Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Síða 16

Samvinnan - 01.04.1948, Síða 16
Gróðrarmoldin hefur sýnt mátt sinn - en þjóðin trúir ekki Ef feður okkar hefðu allir átt bjartsýni Þorláks í Skriðu, mundu fagrir skógarlundir við hvern bæ ( Skógarlundurinn i Skriðu í Hörgdrdal. frdn gróðurselt 1S20—1S50. Myndin tek.n 193S. ARIÐ 1862 ÁTTI 15 ára unglingur leið um Akureyri til vinnumennsku austur í Bárðardal. Vagga hans hafði staðið í skag- firzkum kotbæ, sem nú er löngu kominn í eyði. AkureyTÍ var um þetta leyti lítið þorp og ósjálegt, en þó hefur hinn umkomuhtli unglingur sjálfsagt séð þar margt, sem var nýstárlegt fyrir hann. Tvennt mundi hanit til æviloka. Meira en hálfri öld síðar ritaði hann kunningja sínum á þessa leið: „. . . . Á flutn- ingunum norður í Bárðardal sá eg tvennt nýstárlegt á Akureyri, það var reynitréð -- og svín, sem Möller kaupmaður átti. Svínið var nú svona og svona, eins og guð haíði gert það, en reynitréð svo minnisstætt, að eg var að reyna að spyrja það uppi 1917, sakn- aði þess, en var sagt, að það hefði farist í bæjarbruna þar fyrir nokkrum árum. .." Þessi unglingur, sem varð svo mikið um að sjá al-laufgað, fagurt og limamikið tré í fyrsla sinn, var Stephan G. Stephansson, hið þjóÖ- 16 fræga Klettafjallaskáld. Reynitré það, sern vakti ímyndunarafi hans, og umhugsun um gróðrarmátt íslenzkrar moldar, fórst i b.æj- arbrunanum mikla á Akureyri 1901, en minn ingin um það lifði í huga þessa ágæta íslenrl- ings til hinztu stundar. EF STEPHAN G. STEPHANSSON hefði staldrað við i Skriðu í Hörgárdal á leið' sinni úr Skagafirði til Bárðardals, hetði þar blasað yið augum hans mörg reynitré, hávax- in með gildum stofnum, sem eldri voru og markverðari en Akureyrartréð. Mei.vt er S0 árum áður en hann kom til Akureyrar, og röskum 15 árum áður en hann leit ljós þessa heims, voru gróðursettir þar reyniviðarkvistir af þeim feðgum Þorláki Hallgrímssyni bónda í Skriðu og Jóni Kjærnested syni hans. Þau tré munu vera fyrstu tré, sem gróðursett voru lieima við híbýli manna á Norðurlandi. Um uppruna þeirra kernur kunnáttumönnum ekki saman. Telja sumir, að rótarsprotar hafi verið sóttir til hinnar fornu og bjóðfræg't hríslu, sem öx villt í Möðrufellshrauni í Eyjafirði, er kölluð var „meiðurinn helgi“, en aðrir, að þeir feðgar hafi sótt græðlinga í reynihríslur, er uxu villtar i Gljúfragili sunnan við Fornhaga, en þar heima gróður- setti Björn Þorláksson, sonur Þorláks i Skri>vu, líka tré um líkt leyti, eða á árabilinu 1820— 1830. En þótt Stephan G. Stephanssoii liti aldrei þessi tré, hafði annað skáld gci'gið um hlaðvarpana í Skriðu og Fornhaga og Iitið eftir þroska hins unga gróðurs. Það var jónas Hallgrímsson. Segir hann frá því í dagbók sinni, frá 1839, að hann sé hinn þroskavæn- legasti. Það þurfti því ekki að líða fram til ársins 1862, er hið verðandi Klettafjalláskáld kom til Akureyrar, til þess að fá sönnun iyr- ir því, að grózkumikill trjágróður getur þrif- izt svo að segja hvar sem er heima við bæi og víða úti um hagann í nyrztu byggðum lands-

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.