Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 6
SAMVINNAN
10. HEFTI
Kaupfélag Reykjavíkur og nágrennis — KRON
Forsaga. — Upphaf félagsins og sögulegt yfirlit.
Sameiningr Kf. Rvíkur og Pöntunarfél. Verkamanna.
Stofnun KRON.
Eins og áður getur, hófst samvinna með P. V. R.
og Kaupfélagi Reykjavíkur þegar á árinu 1935, og varð
hún til mikillar styrktar P. V. í viðskiptastríði því,
sem stórkaupmenn hófu á hendur félaginu. — Sam-
vinna þessi fór vaxandi á árinu 1936,og hefst þá undir-
búningur fyllra samstarfs og sameiningar allra neyt-
endafélaga í Reykjavík og nágrenni hennar í alls-
herjarfélag, er síðan hlyti inngöngu í Samband ísl.
samvinnufélaga. — Frumkvöðlar og hvatamenn þess-
arar sameiningar voru þeir Jens Figved framkvæmda-
stjóri, Eysteinn Jónsson ráðherra og Vilmundur Jóns-
son landlæknir. — Mál þetta var þegar auðsótt af
hendi nokkurra félaga, sem störfuðu í nágrenni
Reykjavíkur. Samningum við Kaupfélag Reykjavíkur
miðaði og vel áfram. — Kaupfélag Reykjavíkur setti
það skilyrði, að nafni P. V. R. yrði breytt, enda lá
nauðsyn á slíkri nafnbreytingu í augum uppi, ef fé-
lagið ætti að ná yfir víðara svæði. í öðru lagi kom
það bert í ljós, að ákvæði samvinnulaganna, um ó-
takmarkaða samábyrgð félagsmanna, hlaut að verða
meginhindrun á leið slíkrar félagsstofnunar. Sneri
félagsstjórnin sér því til stjórnar S. í. S. og fór þess á
leit, að hún beitti sér fyrir þeirri breytingu á sam-
vinnulögunum, að félög, er seldu eingöngu gegn stað-
Stjórn Kaupfélags Reykjavíkur.
Talið frá vinstri: Pálmi Hannesson, Guðbrandur Magnússon,
Theódór L.índal, Ámi Benediktsson, Sigurður Jónasson.
greiðslu, gætu fengið inngöngu í Sambandið án þess
að hlíta ákvæðum laganna um ótakmarkaða sam-
ábyrgð. Tók stjórn S. í. S. vel á þessu máli. Var þá
á döfinni breyting á samvinnulögunum í þá átt, að
gera neytendafélögunum greiðara fyrir um þátttöku
í allsherjar samvinnusamtökum í landinu. Verður
vikið nánar að því máli hér á eftir.
Nokkur mótspyrna gegn nafnbreytingunni varð í
P. V. R. Komu þar fram tvennskonar sjónarmið: —
annars vegar það, að félagið starfaði einkum á veg-
um verkamanna, eins og verið hafði. Hins vegar það,
að félagið næði til allra stétta og yfir víðara starfs-
svæði. — Bæði félögin í Reykjavík höfðu skipað þá
Jens Figved framkvæmdastjóra, Theodór B. Líndal
hrmflm. og Vilmund Jónsson landlækni, til þess að
vinna að samningum milli félaganna um sameiningu
þeirra. — Flutti stjórn P. V. R., á aðalfundi félagsins,
11. apríl 1937, tillögu þess efnis, að unnið skyldi að
sameiningu allra neytendafélaga í Reykjavík, Hafnar-
firði og annars staðar í nágrenninu; enda skyldi ekki
vikið frá eftirgreindum grundvallarskilyrðum:
1. Að selja vörur eingöngu gegn borgun út í hönd.
2. Að gætt skyldi fyllsta hlutleysis í stjórnmálum.
3. Að félagsmenn skyldu ekki, vegna félagsstarfsins,
bindast í ábyrgðir umfram það, er næmi stofn-
sjóðsinneignum hvers og eins.
4. Að leitast skyldi við að selja vörur við sem væg-
Stjórn Pöntunarfélags verkamanna.
Aftari röð: Sveinbjöm Guðlaugsson, Jón Einarsson, Ásgrímur
Gíslason. Fremri röð: Reynir Ingólfsson, Þorlákur G. Ottesen,
Aðalsteinn Guðmundsson (Bergst. Hjörleifss. vantar á myndina).
154