Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 14
SAMVINNAN 2. HEPTI Framh. frá síðu 22. smáfisk. — Heildarútflutningur þurrkaös og blauts saltfisks nam á árinu 38.460 smálestum fyrir verðmæti er nemur um 17 millj. kr. Mest var selt til Portugal og Ítalíu, eða um 11 þús. smál. til hvers lands, og til Bretlands seldust 6.5 þús. smál. Til Spánar seldist sama og ekkert. Iðnaðurinn. Nokkuð mun iðnaðurinn hafa aukizt á árinu, enda mikil áherzla á það lögð að auka hann, bæði til þess að spara erlendan gjaldeyri og til þess að reyna að vera sjálfum okkur nógir að svo miklu leyti sem hægt er. Ný rækjuverksmiðja starf- aði allt árið á Bíldudal, og önnur ný niðursuðuverksmiðj a tók til starfa í Vestmannaeyjum, til þess að sjóða niður humar, sem gerðar voru tilraunir með veiði á við Vest- mannaeyjar. Niðursuða S. í. F. í Reykjavík var og dálítið stækkuð. Byggt við hana reykhús með 11 reykofnum. Framleiðsla verksmiðj- unnar hefur aukizt nokkuð. Framleiðslumagn ullarverksmiðj - anna mun hafa verið nokkru meira í ár heldur en áður, sama mun og vera með skóverksmiðjurnar. Viðskiptin við útlönd. Viðskiptin við útlönd hafa verið erfið á þessu ári. Innflutningshöft þeirra landa, er vér seljum til, hafa valdið erfiðleikum framan af ári, en ófriðurinn og allir þeir erfiðleik- ar sem honum fylgja, útflutnings- bann og siglingateppa síðustu mánuði ársins. Eru öllum þessir erfiðleikar svo vel kunnir, að ekki þarf að lýsa þeim nánar hér. Sala og kaup hafa orðið nokkru meiri en næsta ár á undan, og stafar nokkuð af þeirri hækkun af geng- isfalli íslenzku krónunnar. Verð- mæti útfluttra vara er kr. 69.654.- 000, en innfluttar vörur kr. 61.639.- 000. Hagstæður verzlunarjöfnuður er því kr. 8.015.000. í fyrra var verðmæti útfluttra vara kr. 57.752,- 000, en innfluttra kr. 49.102.000, eða hagstæður verzlunarjöfnuður um kr. 8.650.000. Útkoma beggja áranna verður þvi svipuð, þó held- ur lakari í ár. Hefur innflutningur á árinu orðið nokkru meiri síðustu mánuði ársins heldur en orðið hefði á eðlilegum tímum, vegna þess að lagt var kapp á að afla eins mikils af ýmsum nauðsynjum og hægt var eftir að stríðið skall á. Þótt verzlunarjöfnuðurinn sé þetta hagstæður, er hætt við að hinn raunverulegi greiðslujöfnuð- ur verði ekki að sama skapi hag- stæður, því „duldu greiðslurnar“, rentur og afborganir af skuldum, flutningsgjöld o. fl., munu vera það miklar, að 8 millj. króna nægja tæpast. Það mun því varla verða hægt að greiða eins mikið af skuld- unum við útlönd og til er ætlazt með lánunum. Um það, hvernig hið nýbyrjaða ár verður sem verzlunarár, eða hvernig atvinnulífið muni verða, er á þessum óvissu tímum engu hægt að spá, en eitt er víst, að um langan aldur hefur útlitið ekki verið eins ískyggilegt og nú, þótt alltaf hafi maður tilhneigingu til þess að vona að betur rætist úr en á horfist. Guðl. Rósinkranz. Framh. frá bls. 26. yrðu meðal annars notuð til berja- runnaræktar. Þannig gætum við í fyrsta lagi tekið fyllilega fyrir allan innflutning þurrkaðra berja og berjamauks, en flutt út allskonar berjavörur í staðinn; í öðru lagi fengjust þannig verðmæti úr nú einskisverðri mold; í þriðja lagi myndi þjóðarauðurinn aukast og nýir atvinnumöguleikar skapast við ræktun, sölu og útflutning nýrra, frosinna, þurrkaðra og nið- ursoðinna berja og berjaafurða. Og síðast en ekki sízt, myndi fjörefna- skortur landsmanna geta horfið að mestu, ef ódýr og góð ber og berja- vörur væru fáanlegar alla tíma árs- ins. Framtíð íslenzku þjóðarinnar veltur vissulega ekki á berjarækt eða berjatinslu, til þess er líf þjóð- arinnar of margþætt og atvinnu- lífið fjölbreytt. En án efa getur aukin berjarækt ráðið miklu um bætt heilsufar fólksins á næstu árum og áratugum, og það er auð- veldara fyrir hrausta þjóð en veika að byggja upp atvinnuvegi þjóðar- innar. Verkefni þjóðarinnar á næstunni eru meðal annars mikil breyting í öllum búnaðarháttum, svo að landið geti orðið sjálfu sér nóg að sem flestu leyti og gert mat- arskort og atvinnuleysi að fullu og öllu landræk af stóru, strjálbýlu eynni nyrzt í Atlantshafi. Svalöf, í júlí 1939. Áskell Löve. K. F. í Svlþjóð gaf hálfa milljón Samvinnumenn Samvinnumenn á Norðurlöndum leggja mikið fé til Finnlandshjálparinnar. Þannig gaf Samband sænskra samvinnufélaga, K. F., 500.000.00 sænskar kr. um nýárið, og auk þess hafa hér um bil öll kaupfé- lögin í landinu gefið stórar upphæðir, 5—25 þúsund krónur hvert, auk matgjafa og fatnaðar. Félagsmenn margra kaupfé- laga hafa jafnvel gefið tekjuafgang sinn. Nokkur kaupfélög hér á landi hafa þegar gefið myndarlegar upphæðir til Finn- landssöfnunarinnar hér, og mun meira verða gefið hér síðar. Söfnunin á öllu landinu er nú komin upp í kr. 107 þús., og hefur mest af því þegar verið sent í erlendri mynt eða fatnaði. 30

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.