Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Side 5

Samvinnan - 01.04.1948, Side 5
PUB í STOKKHÓLMI i AHORNINU á Kungsgatan og1 Drottninggatan stendur eitt aJ stærstu og þekktustu vöruhúsum Stokkhólmsborgar. — Það er PUB, serr j nú er í eign stærsta kaupfélags lands ins, Konsum í Stokkhólmi. Nafnið' PUB er jafngamalt verzluninni, en hún var áður einkafyrirtæki, sem ■ stórkaupmaður, að nafni Paul U I Bergström, átti. PUB er því skamm- stöfun á nafni þessa fyrsta eiganda. Árið 1935 keypti samvinnusam- bandið sænska, K. F., PUB, en á árinu* 1945 urðu eigandaskipti, því að þál keypti Konsum í Stokkhólmi fyrirtæk-1 ið og rekur það síðan. I PUB er, eins og áður er sagt, eitt al! glæsilegustu verzlunarhúsum Stokk ' hólms. — Þar er hægt að fá ótrúlegal margvíslegan varning í sama húsinu. Séð inn í verzlunarlnis PUB. Vörunum er raðað niður í deildir, og eru þær á 6 hæðum auk kjallara, en í honum er sérstök deild kölluð PUB- MAN, en þar er eins konar bazarfyr- irkomulag og fjarskalega ódýrt að verzla. Hreyfanlegur stigi flytur viðskipta- vinina bæði upp og niður, og lyftur og önnur þægindi flýta fyrir af- greiðslu. Á efstu hæð er matar- og kaffisala og garður uppi á þakinu, svo að við- skiptavinirnir geti fengið sér göngu- <-------------------------------------- Stórhýsið á gatnamótum Kungsgatan og Drottninggatan. ferð og frískt loft á milli þess, sem þeir verzla. Á sérstökum stað er hægt að fá upp- lýsingar um alla hugsanlega hluti, bæði viðvíkjandi vörum og verzlun- inni sjálfri og eins ótalmörgum óvið- komandi málum. Aðal-auglýsing verzlunarinnar er á þessi leið: „Det finns hos PUB“ og margar auglýsingar munu vera ósann- ari en þessi, því að það er ekki margt af vörum, sem er á markaðnum yfir- leitt, sem ekki er að finna hjá PUB. Mjög er kappkostuð vöruvöndun og smekkvísi, enda ljúka allir upp einum munni um það, að hjá PUB sé að fá góða vöru fyrir sanngjamt verð. Vörusala PUB árið 1946 var um 50 milljónir króna (sænskar kr.). 5

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.