Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Side 10

Samvinnan - 01.04.1948, Side 10
Fundurinn á Arnhólsstöðum i Skriðdal heimafólki. Við spjölluðum saman lengi næt- ur. Þar var glatt á hjalla og „laungum hlegið hátt, hent að mörgu gaman“. Sigríður hús- freyja bar okkur góðgerðir æ ofan í æ, og það væri synd að segja, að hún teldi sporin. Hvort tveggja var, að þeir bræður, Bergur og Þorsteinn, eru hrókar alls fagnaðar, enda lét gamli maðurinn, Hallgrímur, ekki sitt eftir liggja um gamanefni og fróðleik. Sérstaka kátínu vakti oft viðureign hans og Þorsteins. Var af beggja hálfu alið á góðlátlegri ertni, sem fæddi af sér græskulaust gaman. Og minnisstæður er mér Bergur fyrir allan þann sæg kýmnisagna, er frá honum streymdi í notalegri frásagnargleði. Þannig liðu öll kvöldin á Ketilsstöum. Fyrir þau er ég þakk- látur. Og ég vil taka mér í munn orð Þór- bergs Þórðarsonar um hús þeirra Schiöts- hjóna á Akureyri: „Þar var mér hver dagur sem dýrleg jól.“ NÆSTIJR á dagskrá var Valladeildarfund- urinn. Hann var haldinn á Ketilsstöð- um. Deildarstjóri þar er Benedikt Guðnason í Asgarði. Hann er bróðir þeirra Stóra-Sand- fellsbænda, mikill dugnaðarmaður. Margir tóku til máls, þótt ég kunni ekki að nel'na alla þá heiðursmenn, frekar en annars staðar en meðal þeirra voru Hallgrímur og bræður Þorsteins, þeir Bergur og Pétur á Egilsstöð- um. Sérstaklega er sá síðast nefndi mér minn- isstæður frá fundinum. Pétur er eldheitur og frjálslyndur samvinnumaður og talaði af brennandi áhuga. Sunnudaginn 11. maí var yndislegt veður; sólskin og blíða. Héraðið glampaði í geisla- broti Lagarfljóts. Þá héldum við fund að Strönd, fyrir kaupfélagsmenn í Skógadeild. Þar búa ung, myndarleg hjón. Einhvern veginn gleðst maður í lijarta sínu, þegar slíkt ber fyrir augu, því það þarf enga of- stækisfulla „dreifbýlismenn“ til þess að við- Fundargestir að Ketilsst. i Hjaltast.þinghá 10 urkenna þá staðreynd, að sorglega óvíða er úngt fólk að verki til sveita og alveg sér- staklega í öndvegi, sem ábyrgir aðilar fyrir gangi lífsins í önn dagsins. Þess vegna er það eins og að líta „sólskinsblett í heiði" að verða var við afbrigðin frá reglunni. Með okkur komu sem gestir á Strandar- fundinn þeir Hallgrímur á Ketilsstöðum og Pétur á Egilstöðum, og voru meðal ræðu- manna í allfjörugum umræðum, sem spunn- ust vegna minniháttar viðfangsefna þá. Með- al fundarmanna á Strönd var líka séra Pét- ur Magnússon í Vallanesi, og tók mikinn þátt í fundinum bæði sem ritari og ræðu- maður. Fékk eg enn staðfestingu á því, setn eg vissi raunar áður, hversu frábærlega máli farinn hann er .Til gamans -— en ekki sem dæmi um mælsku séra Péturs — get eg þess, að eitt orð hans í sambandi við upprisu þorpsins á Gálgaás við Egilstaði, stendur mér fyrir hugskotssjónum sem sérstaklega lifandi og litríkt orð: Bráðanýsköþun. Það liefi eg aldrei lieyrt eða séð úr annars manns munni eða penna á þessum annars nýyrð- anna tímum, hvorki fyrr né síðar. Að kvöldi þessa drottins dags höfðum við Þorsteinn lokið fundarhöldum á ofanverðu Eljótsdalshéraði. Á mánudag mættum við svo til fundar að Ketilsstöðum í Hjaltastaða- þinghá. Þegar kemur þarna niðureftir blasa við í norð-austurátt Dyrfjöllin frægu. Þau gnæfa yfir, fögur og tilkomumikil, eins og nokkurs konar sameiginlegt héraðseinkenni fyrir nærliggjandi sveitir. Bærinn á Ketilsstöðum er úr steini að mestu, en gamall og hálfilla farinn. Oll ber þó umgengnin vott um snyrtimennsku og þrifnað. Og nú hafði bóndinn, Björn Gutt ormsson, deildarstjóri Hjaltastaðadeildar K. H. B. — í hyggju að byggja nýtt íbúðarhús, þrátt fyrir það, að veikindi höfðu þrálát- lega herjað að honum, og má vera að liúsið hafi risið af grunni, er þessar línur birtast, þótt mér sé ekki kunnugt um það. Það eitt bar til tíðinda í sambandi við Hjaltastaðadeildarfundinn, að mér barst kveðja frú ungri stúlku, er eg hefi aldrei augum litið. Eins og gefur að skilja, var sú kveðja ekki persónulegs eðlis, heldur mál- efnaleg. Veit eg nú, að stúlkan er mesti forkur og brennandi í andanum. Hún er samvinnumanneskja af lífi og sál og sýndi það í verki þarna, með kaupum á skulda- bréfum Framkvæmdasjóðs SÍS. SÍÐLA DAGS, að loknum fundi, sem reynd- ist annar sá fjölmennasti, þótt haldinn væri í lítilli baðstofu, héldum við af stað og nú á ný til upphaflega gististaðarins, Egilsstaða. Þaðan var svo farið um hádegis- bil næsta dag til 7. fundar, að Straumi í Hróarstungu. Tungan, eins og hún er oft- ast kölluð, er landsspildan milli Lagarfljóts að sunnan en Jökulsár að norðan. Deildarstjóri í Tungudeild er Tómas bóndi Vensberg í Straumi. Hann er þétt- vaxinn dugnaðarmaður, mjög samvizkusamur og má ekki vamm sitt vita í neinu. Ekki voru margir fundarmenn mættir á til- settum tíma og gafst því tóm til að litast um í góða veðrinu. Undir eins og mér varð það Fundarfólk að Grófarseli á að spyrja um Lagarfoss, sem eg hafði aldrei séð, en kortið gaf til kynna að væri i ná- grenninu — sýndi Tómas mér þá einstöku góðvild að bjóða mér hest og mann til fylgdar út að fossi. Varð af þessu hin á- nægjulegasta ferð fyrir mig. Það var gaman áð ríða niður með fljótinu og m. a. sjá gamla dragferjustaðinn með tilheyrandi út- búnaði, þótt nú sé úr sér genginn. Fossinn sindraði í sólskininu. Við sáum greinilegi laxastigann, sem var gerður um árið, en deilt hefir verið um, hvort hafi orðið að nokkru gagni. Þegar við komum til baka, var fundurinn nýbyrjaður. Hann varð ekkert sögulegur og héldum við Þorsteinn til baka eftir að hafa fyllt okknur af íslenzku kjarnmeti af borð- um þeirra Straumshjóna. Áður en við lögð- um af stað, varpaði Þorsteinn fram því áliti sínu á reiðmennsku minni, að greinilegt liefði verið, að eg vissi varla, hvað væri aftur og livað fram á liesti! Þótti mér þetta háðu- lega mælt, en viðurkenndi hins vegar, að vneðan við hesturinn vorum að kynnast, hefði kannske ekki legið í augum uppi, hvorn endann honum var eiginlegra að hafa á undan! Miðvikudaginn 14. maí beið okkar ferð út í Jökulsárhlíð. Á leiðinni þangað eru Fossvellir, skammt fyrir norðan brúna á Jökulsá. Þar á Kaupfélag Héraðsbúa slát- urhús og fleiri byggingar, sem eg skoðaði. Liggja þær á norðurbakka Laxár, rétt ofan við brúna. Er gaman að sjá fossana fyrir ofan bæinn, þar .sem þeir breiða úr sér á allstóru svæði og mynda eins konar mis- þykkar slæður. Ur þeim fær nú kaupfélagið orku til starfsemi sinnar þarna á árbakk- anum. Stutt bæjarleið er til Hrafnabjarga. Þau eru ein allra bezta útbeitarjörð í Jökuls- (Framhald á bls. 25.) Fundargestir að Breiðavaði

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.