Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 3

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 3
SAMVINNAN 34. árg. . 10. hefti Ritstjórar: Jónas Jónsson og Guðl. Rósinkranz. 10 hefti á ári. Kr. 2,50 til kaupfélaga Rvík. desember 1940 Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Afgreiðsla: Edduhúsinu . Sími 2323 Samkeppni skapar ófrið og beizkju Fyrir nokkru stóð í blaði, sem kaupmannastéttin gefur út, ritgerð um samvinnufélögin og samvinnu- menn. Þessi grein var full af beizkju og gremju. Höf- undi hennar fannst þróun samvinnunnar hér á landi vera orðin til að mjög verulegu leyti fyrir rógburð og ósannindi. Sá, sem ritaði greinina, virtist hafa verið svo grunnfær að gera ráð fyrir, að meira en helm- ingur íslenzku þjóðarinnar hefði á 60 árum byggt fjölmörg verzlunarfyrirtæki, og sum þeirra hin stærstu, sem til eru í landinu, reist byggingar og önn- ur mannvirki, sem kosta margar milljónir og haft megin forustu um flest þjóðmál í heilan mannsaldur og samt byggt allt þetta stórfellda starf á lýgi og róg- burði. Það er eftirtektarvert, að þeir menn, sem nota ill- yrði í rökræðum um almenn mál, gera það æfinlega af því, að þeir hafa annað hvort frámunalega slæm- an málstað, eða eru alveg sérstaklega illa að sér. Maður, sem slær fram röksemdalaust, að hann sé beittur ósannindum eða rógburði, og reynir ekki að sanna mál sitt, fer æfinlega og undantekningarlaust með staðlausa stafi. Kaupmannastéttin íslenzka hefur ekki orðið fyrir neinu hnjaski. Svo að tekið sé tímabilið síðan 1930, hefur þessi stétt haft betri aðstöðu heldur en annað fólk í landinu. Og þessa bættu aðstöðu má kaup- mannastéttin að verulegu leyti þakka samvinnu- mönnum, bæði beinlínis og óbeinlínis. Auk þess hafa samvinnumenn þá, eins og endranær, sýnt þessum samstarfsmönnum sínum í verkum fulla vinsemd í daglegri sambúð. í ritgerðum eftir samvinnumenn eru aldrei hrakyrði og viðvaningslegt orðbragð um andstæðinga eins og því miður brennur of oft við í málgögnum kaupmanna og sérstaklega því tímariti, sem þeir gefa út undir sínu nafni. Það væri þjóðar- nauðsyn, að kaupmannastéttin hefði við ritstörf menn, sem gætu gert stéttinni bæði gagn og sóma. Þegar kreppan hófst, 1930—1931, byrjaöi Sam- bandið og félagsdeildir þess allar að draga úr inn- flutningi frá útlöndum, til að varast skuldasöfnun. Gekk svo í mörg ár. Á sama tíma sótti kaupmanna- stéttin fast á um að fá sem mestan innflutning frá útlöndum. Þar sótti hver einstaklingur fram fyrir sig. Ekki verður sagt, nema um mjög fáa kaupmenn, sem stilla á sama hátt í hóf um innflutning, eins og sam- vinnufélögin gerðu af þegnlegum ástæðum. Þessi hófsemi samvinnufélaganna kom kaupmönn- um að góðu gagni. Verzlun þeirra óx tiltölulega fram- úr því, sem verið hafði. Þar að auki varð þegnskap- ur kaupfélaganna þeim að liði á annan hátt. Eftir 1934 vildu kaupmenn, að innflutningi milli þeirra og kaupfélaganna væri skipt eftir hlutföllum undanfar- andi ára, einmitt þess tíma, þegar samvinnumenn höfðu sem mest sparað innflutning. Þessi krafa kaup- manna var sannarlega ekki byggð á góðvild eða rétt- læti. Samvinnumenn sættu sig við innflutningshömlur út af þjóðarnauðsyn. Kaupmenn sættu sig aldrei við þær. Þó græddu þeir á margan hátt á hömlunum. Kaupfélögin fluttu inn eins lítið og þau gátu. Kaup- menn fluttu inn eins mikið og þeir gátu. Og allir, sem áttu vörur, gátu selt þær og grætt á þeim. Ýmsir kaupmenn áttu afarmiklar gamlar birgðir. Þær seld- ust nú upp. Lítt seljanlegar gamlar vörur urðu gróða- lind þeirra, sem áttu. Að lokum kom svo síðasta sennan um höfðatöluregluna. Samvinnumenn héldu því fram, að þeir menn, sem á skipulegan hátt vildu panta sínar eigin vörur, ættu að hafa frelsi til þess. Kaupmenn neituðu þessu og öll þeirra blöð. Þeir héldu fram því gagnstæða, að það fólk, sem í byrjun kreppunnar hefði verzlað við kaupmenn, yrði að halda því áfram meðan þjóðin yrði að búa við höft. Á þennan hátt átti að innleiða hreina og beina verzl- unarþrælkun á íslandi. Það má telja ámælisvert af samvinnumönnum og innflutningsnefnd að halda ekki fast við höfðatölu- regluna. Af hinni gömlu hófsemi samvinnumanna hafa þeir um nokkur undanfarin ár sætt sig við að bera á margan hátt skarðan hlut frá borði um vöru- skiptinguna. Kaupmenn hafa verið aðsúgsmeiri og fengið meira í sinn hlut. Til lengdar munu samvinnu- menn ekki una þeim ójafnaði. Kaupmannastéttin hefur átt góða daga á undangengnum árum og ætti að viðurkenna það með þakklæti. J. J. 151

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.