hel- singfors, og þann 21. des. er sagt, að Rauði herinn hafi ætlað að afhenda Stalin allt Finnland sem afmælisgjöf. En hvort tveggja hefur mistekizt, og nú, þegar þetta er skrifað, virðast Rússar ekki vera 'miklu nær því að sigra Finnland en fyrstu daga ófriðarins fyrir 10 vikum. Af fregnum þeim, er berast af ófriðnum, virðast þeir hvergi hafa unnið á, á flestum vígstöðv- um verið hraktir til baka við ógurlegt mannfall, og var talið að tala fallinna, særðra og tilfangatekinna Rússa hafi verið um 250 þús. um síðastl. mánaðamót. Sá eini staður, þar sem Rússar hafa unnið á, er á Kyrjálaeiðinu, þar sem þeir hafa haldið uppi stöðugri sókn, með stöðugt nýjum og óþreyttum hersveitum. Þær von- ir, sem rússneska stjórnin hefur gert sér um styrk Rauða hersins, ef litið er á um- mæli valdhafanna um hann, hafa sýnilega brugðist gjörsamlega og þá ekki síður viðtökur finnsku þjóðarinnar, sem þeir hafa víst haldið að myndi taka Rauða hernum opnum örmum, enda virðast þeir ekki hafa þekkt vel kjör finnskra verka- manna, því í ávarpi, sem Kuusinen birtir til finnsku þjóðarinnar, lofar hann að koma á ýmsum umbótum, eins og t. d. átta stunda vinnudegi o. fl., sem fyrir löngu er lögleiddur í Finnlandi. Helztu atburðir varðandi styrjöldina í Finnlandi síðan 15. jan. eru, að þann 17. jan. lýsti Chamberlain því yfir í brezka þinginu, að Finnum myndi verða send vopn frá Englandi og hjálpað eftir megni. Sama dag réðist rússneska útvarpið heift- uglega á Norðurlöndin öll, út af hjálp þeirra við Finna. Stórorrustur geisuðu um þessar mundir við Salla í 40 stiga frosti, og unnu Finnar þar stórsigra. Þann 1. febr. upplýsti finnska herstjórnin að fallið hefðu og særzt 250 þús. Rússar, og að skotnar hefðu verið niður 270 rússneskar flugvélar. Þann 1. febr. hófu Rússar mikla árás á Mannerheimlínuna, sem síðan hef- ur staðið látlaust. Er því haldið fram, að í þessari árás taki 300 þús. manns þátt með geysilega miklum vélknúnum her- tækjum, og í dag er fyrst viðurkennt, að sókn þessi hafi borið verulegan árangur og séu Finnar að yfirgefa fremstu varnar- línu Mannerheimlínunnar og flytja sig í aðra, sem talin er engu veikari en sú fyrsta. Þann 13. febr. var frá því sagt í fréttum, að Finnar ættu von á 700 flug- vélum frá Bretum, Frökkum, ítölum og Ameríkumönnum, og auk þess 15—20 þús. sjálfboðaliðum. Sá atburður utan Finnlandsstyrjaldar- innar, sem mesta athygli hefur vakið á Norðurlöndum, er húsrannsóknir, er lög- reglan í Svíþjóð lét fara fram hjá komm- únistum þar í landi, um helgina 10. febr. Rannsóknir þessar leiddu í ljós njósnir sænskra kommúnista og aðra landráða- þjónustu fyrir Rússa. Höfðu kommúnistar leynilegar útvarpsstöðvar. Margir komm- únistar voru teknir fastir. Tilkynnt var fyrir skömmu í Berlín, að samtals hefðu Norðurlöndin misst 88 skip síðan striðið hófst, skip, sem rekizt hefðu á tundurdufl eða verið skotin niður af Þjóðverjum. Jafnframt hefur verið á það bent í frétt- um, að Bandamenn hafi ekkert hlutlaust skip skotið niður. Á vesturvígstöðvunum hefur ekkert markvert gerzt allan mánuðinn. Merkasti atburðurinn í Austur-Evrópu mun hafa verið ráðstefna utanríkismálaráðherra Balkanríkjanna í Belgrad í byrjun mán- aðarins. En þar var samþykkt að reyna að halda Balkanþjóðunum utan við styrj- öldina. Eitt af þeim verðmætum, sem Rússar sækjast ef til vill einna mest eftir í Finn- landi, eru nikkelnámumar í Porojoki í Norður-Finnlandi. Námur þessar eru í eigu ensks fyrirtækis, sem hefur lagt feikna fé í að undirbúa vinnslu í námun- um, og hefur sá undirbúningur kostað um 30 millj. sænskar kr. Rekstur námunnar var tæpast byrjaður, en átti að hefjast fyrir alvöru næsta ár. Rússar hafa ekki nóg nikkel í Rússlandi, og geta ekki full- nægt þörfum sínum nema að þriðja hluta. En með því að taka þessar finnsku nikkel- námur, geta þeir fullnægt allri nikkel- þörf sinni. Stríðið á milli Japana og Kínverja heyrist nú ekki oft nefnt, síðan Evrópu- styrjöldin hófst. En nú fyrir nokkrum dög- um kom frétt um mikinn sigur Kínverja. Sigur þessi kom ekki á óvart, því fyrir nokkru var ég að lesa um framtíðarmögu- leika Kínverja til þess að reka Japani af höndum sér, og voru þeir þar taldir all- miklir. Því er haldið fram, að fjárhagur Japana fari dagversnandi. Stríðið í Kína kostar þá 13 millj. yena á dag (yen um 50 aurar). Gullforði Japana í byrjun stríðsins var 1 milliard yen, en nú hafa þeir keypt fyrir 800 millj. gullyena í Ame- ríku og 150 millj. í Englandi, svo farið er að saxast á gullforðann. Möguleikar Jap- ana til þess að kaupa nauðsynlegt efni til hernaðarins minnka því með hverri viku. Eftir því sem þeir hafa náð meira landi undir sig, þurfa þeir líka meiri her til þess að halda Kínverjum í skefjum, sem stöð- ugt ráðast á japanska herinn í smáflokk- um, einnig í þeim héruðum, sem þeir hafa hertekið. Japanir þurfa því að hafa mik- inn herstyrk um allt landið og hafa aldrei tíma til þess að endurbyggja það, sem þeir hafa eyðilagt. Herstyrkur Japana minnkar því alltaf í raun og veru, á meðan her Kínverja vex, því hann er stöðugt aukinn og skipulagður. Þetta kínverska æfintýri Japana getur tæpast farið nema á einn veg, að þeir verði að hypja sig úr landi aftur við lítinn orðstír og geysilegt fjár- hagslegt tap. Þetta getur að vísu tekið nokkur ár enn þá. En Kínverjar eru ekki bráðlátir. Þeirra tímatal er langt, og þeir örvænta ekki, þótt þeir vinni ekki sigur á svipstundu. í fyrra hitti ég Kínverja í Stokkhólmi. Við ræddum um striðið og um árangur Japana. Hann svaraði rólega og sagði: Það er engin hætta með Kína, við vinnum. Einu sinni tók það forfeður vora 200 ár að reka „barbarana" út fyrir kínverska múrinn, en það tókst. Að vísu gerði hann ekki ráð fyrir að það myndi taka eins mörg ár nú, enda bendir allt til þess að svo verði ekki. 15. febr. Gt. R. Elanto Kaupfélagið í Helsingfors, Elanto, hefur haft mikið að gera síðan stríðið hófst, þrátt fyrir það að meiri hluti borgarbúa er farinn úr borginni. Kaupfélagið hefur séð 35 þúsundum manns fyrir matvælum af þeim 70 þús., sem eftir eru í borginni. Hermennimir, sem eru í borginni borða á veitingahúsinu Elanto. Starfsfólkið á annríkt, og í frístundum sínum verður það lengst af að dvelja í sprengiheldum skýl- um, sem félagið hefur látið gera fyrir starfsfólkið. 29

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.