Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 7
2. HEFTI
SAMVINNAN
JÓNAS JAKOBSSON, hinn ungi
myndhöggvari, sem gert hefur
forsíðumynd Samvinnunnar.
NAFN GUSTAVS MANNERHEIMS, yfirforingja
finnska hersins, mun lengi í minnum haft og svo
lengi, sem saga finnsku þjóðarinnar geymist.
Hin frækilega vöm finnska hersins í vetur við
hið mikla ofurefli hefur vakið undrun og að-
dáun alls hins menntaða heims, og mun þess-
arar varnar jafnan verða minnst, sem einnar
af frækilegustu hetjudáðum veraldarsögunnar.
Mannerheim foringi finnska hersins er enginn
viðvaningur í herstjórn. Á yngri árum var hann
herforingi í rússneska keisarahernum og var
herforingi í rússnesk-japanska stríðinu og í
heimsstyrjöldinni og gat sér þá mikla frægð.
Þegar bolsjevika uppreisnin brauzt út var
Mannerheim leystur frá störfum og fór þá heim
til Finnlands og gerðist þá foringi í her finnsku
frelsishreyfingarinnar. Tókst honum að sigrast
á Rauða hernum og frelsa Finnland undan veldi
Rússa. Síðan hafa Finnar litið á Mannerheim
sem frelsishetju sína. — Mannerheim er af
sænskri aðalsætt, sem settist að í Finnlandi á
síðari hluta 18. aldar. Nú er hann 72 ára.
BJÖRN BORG heimsmeistari í sundi og einn
frægasti íþróttamaður Svía hefur farið, sem
sjálfboðaliði til Finnlands. Sama hafa fjöl-
margir frægir íþróttamenn gert. Þeir hafa
keppt við Finnana á íþróttavöllum víðsvegar
um heim, þar sem Finnarnir hafa jafnan
reynst erfiðir en heiðarlegir keppinautar. Nú
sýna íþróttamenn fjölda landa keppinautum
sínum frá íþróttavöllunum þá virðingu og vin-
áttu að standa við hlið þeirra í eldlínunni til
verndar frelsi og fjöri finnsku þjóðarinnar og
vestrænnar menningar.
23