Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 12

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 12
SAMVINNAN 10. HEFTI afköst hvers starfsmanns og nákvæmni, um leið og honum veitist heilbrigt aðhald og hvatning til dugn- aðar og reglusemi. Vélbókfœrsla. Vegna staðgreiðslunnar á seldum vörum og reksturshátta félagsins að öðru leyti, eins og þeim hefir verið lýst hér að framan, verður bók- færsla félagsins að tiltölu einföld og fljótunnin, en þó glögg og örugg. Þá hefir og félagið tekið upp vél- bókfærslu til verksparnaðar. Eru þá í þar til hæfri ritvél færðar samtímis bækur þær, er svara til dag- bókar, höfuðbókar og allra undirbóka í verzlunum. Bókhaldari félagsins er Ársæll Sigurðsson, fæddur 30. okt. 1895 að Strandarhjáleigu í Vestur-Landeyjum, sonur Sigurðar Jóhannessonar bónda þar og konu hans, Guðbjargar Halldórsdóttur. Ársæll réðist til P. V. R. árið 1935, en hafði áður stundað verzlunarstörf bæði hér á landi og í Kaupmannahöfn. í bókum félagsins eru söludeildir þess og reksturs- deildir allar auðkenndar með bókstöfum og tölustöf- um. Með vöruefirlitinu, kassaeftirlitinu og hinni skjótu bókfærslu á skrifstofu félagsins fæst mánað- arlegt yfirlit um vörusölu, kostnað, rýrnun og allan hag rekstursins í öllum deildum. Vöxtur félagsins. f ársbyrjun 1935 voru félagsmenn í P. V. R. um 500 talsins eins og áður getur. Þrátt fyrir ofsóknir kaup- manna með vörusölubanni og árásum í blöðum, hélt félagið áfram að vaxa á árinu, og voru félagsmenn orðnir yfir 1000 við árslok og vörusala félagsins gerði meira en að tvöfaldast. Vöxtur þess varð og ör á næsta ári, svo og á árinu 1937. Þann 6. ágúst það áx voru félögin í Reykjavík og nágrenni sameinuð, og við lok ársins voru félagsmenn orðnir 2822 að tölu. Á árinu 1938 bættust við 334 og eru við árslok 3156 með fullum réttindum. Við árslok 1939 eru félagsmenn orðnir 3340 að tölu. Vörusala félagsins er við árslok 1938 orðin 2.419.453 kr. og eykst á árinu 1939 um 113.834 kr. í árslok 1940 eru félagsmenn orðnir rúmlega 3500 að tölu og vörusalan hefir á árinu orðið um 3.200.000 krónur. Kron hefir skrifstofur sínar og aðalbúð í leigðu húsnæði við Skólavörðustíg 12 í Reykjavík. — Eins og að framan getur hefir félagið nú opnar búðir á 10 stöðum í Reykjavík, tvær búðir í Hafnarfirði, eina í Keflavík og eina í Sandgerði. Á síðastliðnu hausti hóf félagið nýjung í verzlunar- efnum með opnun haustmarkaðar í Reykjavík. Voru þar seld ógrynni af innlendum matvörum við mun lægra verði en almennt gerðist, með því að lækka á þann hátt dreifingarkostnaðinn. Húsnœðismálin hafa vitanlega frá upphafi verið eitt af örðugustu viðfangsefnum KRON. Félagið hefur haft í ráðagerð að reisa í bænum stórt verzlunarhús, sem fullnægði á nýtízkuhátt öllum þörfum félagsins um alhliða verzlunarrekstur. Framkvæmdir hafa þó hindrazt af styrjaldarástæðum. Enda þótt félagið starfi að mestu leyti í leigðum húsakynnum, hefur þessum málum þokað nokkuð fram. Húseignir félags- ins eru nú þessar: Hús við Hverfisgötu 52, þar sem er vörugeymsla, efnagerð og sölubúð. Hús við Þverveg 2 í Skerjafirði. Stærsta verzlunarhúsið í Hafnarfirði, áður eign Valdemars Long, við Strandgötu 28, og búð í verkamannabústöðunum þar í bænum, við Selvogs- götu 7, og loks verzlunarhús í Sandgerði. Greinarlok. í framanbirtu máli hefir verið leitast við að veita nokkurt yfirlit um tildrög Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis, stofnun félagsins, félagsskipun, starfs- deildir og starfrækslu alla. Félagið er ungt og á vaxt- arskeiði. Eigi að síður munu samvinnumenn líta svo á, að þessi æskusaga félagsins skipi réttilega sitt rúm meðal þeirra fræðslugreina, sem „Samvinnan“ hefir frá upphafi vega sinna flutt um þetta félagsmála- starf í hinum ýmsu héruðum landsins. Saga KRON er um það sérstæð og athyglisverð, að með stofnun félagsins hefir sigur unnist á þeim vettvangi sam- vinnunnar, þar sem að baki liggja margir sorglegir ó- sigrar. Margar tilraunir hafa áður verið gerðar til neyt- endasamtaka í verzlun meðal alþýðu manna í Reykjavík, en þær hafa allar misheppnast meira eða minna og sumar þeirra hrapallega. Verður sú saga ekki rakin hér. En við yfirlit um þessi mál verður raunar vel skiljanlegt, hverskonar hindranir hafa jafnan staðið þar í vegi og orðið félögunum að fóta- kefli. Er þar fyrst að telja hina pólitísku einangrun slíkra félaga. Reykjavík hefir frá upphafi, sem aðal- innflutningshöfn og höfuðstaður landsins, verið mik- ill kaupmannabær og er það enn í dag. Kaupmanna- verzlun og sú hefðbundna og erfðfesta stefna í hátt- um og hugarfari, sem henni fylgir, hefir til skamms tíma verið nálega allsráðandi í bænum. Hinir fá- mennu flokkar manna, sem hafa reynt að brjóta þessa hefð með samtökum, hafa ekki fyr en nú borið gæfu til sigurs. Áður var getið tilraunar þeirrar, sem gerð var árið 1931 til þess að fylkja liði Framsóknar- manna og Alþýðuflokksmanna til slíkrar sóknar og hversu hún hindraðist vegna of þröngra pólitískra sjónarmiða forystumanna í Alþýðuflokknum. Önnur meginhindrun fyrri samtaka var skulda- 160

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.