Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Page 20

Samvinnan - 01.04.1948, Page 20
 ....Konurnar og samvinnan..... EMMY FREUNDLICH LÁTIN EGAR ég kom til London í nóv- embermánuði s. 1., átti ég því láni að fagna að kynnast Emmy Freund- lich. Kynni okkar urðu stutt, en þau urðu mér ógleymanleg. Meðal samvinnumanna og kvenna á Norðurlöndum hafði eg lieyrt nafn hennar nefnt oft og margsinnis og í hana vitnað á fjölmörgum þingum. Það varð mér því mikið gleðiefni, er gildasambandið sænska sendi með mér kynningarbréf til frú Freundlich, svo að eg gæti sjálf fengið að sjá hana og lieyra, er til Englands kæmi. Fundum okkar bar saman á aðal- skrifstofu alþjóðbandalags kvenna- gilda (I.C.W.G.) í London, og er mér fyrsti dagurinn þar mjög minnisstæð- ur. Eg var lítið eitt kvíðin að eiga að ganga fram fyrir jafn þekkta og Intga konu, en sú tilfinning var fljótlega rokin út í veður og vind. Viðmót liennar og framkoma var með þeim hætti, að enginn sá, er nokkru sinrii kynntist Emrriy Freund- lich mun gleyma. Þar fór saman hlýtt viðmót og frjáls- legt og jafnframt framúrskarandi blátt áfraift og hispurslaust. Áhugi hennar fyrir málum sam- vinnumanna og alþjóðlegum sam- skiptum var með eindæmum mikill og þegar húri ræddi þessi áhugamál sín ljómaði allt andlit hennar. Eg kom nokkrum sinnum á skrif- stofuna eftir þetta. Hún hafði ávallt tírna til að ræða jiað, sem eg viidi heyra álit hennar á og greiddi fyrir mér á margvíslegan hátt. En um þessar mundir var hún á 'förum til Ameríku til að kynna sér málefni samvinnukvenna í Bandaríkj- unum og vinna sem ráðunautur al- þjóðabandalags kvennagilda fyrir Sameinuðu þjóðirnar. Er eg kom lieim skrifaði eg henni bréf — svar við því bréfi var fregnin um lát hennar. —o— Emmy Freundlich fæddist fyrir 72 árum í lítilli iðnaðarborg í Austur- ríki. 19 ára gömul missti hún foreldra sína. Skömmu síðar giftist hún og hóf þá jafnframt að vinna að ýmsum opinberum málum. Hún eignaðist 2 dætur, en hjóna- bandið endaði með skilnaði og eftir það helgaði lnin samvinnumálum og málum hinna vinnandi stétta ' alla krafta sína. Hún varð leiðtogi verkakyenna- hreyfingarinnar í Moravia og sat í stjórn kaupfélags byggðarlagsins. Árið 1911 fluttist hún til Vínar og varð brátt áberandi á opinberum vettvangi. Á alþjóðaþingi samvinnumanna . í Glasgow 1913 talaði hún og þýddi sjálf ræðu sína úr þýzku á bæði ensku og frönsku. — Árið 1919 var hún kosin á þing í Austurríki og það sama ár var hún formaður matvælaráðuneytisins og barðist af kappi á móti yfirvofandi hungursneyð í landinu. — Svo mikils- verð voru störf hennar talin, að 1927 þegar flokkur hennar var í andstöðu á þingi, var hún valin til að fara með umboð austurísku stjórnarinnar á al- þjóða fjármálaþingi, sem haldið var það ár. — Hún var forseti sambands ’ kvennagilda Austurríkis frá upphafi og sat þrásinnis í stjórn samvinnusam- bands landsins og einnig í miðstjórn alþjóðabandalagins (I.C.A.). Árið 1823 varð hún ritstjóri austur- ríska samvinnublaðsins og skrifaði jafnan fjölda greina, bæði í það blað og ótal mörg önnur, bæði í heimalandi t sínu og á erlendum vettvangi. En svo komu erfiðleikarnir með uppgöngu nazismans. Og í febrúar 1934 var Emmy Freundlicli sett í fangelsi ásamt fleiri samvinnu- mönnum, sem höfðu beitt sér í and- stöðunni. — Fyrir milligöngu þekktra samvinnumanna og kvenna í Eng- landi var hún látin laus aftur síðar um vorið. Síðastliðin 10 ár dvaldi frú Emmy Freundlich í London og vann ötul- lega að alþjóðasamstarfi samvinnu- kvenna, en hún hafði verið forseti al- þjóðabandalagsins frá upphafi vegar, eða frá 1921. Hún lifði að sjá fjölmörg áhuga- mál sín ná fram að ganga, en með liverju leystu verkefni fann hún tvö önnur óleyst og hin eldheita hugsjóna- kona staðnaði aldrei þótt árunum fjölgaði. Síðasta verk hennar var ávarp er hún skrifaði til samvinnukvenna um víða veröld í sambandi við hina ný- afstöðnu barnahjálp Sameinuðu þjóð- anna. Þar hvetur hún konur allra landa að bregðast vel við og ræðir móður- kærleikann á undurfagi'an hárt. Eg þykist þess fullviss, að gleði henn- ar liafi orðið mikil yfir hinum gla si- lega árangri, sem af bænarskjali henn- ar og fjölmargra annarra mannúðar- manna og kvenna hlauzt. Með Ennny Freundlich er horfin ein af fremstu hugsjónakonum sam- vinnuhreyfingarinnar. Samvinnukon- ur víða um heim liafa glatað glæsi- legum foringja og fjölmargar þeirra góðum vini. En minningin um Emmy Freundlich mun hvetja til vaxandi átaka á þeim vettvangi, sem hún trúði að væri góður og réttlátur. A. S. S. In 111111111(1 iiiiiiiiiiinii ■ 1111111111111111111111111111111111111111111 iiiiiiiiHiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiriiiiuiiiiin iiiiimiiimimimiiimiiiimii 20

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.