Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 19

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 19
Svipir sam tíðarmanna: CLIY breytti ásjónu Þýzkalands. EGAR CLAY hershöfðingi lagði af stað frá Bandaríkjunum til Þýzkalands, til þess að taka þar við lierstjórnarstörfum árið 1945, lét hið kunna blað, Washington Post, svo ummælt: „Hinar agætu gáfur Clays hers- höfðingja njóta sín betur við þýzk við- íangsefni en bandarísk. Ástandið í Þýzka- landi þarfnast cinbeitts stjórnanda.“ All- löngu síðar komst brezkur embættismaður í Þýzkalandi svo að orði, eftir langan samn- ingafund um málefni hernámssvæðanna: „Hann lítur út eins og rómverskur keisari og leikur hlutverkið sterkt!“ Það væri þó misskilningur að taka þessi ummæli sem mat á pólitísku viðhorfi hershöfðingja'ris. Fáir núlifandi stjórnmálamenn munu hafa meir óbeit á einræði en einmitt liann. Hann er kominn af blóðheitum Suðurríkjamönn- um. Faðir hans var senator á cndurreisnar- tímabilinu eftir þrælastríðið. Sonurinn fékk í erfðir djúpstæða trú á ágæti hins lýðræðis- lega þingræðisfyrirkomulags af amerískti tegundinni, og með þessari trú, sterka and- úð á samdrætti hins stjórnarfarslega valds í einum miðpunkti. Heima fyrir barðist liann fyrir auknu valdi liinna einstöku ríkja og gegn auknu valdi sambandsstjórnarinnrr í Washington. Hvort tveggja þessar skoðanir hafa sett mikinn svip á störf hershöfðingjans í Þýzkalandi. EN HINN næsta sess við hlið hinna lýð- ræðislegu skoðana hershöfðingjans, skipar agasöm skapgerð og teknískur hugs- unarháttur. Þeir, sem kunnugir eru stjórn- háttum hans í Þýzkalandi, lialda því fram, sumir hverjir, að hann meðhöndli sköpun lýðræðisríkis í Þýzkalandi eins og verkfræði- legt viðfangsefni, þar sem liann sjálfur á ið ráða útreikningunum. Tilraunirnar til þess að leysa þetta viðfangsefni, hafa verið stór- merkilegar og þær hafa tekizt að nokkru leyti. Þé> er ennþá of snemmt að fella endan- lega dóma um það. CLAY HERSHÖFÐINGI er herverkfræð- ingur að menntun. Á stríðsárunum var hann um tveggja ára skeið næstæðsti yfir- maður birgða hersins. Hann stjórnaði þá stofnun birgðabúra á Frakklandsströnd eft- ir innrásina í Normandí. Clay var þannig raunverulega aidrei á sjálfum vígstöðvun- um. Störf hans voru að rniklu leyti skrif- stofustörf, en J>au soru stórkostleg skrifstofu- störf. Hann var einn af aðalmönnunum sem héldu um rofann, er kveikti á afli amer- ísku J>jóðarinnar á styrjaldarárunum. Stjórn- málalegar ákvarðanir voru utan \ið verka- hring lians á þessum árum. Hann var fram- kvæmdastjóri aðeins, en hann gengdi því starfi með ágætum, var einbeittur, duglegur og óhlífinn, jafnt við sjálfan sig, sem undir- fnenn sína. Hann náði miklum árangri, lilaut frægðarorö, og eignaðist öfundarmenn og ó- vini. Menn verða að líta hlutlægt .1 j-Jlt J>etta. Hin orthodoxa lýðræðisskoðun og andúðin á samdrætti valdsins, hin nær j>\í vélræna rökvísi verkfræðingsins, mikill vilja- kraftur og óhlífin krafa um árangur starfs- ins, verður að vera allt í senn í huga J>ess manns, sem vill skilja til hlýtar störf og frama Clays hershöfðingja í Þýzkalandi. Störf hans hafa sætt gagnrýni úr ýmsum áttum. Hið ytra eru ]>au stærsta átakið, sem nokkru sinni hefur verið gert, til J>ess að innleiða lýðræði með valdboði. Púðurreyk- urinn var varla rokinn burt af orrustuvöll- um Suður-Þýzkalands, þegar Clay byrjaði að stofna hin ytri tákn lýðræðisstjé>rnar, flokka, ráðgefandi þing, og héraðsstjórnir. Gegn ráðleggingum nær J>ví allra undirmanna sinna, lét hann efna til héraðskosninga hálfu ári eftir uppgjöf þýzka hersins. Fimm mánuðum seinna fengu hin þýzku Lands, eða fylki, sem hann markaði, sín fyrstu stjórnlagaþing. Sumarið 1946, [>egar Þýzka- land var naumast byrjað að reisa sig við úr ösku og eymd, var bandaríska hernáms- svæðið að sjá hið ytra, eins og snoturt lítið sambandsríki á borð við suðurríkin ame- rísku. Það er é>þarft að meta J>etta lítils. En þetta er ]>ó ekki aðferðin, sem bezt liefur reynst til }>ess að skapa varanleg lýðræðis- ríki í veröldinni. Það er sennilegt, að Clay hafi trúað á á- gæti hugmyndar sinnar um liið suður-þýzka sambandsríki. Og ]>að er skrítin, söguleg til- viljun, að 80 árum cftir ósigur suðurbanda- rísku sambaridsríkjanna fyrir herjum Lin- colns, og 80 árum eltir <>sigur suðurþýzku sambandsríkjanna lyrir herjum Bismarcks, skyldi sonur suðurríkisins Georgíu fá að smakka sætleik hefndarinnar á Bæjaralandi. EN HVAÐA SKOÐUN, sem menn kunna að hafa á þessum framkvæmdum hers- höfðingjans, er ljóst, að hann er nú, eins og á stríðsárunum, ágætur framkvæmdastjóri verkefna, sem hann hefur ekki sjálfur lagt clrög að. Hann varð að uppræta nazistaflokk- inn, uppleysa þýzka herinn, koma á fót stjórnarkerfi í stað þýzku miðstjórnarinnar og vinna lýðræðishugsjóninni fvlgi. Hvergi í Þýzkalandi, var þessum verkefnum sinnt af meiri kostgæfni en á ameríska hernáms- svæðinu, og hvergi annars staðar sýna tölu- skýrslur jafngóðan árangur. Erfiðleikarnir hafa einkum verið J>eir, að sú stefna í Þýzka- landsmálunum, sem réði því, að þessi verk voru hafin, hefur breytzt. Þegar Clay tqk við, var uppi stefna Morgenthaus, að eyðileggja framleiðslugetu landsins, nú er uppi stefna Marshalls, um endurbyggingu. Árangur }>essa hefur stundum verið sá, að eitt liefúr rekið sig á annars horn, og stjórn Bandaríkjann.i á hernámssvæði sínu hefur stundum virtzt í augum áhorfenda cins og tveir hestar, ;cm vilja draga sama ækið sitt í hvora áttim. P ERSÓNULEGA er Clay hershöfðingi mik- ilúðlegur, en persönuleikinn er niargbrot- inn og hentar illa fyrir stuttan palladóm. I-Iann cr grannvaxinn, meðalmaður á hæð, dökkur á brún og brá, með arnarnef, djúp- sett augu og rannsakandi augnaráð. Hann talar liægt og ákveðið og röddin er viðfeldin. Hann reykir gjarnan hverja sígarettuna á fætur annarri á meöan }>ú talar við hana. En þótt maðurinn sé þannig viðfeldinn í fram- komu, vcrður samt fljé>tlega ljóst, að undir býr rnikið skap, sem getur blossað upp, og að þarna muni maöur á ferð, sem ekki muni auðveldlega hverfa frá afmarkaðri braut sinni lyrir stundarmótblástur. Harin er eld- fljótur að átta sig á umræðuefninu, og setja sig inn í mál. Hann er agasamur við undir- menn sína og er virtur frekar en elskaður af þeim. Þeir vita manna bezt, að hann er ó- venjulegur og strangheiðarlegur hæfileika- maður, sem framkvæmir ]>au störf, sem hon- um eru falin, með mikilli nákvænmi, ekki aðeins samkvæmt bókstaf fyrirskipapanna, heldur einnig samkvæmt sannfæringu sinni. Starfstímabili lians í Þýzkalandi mun ljúka í sumar. .4 J>remur árum hefur hann rriégnað að breyta sögufrægu, evrópisku landi svo mjög, að J>að er varla J>ekkjanlegt aftur. Fá- ir menn geta státað af slíkum árangri, hvort sem hann verður varanlegur eða ekki. 19

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.