Samvinnan


Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 6

Samvinnan - 01.02.1940, Blaðsíða 6
SAMVINNAN 2. HEFTI Atvinnulífið 1939 Loðdýraræktin. Niðurl. Loðdýrarækt hefur mjög mikið aukizt síðustu árin, sérstaklega hefur eldi silfurrefa aukizt, og vafalaust hefur silfurrefarækt ver- ið arðvænlegur atvinnuvegur, þar sem vel hefur tekizt.Mest hafa búin hagnazt á því að selja lífdýrin, og er hætt við að hagnaðurinn verði ekki eins mikill, þegar ekki verður um aðra sölu að ræða en á skinn- unum á erlendum markaði. Tala loðdýra hefur verið sem hér segir: Silíurrefir Blárefir Minkar 1936: 1378 319 500 1937: 2Í352 350 850 1938: 4221 682 2000 1939: 6798 1736 4750 Mest hefur aukningin orðið síð- astliðið ár. Á þessum árum hefur loðdýrabúunum fjölgað úr 127 upp í urr 600 nú. Mest er silfurrefaeldi í Húnavatnssýslu, en minkarækt mest í Gullbringusýslu. Ekki er gott að segja hver áhrif stríðið hefur á loðskinnamarkað, en ekki væri ólíklegt að eftirspurn eftir skinnum minnkaði eitthvað í bili, þar sem fólk mun heldur spara við sig kaup á skrautvöru á slíkum erfiðleikatímum. Ræktun og byggingar. Nýræktun hefur verið svipuð og næsta ár á ■ undan, eða eitthvað meiri. í jarðræktarstyrk hefur verið greitt svipað og áður, eða um 600 þús. kr. Endurbygging sveita- bæja var svipuð. Jafnhárri upp- hæð, eða svo til, hefur verið varið til húsabygginga bæði árin, 670 þús. 1938 en 672 þús. 1939, og voru 213 íbúðarhús reist í sveitum á ár- inu, og var meðalkostnaðarverð húsanna 8500 kr. Auk þessa hefur nokkru fé verið varið í endurbygg- ingarstyrki. Mikil þörf er á að byggja upp marga sveitabæi, en hætt er við að nú taki alveg fyrir allar ný- eða endurbyggingar sveitabæja meðan á stríðinu stend- ur. Má gott þykja, ef hægt verður að halda bæjunum við. Sala landbúnaðarafurða. Sala þessara afurða gekk vel á árinu, og verðið fór hækkandi á þeim flestum síðari hluta ársins. Að öðru leyti vísast til greinar Jóns Árnasonar framkvæmdastjóra, á öðrum stað í blaðinu. Fiskveiðarnar. Flotinn hefur verið álíka mikill á síðastliðnu ári og því næsta á undan. Skipunum hefur fækkað, en lestatalan hefur aukizt, vegna þess, að þau ný skip, sem komið hafa í stað þeirra, sem farizt hafa eða verið eyðilögð, hefur verið meiri. Þannig hefur skipunum fækkað um 14, en lestatalan aukizt um 1998 lestir. Tala botnvörpunga var síðastliðið haust 36, og ann- arra gufuskipa, notaðra til fiski- veiða, 27, en mótorskip yfir 12 smál. voru 552. Allur fiskiskipaflotinn var því á síðastliðnu hausti 615 sam- anlagt 26.432 lestir brúttó. Eitt gufuskip fórst á árinu; var það togarinn „Hannes ráðherra“, en í stað hans var keyptur annar tog- ari, „Jón Ólafsson“. Vertíðin hófst, eins og síðastl. ár, í ársbyrjun. Tíð var einmuna- góð í janúar og febrúar, og gátu bátar þá stundað veiðar betur og jafnar en dæmi eru jafnvel til, og afli var dágóður. Á síðari hluta ver- tíðarinnar var tíðarfar lakara og gæftir og afli minni. Þorskaflinn á öllu landinu varð 37.710 smál., miðað við fullverkaðan fisk, en 4.959 smál. hertur fiskur og flök. (Þyngd þessa fiskar er miðuð við slægðan fisk.) Fiskbirgðir voru í landinu um áramót 9.838 smál. Rétt eftir áramótin voru seldar 7000 'smál., svo birgðir eru nú mjög litlar. Fleiri skip stunduðu síldveiði en nokkru sinni fyrr, eða alls 225 skip. Síldveiði var treg framan af, og brást svo að segja alveg í júní. Síðan kom síldin í stórum hrotum, en var óstöðug. Veiði skipanna var misjöfn og heildaraflinn töluvert minni en næsta ár á undan, þrátt fyrir þennan mikla skipaflota. — Verð síldarinnar, sem verksmiðj- urnar borguðu, var líka hærra en árið áður, eða kr. 6.70 í stað kr. 4.50. Heildaraflinn var síðastliðin 3 ár sem hér segir: Saltsíld Bræðlusíld 1939: 260.990 tn. 1.169.830 hl. 1938: 345.000 — 1.530.000 — 1937: 210.000 — 2.172.000 — Fisk- og síldarsalan. Verð síldarinnar var hærra en í fyrra og var af Síldarútvegsnefnd ákveðið í byrjun kr. 18.85 pr. tn. f. o. b. Nam þessi hækkun á tunn- unni kr. 2.50 ísl. Síldin seldist greiðlega, sérstaklega saltsíldin, sem mestöll seldist til Svíþjóðar. Þær 30 þús. tn. matjessíldar, sem samið var um sölu á til Póllands, seldust ekki þangað vegna ófrið- arins, en þær var hægt að selja til annarra landa. Nokkuð var selt af síld, veiddri í fyrravor í Faxa- flóa, ísaðri til Þýzkalands, og hefði sjálfsagt orðið framhald á þeirri sölu, ef stríðið hefði ekki brotizt út. Salan á þorski var með 'sama hætti og áður. Samband íslenzkra fiskframleiðenda sá um söluna. Verðið var að meðaltali heldur hærra en árið áður, og hefur út- borgunarverð til framleiðendanna verið kr. 80.00 fyrir skippund af fullverkuðum stórfiski, 75 kr. fyrir Labra, en kr. 0.22—0.29 pr. kg. af saltfiski, og kr. 0.38 fyrir þveginn Framh. á 30. bls. 22

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.