Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Page 6

Samvinnan - 01.04.1948, Page 6
Mynd Vigelands af Agli Skallagrimssyni. NORSKI SNILLINGURINN GUSTAV VIGELAND Nokkrir þættir um ævi tians og Jist Eftir Loft Guðmundsson USTAV VIGELAND fæddist 11. apríl 1869. Foreldrar hans áttu þá heima skammt frá Mandal. Eöðurkyn hans var frá ströndinni, úr sjávarþorpunum við Líðandisnes. Þeir forfeður hans ólust upp við erfið lífsskilyrði og harða baráttu við hrann- ir og storma. Skapgerð þeirra bar og merki þeirrar baráttu. Þeir reyndust margir dugandi menn og harðskeyttir, en geðríkir, og sumir ofsafengnir. Hag- ir voru þeir í höndum, lögðu margir stund á trésmíðar og þá iðn stundaði faðir Gustavs alla ævi. Móðurfaðir Gustavs bjó í grennd við Mandal, á nýbýli, er liann hafði sjálf- ur reist. Nefndi hann býlið Vigeland. í æsku dvaldi Gustav oft lengi eða skemmri tíma hjá þessum afa sínum, og síðar, þegar faðir Gustavs missti heilsuna, fluttist öll fjölskyldan þang- að. Unni Gustav afa sínum mjög, og nefndi sig síðan eftir bænum, Vige- land. Þessi afi hans var sæmdarkarl. Geð- prúður, sístarfandi, vandaður til orða og verka og reglusamur í hvívetna. Hagleiksmaður var hannoglisthneigð- ur. Fórust Gustav Vigeland sVo orð um hann látinn: „Hvergi undi eg mér betur en í ná- vist afa. Hann var skurðhagur með af- brigðum og beitti tálguhníf sínum með meiri hraða og leikni, heldur en eg hef séð nokkurn annan gera. Er fað- ir rninn vann að smíðum, skorðaði hann jafnan efniviðinn fastan á hefil- bekinn, og beitti tækjum sínum með báðum höndum. Afi minn fór öðru- vísi að. Hann hélt smíðaviðnum í vinstri hendi og beitti tálguhníf sín- um með þeirri hægri. Tréskurður lians var næsta einfaldur að stíl og frumstæður, en ævaforn að uppruna. Vart kom fyrir, að hann notaði önnur tæki við smíðar en tálguhníf sinn, og eingöngu voru það búsáhöld og am- boð, sem hann smíðaði og skreytti, en slíkt var handbragð hans, að hver hlutur, sem hann gerði, varð listaverk í sinni röð. Ljáir, sem hann smíðaði, bitu öðrum ljáum betur. Jafnvel þótt viðfangsefnið væri ekki stórbrotnara en það, að tinda hrífu, bar gerð tind- anna ótvírætt vitni hagleiks hans og snilli." Heima á Vigeland kynntist Gustav starfselju, ró og reglusemi. Hjá for- eldrum hans var heimilisbragurinn annar, og réði því geðofsi föður hans og skapbrestir. Lætur að líkum, að ekki hafi sá heimilisbragur haft heilla- vænleg uppeldisáhrif á viðkvæmt og skapríkt barn eins og Gustav. Faðir hans var heittrúarmaður, þjáðist oft af bölsýni og örvæntingu og var þá talfár og umgengnisörðugur. Hvað eftir ann- að heriti það, að trúaröfgar hans og of- stæki bitnaði á sonum hans. Seair Gustav sjálfur svo frá, að einu sinni lágu þeir bræður í hvílum sínum, árla föstudagsins langa og voru þeir þá á barnsaldri. Réðist þá faðir þeirra inn í herbergjð, svipti af þeim sængurföt- tun og náttklæðum og tók að húð- 6

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.