Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 13

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 13
10. HEFTI SAMVINNAN INNAN LANDS 06 UTAN Eftirfarandi yfirlit sýnir mannfjöldann á öllu landinu í árslok 1939. Er þar farið eftir manntali prestanna, nema í Reykja- vík, Hafnarfirði og Vestmannaeyjum. Þar er farið eftir bæjarmanntölum, sem tekin eru af bæjarstjómunum í október eða nóv- embermánuði. Til samanburðar er settur mannfjöldinn eftir tilsvarandi manntölum næsta ár á undan. 1938 1939 Kaupstaðir: Reykjavík 37366 38219 Hafnarfjörður 3652 3615 ísafjörður 2666 2788 Siglufjörður 2828 2975 Akureyri 4940 5103 Seyðisfjörður 961 917 Neskaupstaður 1130 1100 Vestmannaeyjar 3506 3442 Samtals 57049 58159 Sýslur: Gullbringu- og Kjósars. .. 5029 5141 Borgarfjarðarsýsla 3005 3093 Mýrasýsla 1808 1821 Snæfellsnessýsla 3383 3409 Dalasýsla 1487 1446 Barðastrandarsýsla 3049 3066 ísafjarðarsýsla 5206 5109 Strandasýsla 2070 2082 Húnavatnssýsla 3638 3681 Skagafjarðarsýsla 3926 3909 Eyjafjarðarsýsla 5358 5350 Þingeyjarsýsla 5887 5933 Norður-Múlasýsla 2704 2727 Suður-Múlasýsla 4253 4235 Austur-Skaftafellssýsla .. 1127 1132 Vestur-Skaftafellssýsla .. 1642 1622 Rangárvallasýsla ...... 3376 3370 Ámessýsla ............. 4891 4979 Samtals 61839 62105 Alls á öllu landinu 118888 120264 Samkvæmt þessu hefur mannfjöldinn á öllu landinu vaxið árið 1938 um 1376 manns eða 1.2%. Er það heldur meiri fjölgun heldur en næsta ár á undan, er fjölgunin var 1196 eða 1.1%. Árið 1937 var fjölgunin samkvæmt manntali aðeins rúmlega 800 manns eða. 0.7%, en 1936 rúmlega 1000 manns eða 0.9%, árið 1935 um 1100 eða 1.0% og 1934 um 1400 eða 1.2%. Samkvæmt skýrslunni hér að framan hefur fólki í kaupstöðunum fjölgað um 1110 menn eða 1.9%, en í sýslunum hefur fólkinu aðeins fjölgað um 266 manns eða um 0.4%. í Reykjavík hefur fólkinu fjölg- að um 853 manns eða 2.3%. í sumum öðr- um kaupstöðum hefur orðið meiri fjölgun, Siglufirði 5.2%, ísafirði 4.6% og Akureyri 3.3%, en í hinum kaupstöðunum (Seyðis- firði, Neskaupstað, Vestmannaeyjum og Hafnarfirði) hefur fólkinu fækkað. Mannfjöldinn 1 verzlimarstöðum með fleirum en 300 íbúum hefur verið svo sem hér segir: Jámgerðarstaðahverfi i Grindavík 313 (294) Keflavík 1127 1271 Akranes 1704 1805 Borgarnes 602 602 Sandur 439 431 Ólafsvík 419 443 Stykkishólmur 602 623 Patreksfjörður 710 711 Þingeyri í Dýrafirði 406 398 Flateyri í Önundarfirði .. 452 433 Suðureyri í Súgandafirði .. 330 333 Bolungarvík ................ 585 596 Hnífsdalur ................. 326 (289) Hólmavík ................... 300 319 Blönduós ................... 388 326 Sauðárkrókur ............... 965 944 Ólafsfjörður ............... 745 731 Dalvík .................... 302 308 Hrísey ..................... 320 330 Húsavik .................... 993 1004 Eskifjörður ................ 700 691 Búðareyri í Reyðarfirði .. 316 324 Búðir í Fáskrúðsfirði .... 575 547 Stokkseyri.................. 469 476 Eyrarbakki ................. 553 575 Samtals 14640 14221 (14804) Auk kaupstaðanna hafa 23 kauptún haft meira en 300 íbúa, og er það tveim færra en árið áður, þvi að Jámgerðarstaðahverfl í Grindavík og Hnífsdalur hafa á árinu komizt aftur niður fyrir 300. í 8 kauptún- um öðrum, sem hér era talin, hefur fólki líka fækkað. Hins vegar hefur orðið mikil fjölgun í sumum hinna, og I 4 þeirra hefur hún verið tiltölulega meiri heldur en á Siglufirði (Keflavík 12.8%, Hólmavík 6.3%, Akranesi 5.9% og Ólafsvík 5.7%). Þegar íbúatalan I kauptúnum með meira en 300 manns er dregin frá mannfjöldan- um í sýslunum, þá kemur fram íbúatala sveitanna, að meðtöldum kauptúnum inn- an við 300 manns. Þessi íbúatala var (þeg- ar Jámgerðarstaðahverfi og Hnifsdalur era talin með sveitum bæði árin) 47838 í árslok 1938, en 47884 I árslok 1939. Árið 1939 hefur því orðið fjölgim um 36 manns eða um 0.1%. Af öllum mannfjöldanum á landinu í árslok 1939 vora karlar 59476 en konur 60788. Koma þá 1022 konur á móts við hvert þúsund karla. verzlunin og samábyrgðin, sem hefir jafnan verið þyrnir í augum búleysingja og daglaunamanna. Með breytingunni á samvinnulögunum var þeirri hindrun úr vegi rutt. En breytingunni fylgdi það óhjákvæmi- lega skilyrði, að samábyrgðarlaus félög seldu vörur einungis gegn greiðslu út í hönd. — Staðgreiðslan er líftaug slíkra félaga og er alls um vert, að ekki verði frá henni hvikað. Og hún er ekki eingöngu lífsskilyrði slíkra félaga, heldur og hið mikilverðasta fangaráð sérhvers fátæks daglaunamanns og launþega til þess að vita fótum sínum forráð í daglegum viðskiptum og reynast skilamenn. Enn er ótalin sú meinsemd, sem orkaði miklu um ófarnað eldri kaupfélaga í Reykjavík, en hún var skortur á eftirliti, óeðlileg vörurýrnun og vöruhvarf, auk annara slysa, sem ekki þykir ástæða til að rekja nánar. Með stofnun og starfi KRON, skipulagi félagsins og starfsháttum, er stýrt fram hjá öllum þessum blind- skerjum fyrri ófarnaðar. Er ástæða til þess að vænta, meðan félagið á kost slíkrar forustu og heldur fast við stefnumið sín, að það eigi fyrir sér að vaxa um starf og afköst og vinsældir manna af öllum stigum og stéttum til hagsbóta og menningarauka alþýðu manna á félagssvæðinu og til fremdar og sigurs málstað samvinnustefnunnar. Reykjavík, 20. janúar 1941. Jónas Þorbergsson. 161

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.