Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 11
Minnzt Einars Árnasonar
EGAR VIÐ HEFJUM hér £und að þessu
sinni, finn ég, að helgi minninganna
fyllir þennan sal, og fer það að vonum.
Liðið starfsár hefir reynst Iíaupfélagi Ey-
firðinga meira mannskaðaár á starfsliði fé-
lagsins en nokkurt annað ár í sögu þess, svo
mér sé kunnugt.
í einu höggi féllu fyrir sigð dauðaus þrír
ungir starfsmenn félagsins, í flugslysinu
mikla 29. maí s.l. Starfsmenn, sem <u>.'st
gegndu eða voru að taka við trúnaðarstirii,
og félagið hafði rniklar vonir við tengt. Við
hörmum ótímabæran dauða þessa unga fólks
og við minnumst þess nú með þakklæti fyrir
vel unnin störf og trygga fylgd.
Við höfðum vonað að félagið hefði goldið
dauðanum fullan skatt og bikarinn væri nú
barmafylltur. Svo átti þó ekki að reynast.
Hér skyldi meira afhroð goldið.
Þann 14. nóv. s.l. flutti sími og útvarp þá
döpru frétt út um byggðir þessa lands, að
Einar Arnason frá Eyrarlandi, formaður
Kaupfélags Eyfirðinga og formaður Sam-
bands íslenzkra samvinnufélaga, væri dáinn.
Sá vábrestur lieyrðist um land allt, og þótti
mikill. Skarð var orðið fyrir skildi, er erfitt
yrði að fylla, og mun svo reynast.
Þá frá er tekið ættlið Einars og nánustu
ástvinir, var næst höggvið Kaupfélagi Eyfirð-
inga, sem notið hafði þessa mæta manns sem
formanns síns óslitið um fast að 30 ára
skeið, og skipað hafði það sæti með þeirri
sæmd og ágætum ,sem bezt getur.
Eyfirðingar bæði elskuðu og virtu Einar
Árnason. Treystu honum umfram aðra menn
og beittu honum fyrir sig umfram aðra menn.
Og hann brást aldrei traustinu. Hvorki á
sviði landsmála, samvinnumála eða vináttu-
mála.
TTI EG AÐ EINKENNA Einar Árna-
son og lífsstarf hans með einhverju sér-
stöku, mundi ég hiklaust svara hversu ham-
ingjudrjúgur hann var.
Þó ég viti, að hver er sinnar eigin gæfu
smiður og þá Einar, sem aðrir menn, get ég
ekki varizt þeirri hugsun, að honum hafi
hamingjan í vöggugjöf gefin verið, svo trygg
sem hún reyndist honum í lífinu og síðast á
banastundu.
Þessa óbrigðulu hamingju flutti hann með
sér yfir á Kaupfélag Eyfirðinga. Félagið, sem
hann elskaði, og trúði á umfram allan annan
félagsskap. Enda seitlaði hún í gegn um öll
hans störf, kom alls staðar fram, en ekki hvað
sízt í því, sem var svo örlagaríkt fyrir félagið.
Hamingjusamt val hans á forystumönnum
fyrir framkvæmdum í félaginu. Og hvað var
svo eðlilegra en að samvinnufélag, sem Einar
veitti forstöðu sem formaður, blómgaðist
eins og Kaupfélag Eyíirðinga vissulega hefir
gert. Því fái ég skilið hugsjón samvinnufé-
lagsskaparins rétt, fæ ég ekki betur séð, eri
Einar hafi verið samvinnufélagshugsjómn
Þegar aðalfundur Kaupfélags
Eyfirðinga var settur, hinn 19.
apríl s.l., minntist formaður fé-
lagsins, Þorarinn Kr. Eldjárn,
hins látna forustumanns sam-
vinnumála í Eyjafirði, og raun-
ar alls landsins, Einars Árnason-
ar á Eyrarlandi, er lézt í nóvem-
ber 1947. Aðalfundurinn sam-
þykkti einróma þá ákvörðun
stjórnarinnar, að stofna sjóð til
minningar um Einar. Var stjórn
félagsins falið að setja sjóðnum
reglugerð. Orð Þórarins Kr. Eld-
járn fara hér á eftir:
lioldi og lífi gædd. Háttvís, prúður og hógvær.
En þó öruggur, fastur og ákveðinn, leitandi
í hverju máli þess, sem hann taldi rétt og
drengilegt. Unnandi hverjum manni og máli
fulls réttlætis.
Svona var Einar Árnason, og svona voru
öll hans vinnubrögð hvar sem hann kom að
málum, og það var víða. Þessa staðreynd ját-
uðu skoðanalegir andstæðingar hans, og hvað
þarf þá frekari vitna við?
VIÐ MINNUMST því í dag óvenjulega
glæsilegs foringja og góðvinar. Við finn-
um glöggt og sárlega hvað mikils við höfum
misst við fráfall hans. En við beygjum okkur
í þögn fyrir því lögmáli alls lífs, að „eitt sinn
skal hver deyja“. En við gleðjumst og erum
stoltir af að hafa átt hann, slíkur sem hann
var. Það er vissulega ætíð tregaléttir að trega
góðan dreng og minningarnar um slíka menn
eru perlurnar í lífsins festi.
En svo minnumst við þá Einars Árnason-
ar bezt og helzt við hæfi, að við horfum ör-
uggir fram á leið, glaðir og reifir. Að við
höldum merki Kaupfélags Eyfirðinga hátt á
lofti, hreinu og drengilegu. Að við höldum
tryggan vörð uin samvinnufélagshugsjónina
í þessu landi. Gerum við svo, mun gifta fylgja
starfi.
Það væri óhæfa frá minni hendi ef ég
gerðist svo djarfur að leiða fram dæmi úr
lífi Einars til sönnunar því, sem ég hefi hér
sagt. Það væri ókurteisi við ykkur, félagar
góðir. Þið þekktuð hann allir og vitið því,
að hér er ekki eitt orð ofsagt, en flest ósagt
af öllu því, sem maklegt hefði verið að benda
á í hinu margþætta, hamingjuríka lífsstarfi
Einars, en hér skal þó staðar numið.
Aðeins einu vil ég við bæta. Einar Árnason
kunni þá list, sem ei list allra lista, að lifa lífi
sínu svo, að hann „látinn lifir.“
Hann lifir í Kaupfélagi Eyfirðinga og mun
lifa um langt skeið. Andi hans mun svífa þar
á Eyrarlandi
yfir vötnunum og hans verða minnst er fél-
aginu ríður mest á, og þá er bent skal á glæsi-
lega merkisbera þessa félagsskapar.
Ætti ég því á þessari stundu að biðja
Kaupfélagi Eyfirðinga einhverrar hollbænar,
mundi ég óska þess, að sú hamingja, sem
fylgdi Einari Árnasyni í formannssæti, mætti
arfgeng verða til hvers þess manns í nútíð
og framtíð, sem fer með formennsku þessa
félagsskapar. Og ég trúi því, að sú bæn verði
heyrð.
Nafn Einars Árnasonar er letrað logaletri
í sögu Kaupfélags Eyfirðinga og íslenzkra
samvinnumála. Hans verður því minnzt á
meðan sú saga verður lesin.
Hlýr og þakklátur hugur okkar fylgir hon-
um því út yfir landamæri lífs og dauða.
Vörpum því þakklæti okkar á vængjum
hugans á öldur Ijósvakans í þeirri trú, að sá
reginmáttur, sem þakklátur góðhugur á yfir
að ráða, megni að brjóta því þakklæti leið
til þeirra burtförnu vina okkar, hvar sem þá
kann að vera að hitta í ríki Drottins og kann-
ske eru þeir nær en við hyggjum, og væri
gott til þess að hugsa.
Eg bið ykkur að minnast þeirra á hljóðan
en táknrænan hátt, með því að rísa úr sæt-
um.“
Verður fundi ICA í Prag frestað?
Ákveðið hafði verið að næsti fundur Al-
þjóðasambands samvinnumanna skyldi hald-
inn í Prag á þessu sumri, til heiðurs \’ið sam-
vinnuhreyfinguna í Tékkóslóvakíu, sem á
100 ára afmæli um þessar mundir. Nokkur
vafi mun nú leika á því, að úr þessu verði.
Málgagn norsku samvinnuhreyfingarinnar,
„Kooperatören" skýrir þannig frá nú nýiega:
„Samvinnustefnan grundvallast á lýð-
ræði og stjórn fólksins og er andstæ5 hvers
konar einræði. Aí þessum ástæðum hötum
vér með hryggo hlustað á fréttirnar aí
atburðunum i Tékkóslót akíu nú fyrir
skömmu, sem dauði Masaryks varpaði
skæru Ijósi á. Tékkóslóvakía hefur lengi
átt öfluga og vaxandi samvinnuhreyfingu
Hún getur minnzt 100 ára afmælis síns, a
þessu ári og í tilefni þess var ákveðið að
næsta þing Alþjóðasambands samvinnu-
manna skyldi haldið í Prag í haust. Það
má nú teljast mjög vafasamt, að úr þessu
verði. Það fer eftir því, hvort samvinnu-
hreyfingin hefur haldið frelsi sínu og
sjálfstæði, en það er lífsskilyrði fyrir allt
samvinnustarf. Við bíðum sannra fregna
um þessi atriði.“
LJÓSMYNDIR í ÞESSU HEFTI:
Forsíðumynd og myndir frá Skriðu og
Fornhaga eftir Mark Watson. Myndin frá
Fljótsdalshéraði eftir Baldvin Þ. Krist-
jánsson. Aðrar myndir lánaðar af ýmsum
aðilum.
11