Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.12.1940, Blaðsíða 11
10. HEFTI SAMVINN AN kassaeftirlitsins, sem nánar verður rakið hér á eftir. Vörueftirlitið. Við hið bóklega vörueftirlit eru færð- ar tvennskonar skýrslur; önnur til skuldar hverri söludeild eða búð, hin til tekna. Hver búð færir sér til skuldar á útsöluverði allar mótteknar vörur. Þeg- ar verðbreytingar á einhverri vörutegund eru ákveðn- ar, eru birgðir þeirrar vöru taldar og mismunurinn færður búðinni til skuldar, ef verð hækkar, en til tekna, ef verð lækkar. Jafnskjótt og búð gerir inn- kaup á vöru, hvort heldur þau eru frá aðalvöru- geymslu félagsins eða annars staðar frá, sendir hún skrifstofunni innkaupsskýrslu (raport) ásamt stað- festu fylgiskjali frá seljanda. — Vörur, sem eru færð- ar milli búða, ganga aðeins gegnum vörueftirlitið, en eru ekki færðar í bókhaldinu sem kaup eða sala, þar sem slíkt myndi á óeðlilegan hátt hækka innkaupa- og sölureikning félagsins. Hér fer á eftir sýnishorn af reikningsskilum hverrar búðar, og er þar allt fært á útsöluverði: Til skuldar: Byrjunarbirgðir ....................... kr. 51.572.77 Innkaup ............................... — 40.783.81 Vörur frá öðrum búðum .............. — 1.218.29 Verðhækkanir .......................... — 130.80 kr. 93.705.67 Til tekna: Vörusala: ............................. kr. 49.387.62 Skilað til seljanda ................... — 513.29 Vörur til annara búða .............. — 702.43 Verðlækkanir .......................... — 324.73 Afsláttur ............................. — 56.16 Lokabirgðir samkv. talningu............ — 41.866.17 Rýrnun ................................ — 855.27 kr. 93.705.67 Vörutalning í búðum er gerð að minnsta kosti tvisvar á ári hverju. Þess á milli eru vörubirgðir áætl- aðar samkvæmt vörueftirlitinu. — Talið er, að vöru- rýmun sé óhæfilega mikil, ef hún fer fram úr 2%, og er þá talið að nýju, vörutalning látin fara fram mán- aðarlega, þar sem slíkt á sér stað, og aðrar nauðsyn- legar ráðstafanir gerðar, þangað til leiðrétting fæst og rýrnun er komin í eðlilegt horf. Vörueftirlitið er sjálfstæður hluti bókhaldsins, með því að allar vörur söludeildanna eru færðar á útsölu- verði. Aftur á móti eru birgðir í aðal-vörugeymslu (lager) færðar á innkaupsverði, og viðskipti búðanna við hana fara fram á sama hátt og við hvern annan óviðkomandi seljanda. Sérstök birgðaskrá er færð í aðalvörugeymslu, og sýnir hún á hverjum tíma, hversu Fulltrúar Kaupfélags Reykjavíkur og nágrennis. Ólafur Þorsteinsson, Jón Einarsson, Guðmundur Tryggvason og Hermann Á. Hermannsson. mikið á að vera til af hverri vörutegund fyrir sig. — Vörutalning í aðalvörugeymslu er gerð um hver mán- aðamót. Kassaeftirlitið. Allar vörur, seldar einstökum við- skiptamönnum, eru greiddar við móttöku. Vörusalan öll er stimpluð í kassa og viðskiptamönnunum af- hent kassakvittun um leið og viðskiptin fara fram. Að kvöldi hvers dags er yfirliti kassans, ásamt inn- komnum peningum, skilað til skrifstofunnar, en búð- in færir dagssöluna inn á þar til gert eyðublað (,,kassauppgjör“), sem við lok hvers mánaðar á að standa heima við sölureikninginn. — Sé vörum skil- að, kvittar kaupandi á kassakvittunina og fær and- virðið endurgreitt. Þessar kassakvittanir eru síðan sendar skrifstofunni og þar færðar búðinni til frá- dráttar á sölureikningi við lok hvers mánaðar. — Fer hér á eftir sýnishorn af mánaðarskilagrein búðar til skrifstofunnar. Sala í mánuðinum ................. 1.000.00 Stimplað i kassa ................. 1.100.00 -f- útstimplanir .................... 90.00 Á að skila ....................... 1.010.00 Áfátt ............................ 10.00 Kr. 1.010.00 1.010.00 Sérhver söludeild kemur út með heildarviðskipti gagnvart skrifstofunni, án tillits til vöruflokka. — Skrifstofan fiokkar söluna alla eftir tegundum vara, og er heildarreikningur færður yfir sölu hverrar vörutegundar. Hver afgreiðslumaður í búð hefir sína sérstöku skúffu í kassa, og veitir kassinn þannig yfirlit um 159

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.