Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 4
SAMVINNAN 10. HEFTI Islandskvikmynd samvinnufélaganna Nokkrir ferðapistlar, eftir Guðl. Rosinkranz. Ferðinni var heitið austur í Skaftafellssýslu til þess að sýna þar íslandskvikmyndina. Við lögðum af stað, konan mín og ég, um hádegisbil þann 26. september. í austurleiðinni ætlaði ég um kvöldið að sýna mynd- ina á Reykjum í Ölfusi. Sýndi ég hana í Garðyrkju- skólanum og var þar fullskipað. Ákveðið var að halda austur í Vík daginn eftir og sýna þar, og ætlaði ég því að gista í Hveragerði, en ekki var það auðsótt. Gisti- hús er þar ekkert, en tveir heimavistarskólar eru þar, sem stóðu þá auðir, svo að ég bjóst við að geta fengið húsaskjól í öðrum hvorum skólanum. En því fór fjarri. Skólastýra kvennaskólans var á förum um kvöldið, en formaður skólanefndarinar, kaupmaður í Hveragerði, sem lyklavöldin hafði að bamaskólanum, neitaði að lána dýnu og lök í rúmin. Ég hefði því orðið að fara til Reykjavíkur til þess að gista, því í Tryggvaskála við Ölfusárbrú var hvert rúm skipað, ef mér hefði ekki hugkvæmzt að hringja til Pálma Hannessonar rektors, sem var þá í Menntaskólaselinu í Reykjakoti, og beiðast gistingar. Þangað vorum við velkomin. Við fórum því tafarlaust fram í Menntaskólasel. Þegar við komum að ánni kom bústjóri selsins á móti okkur með lukt til þess að lýsa okkur yfir brúna og heim. í selinu fengum við hinar ágætustu viðtökur hjá Pálma rektor og frú hans. Það var einkar ánægjulegt að koma þarna, í þetta svo kallaða sel. Það er mikil bygging, tvær hæðir. Á neðri hæð er stór samkomusalur, kennslustofa, setu- stofa, stór forstofa og eldhús. Uppi eru svefnherberg- in. Eru það tveggja og fjögra manna herbergi, rúm Kirkjubæjarklaustur. fyrir 46 manns. Uppi eru og steypiböð og salerni. Allt er húsið upphitað með hverahita, og hið vistlegasta. Húsgögn í setustofunni eru einkar smekkleg og setja hlýlegan og heimilislegan svip á þessa skemmtilegu vistarveru. Það hefur kostað rektor og nemendur mikla vinnu að koma þessu myndarlega húsi upp. Mestum hluta byggingarkostnaðarins hafa nemendur safnað með sölu happdrættismiða, leiksýningum og skemmtunum, en frumkvæði að þessari byggingu og forustu um alla framkvæmd hefur Pálmi Hannesson rektor haft, og má hann og nemendur hans vera ánægðir með árangurinn, því þama er hinn ánægju- legasti dvalarstaður, hvort sem er til hvíldar eða náms- starfa. Við höfðum því miður ekki tíma til þess að dvelja lengi í selinu, því ferðinni var heitið austur í Skafta- fellssýslu. Þegar við höfðum þegið morgunverð og skoðað gróðurhúsin og búið, því rektor hefur þarna allmikinn og myndarlegan búskap, héldum við af stað austur. Ferðin til Víkur gekk prýðisvel og komum við þang- að um fimmleytið. En þar sem enginn matsölustaður er á allri leiðinni frá Ölfusárbrú vorum við matþurfi, er við komum í Vík. Var því gott að koma til Sigurjóns Kjartanssonar kaupfélagsstjóra, sem er manna gest- risnastur. Það er því óþarft að taka það fram, að þar fengum við hinar ágætustu viðtökur. Um kvöldið sýndi ég í Vík fyrir fullu húsi. Daginn eftir var ferðinni haldið áfram austur yfir Mýrdals- sand að Kirkjubæjarklaustri. Sandurinn var ágætur yfirferðar, þótt enginn sé vegurinn, og gekk ferðin greiðlega austur. Veður var fagurt og hlýtt, einn hlýasti dagur á sumrinu. Þegar við komum austur fyrir sandinn í Skaftártungumar voru gangnamenn að koma með fjárrekstur niður Tungurnar og dreifði féð sér um lyngi vaxnar hæð- irnar austan vert við Hólmsá. Það var fögur sjón. Haustlitir voru á lynginu og kjarrinu, sólin skein svo skært sem auðið er, því loftið var tært og alheiður himinn. LitSiKrúiðið var undra,vert: Rauðir, gulir, grænir, bleikir og fjólubláir litir meistaralega sam- settir. Um þessa marglitu flosmjúku breiðu dreifði sér drifhvítt féð, fór hægt og bítandi í lognblíðunni og hlýjunni. Yfir öllu hvíldi ró og friður haustsins. Það væri tilfinningalaus maður, sem ekki hefði orðið gagn- tekinn af þeirri fegurð, sem þarna bar fyrir augu. Þegar við höfðum setið þama á hæðinni við ána nokkra stund og notið þessarar óvenjulegu náttúru- fegurðar og dýrðlega útsýnis, héldum við ferðinni áfram að Flögu í Skaftártungu, en þar höfðum við pantað miðdegisverð. Framhald á 162. síðu. 152

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.