Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 14

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 14
SAMVINNAN 10. HEFTI íslandskvikm. samvinnufélagannna Framh. af 152. síðu. Maturinn var til reiðu er við komum og var vel og rausnarlega á borð borið, íslenzkur matur eins góður og hann beztur getur verið, einkar vel matreiddur. Flaga er hið mesta myndarbýli og var ánægjulegt að koma þar. Að máltíðinni lokinni héldum við ferðinni áfram austur yfir Skaftártungur og Skaftáreldahraun, sem er um 30 km. á breidd og talið vera mesta samfellda hraun í heimi, sem runnið hefur í einu gosi. Að Kirkjubæjarklaustri komum við síðari hluta dags. Það er fallegt og staðarlegt að sjá heim að Klaustri, sem stendur undir lágri hamrahlíð, sem er græn og gróin alveg upp að hamrastöllunum. Á Klaustri er vel og reisulega byggt. Þar er, auk þriggja bæjarhúsa, stórt og myndarlegt kaupfélagshús, þing- hús og svefnskáli fyrir gesti, sem að garði bera, því þar er gestkvæmt mjög á sumrum. Utar í túninu er íbúðarhús prestsins. íbúðarhús prestsins er nýbyggt, og ætti að byggja þar kirkjuna næst þegar hún verður byggð. Á Kirkjubæjarklaustri mun fyrsta kirkja á ís- landi hafa verið reist og er það óviðkunnanlegt að þar skuli ekki jafnan vera kirkja. Öll hús eru þar raf- lýst, eins og víðast i Skaftafellssýslu. Virtist ekki þörf á að spara rafstrauminn, því ljós voru ekki slökkt um hádaginn. Á Klaustri tók Siggeir Lárusson útibús- stjóri kaupfélagsins á móti okkur með mikilli gest- risni, og var einkar ánægjulegt að koma þar. Siggeir Lárusson hafði látið taka allar vörur út úr geymsluhúsi kaupfélagsis og varð það hinn ágætasti kvikmyndasalur, þegar búið var að slá þar upp hækk- andi bekkjum og gat húsið þá rúmað um 100 manns. Um kvöldið sýndi ég kvikmyndina, og voru þar um 70 áhorfendur. Var þetta í fyrsta sinn, sem kvikmynd hafði verið sýnd í Skaftafellssýslu austan Víkur, að mér var sagt, og voru því allmargir áhorfendur þar, sem aldrei höfðu fyrr séð kvikmynd. Ég held að óhætt sé að segja, að allir hafi þar haft hina mestu ánægju af sýningunni. Daginn eftir, sem var sunnudagur, fórum við af stað kl. 7 um morguninn. Ekki veitti af að taka daginn snemma, því ferðinni var heitið til Reykjavíkur um kvöldið. Kl. 7 átti sýningin að hefjast á Stokkseyri, og önnur sýning kl. 9 á Eyrarbakka. Við komum við í Vík og borðuðum miðdegisverð hjá Sigurjóni kaupfélagsstjóra, en dvöldum þar ekki að öðru leyti. En i Vík skipti um veður og fengum við úr- hellisslagviðri alla leiðina frá Vík að Stokkseyri. Ferðin gekk þó vel,og við komum í tæka tíð að Stokkseyri. Þar var fullt hús áhorfenda. Þegar ég kom að Eyrarbakka var samkomuhúsið þar alveg troðfullt, svo ég ætlaði tæpast að komast inn með sýningarvélina, svo ekki þurfti því að kvarta um að sýningin væri ekki vel sótt. Klukkan um hálf tólf var sýningunni lokið og við héldum af stað til Reykjavíkur. Þegar við vorum að fara af stað stakk kanadiskur undirforingi höfðinu inn í bílinn og bað mig að lofa sér að sitja í að Hvera- gerði. Sagðist hann hafa verið á sýningunni, en hefði fylgt stúlku heim á eftir, verið of lengi og misst af her- mannabílnum. Leyfði ég honum að sitja í, en hann sagði mér æfisögu sína á leiðinni og frá undanhaldinu frá Dunquirk yfir Ermarsund, en þar hafði hann ver- ið með. Ferðin til Reykjavíkur gekk að óskum, en þreyttur var ég eftir að hafa ekið 330 km. leið á heldur slæm- um vegi og sýnt og talað í 4 tíma ítroðfullum húsum í svækjulofti. Þessum leiðangri var lokið, og hafði, eins og sá fyrri um Norður- og Austurland, orðið mér til mikillar ánægju. Því hvað er ánægjulegra en að ferðast um hinar fögru islenzku sveitir, hitta greint og gestrisið sveitafólk, sem er boðið og búið til þess að veita manni hverskonar greiða? Ég hafði líka meiri ánægju af ferðalaginu vegna þess að mér fannst ég geta veitt fólkinu nokkra ánægju á móti með sýningu kvikmyndarinnar og jafnframt kynnt því fegurð landsins, atvinnuhætti og nokkrar merkilegustu fram- kvæmdir samvinnufélaganna. Og loks sannfærðist ég betur en nokkru sinni fyrr um fjölbreytni og fegurð íslenzkrar náttúru í litum og línum. Gl. R. Innrás í England. Vegna hinna stöSugu umræða um inn- rás Þjóðverja í England rifjast upp sag- an um tilraun, sem Frakkar gerðu til innrásar í England 20. febr. 1797 undir yfir- stjóm, Hocke hershöfðingja. Það var 4000 manna her, sem lagði af stað frá Frakk- landi. 1300 þeirra komust á land í Wales undir forystu íra, sem hét Tate, en hinir gátu aldrei komizt að landi, sökum óhag- stæðs veðurs. Af þeim frásögnum, sem til eru um atburð þenna verður ekki ljóst hvemig móttökumar hafa fyrst verið, en herinn virðist hafa verið full sigurviss, því hann mun meira hafa hugsað um að skemmta sér en að framkvæma hemaðar- aðgerðir. Rétt hjá þeim stað, sem herinn komst á land hafði nýlega strandað skip með portvínsfarmi og það notaði hinn franski her sér og drakk óspart. Þrem dögum eftir landgönguna safnaði lávarð- ur í nágrenninu nokkmm mönnum undir vopn og lagði til orustu við innrásarher- inn, sem var auðunninn, sökum þess hve dmkknir liðsmennirnir voru. Nokkrir féllu, en flestir voru teknir til fanga. Um kvöld- ið, þrem dögum eftir innrásina, undir- ritaði foringi innrásarhersins loforð um algjöra uppgjöf, á veitingakránni ,3oyal Oak“ í Fishguard. Þannig lauk þeirri inn- rásartilrauninni í England. — En nú bið- ur allur heimurinn með kvíða eftir því, Útkoma þessa heftis hefir dreg- izt vegna vöntunar á pappír. 162

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.