Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Page 7

Samvinnan - 01.04.1948, Page 7
strýkja þá. Báru þeir það illa, sem von- legt var, en hann kvað skylt að minn- ast pínu frelsarans þennan dag og lék þá hart. Síðar gerðist faðir þeirra frjáls- hyggjumaður, en ekki rénuðu öfgar hans fyrir það og lézt hann þá hvorki óttast guð né djöfulinn. Vínhneigður var liann og nokkuð, og má nærri geta, að ekki dró það úr ofsa hans. Móðir Gustavs var kona geðprúð og viðmótsþýð og lagði hann á hana ást- ríki mikið. Hún var listhneigð eins og faðir hennar, og þóttu hannyrðir henn- ar fagrar með afbrigðum. GUSTAV VIGELAND taldi sig hafa þegið flesta þætti skapgerðar sinnar úr móðurætt, og þá einnig þá hæfileika, er gerðu hann að stórbrotn- asta, og að vissu leyti sjálfstæðasta lista- manni Noregs á sviði höggmyndalist- ar. Taldi hann sig einkum hafa þegið hvort tveggja að arfi frá afa sínum, gamla bóndanum að Vigelandi, en honum vildi hann jafnan líkjast. Verður því og ekki neitað, að svipað- ur gerðist Vigeland honum í mörgu, er hann þroskaðist og varð stöðugri í rásinni, og má benda á reglusemi hans og frábæra starfselju sem dæmi þess. Hins vegar er sennilegt, að einmitt þeir þættir skapgerðar hans, er vafa- laust voru arfur úr föðurætt, taum- laust ímyndunarafl, geðríki og ástríðu- hiti, hafi einmitt ráðið mestu um það, að hann varð svo stórbrotinn í list sinni. Veturinn 1882 fluttist Gustav með móður sinni og bræðrum til afa síns að Vigelandi. Heilsu föður hans var þá tekið að hnigna, og skömmu síðar fluttist liann einnig að Vigelandi. Það segja Mandælir, þeir er muna Gustav Vigeland sem barn, að snemma hafi hann verið dulur og einrænn og lítt hneigst að háttum jafnaldra sinna. Móðir hans reyndist öðrum skyggnari á hvað með honum bjó; hún gaf hon- um blýanta og pappírsblöð og undi hann sér löngum við að draga myndir og rissa, er jafnaldrar hans og bræður voru að leikjum úti við. í barnaskól- anum vakti dráttlistargáfa hans athygli kennaranna, og lét einn þeirra svo um mælt, að ekki kæmi sér á óvart, þótt þessi drengur ætti eftir að vinna afrek á því sviði. Þá spá taldi Vigeland hafa aukið sér kjark síðar og það er mest „ÚtskúCun". Höggmynd eftir Vigeland. reið á. Getur hann þess í kveðju, er hann reit á bók, sem hann færði þess- um kennara sínum öldruðum að gjöf, og munu þeir báðir hafa álitið, að spá- dómurinn væri frarn kominn. Skammt frá Vigeland bjuggu feðgar tveir, er lögðu stund á tréskurð. Gust- av, sem nú var kominn á fermingarald- ur, gerðist tíður gestur á vinnustofu þeirra, sat þar lengi dags og tegldi og skar margan góðan grip. Að lokumu tók hann að skera myndir úr viði, kuflklædda lappa og hreindýr. Einu sinni bar svo við, að sonurinn tók hreindýr, sem Gustav hafði skorið, sýndi föður sínum og liafði orð á, að þar væri allfagur gripur. Sá gamli sagði fátt, en næst þegar Gustav heim- sótti þá feðga, var viðmót þeirra breytt, og létust þeir þá hvorki geta látið honum í té efnivið eða tæki. Ekki verður með vissu sagt, hvort þessi atburður hefur orðið til þess, að Gustav tók að fýsa að heiman til náms, en skömmu eftir fermingu lians fór faðir hans með honum til Kristjáns- sands og kom honum fyrir hjá mynd- skera einum, T. C. Fladmoe að nafni. Ekki varð námsdvöl hans löng í það skiptið. Setti óyndi að honum, er faðir hans bjóst til heimferðar, og urðu þeir samferða lieim. Ekki hafði Gustav samt lengi heima verið, er honum varð ljóst, að þar mátti hann ekki lengi una. Útþráin og námslöngunin léðu honum enga ró, og svo fór, að 7

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.