Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Page 24

Samvinnan - 01.04.1948, Page 24
Hjörtur og Fákur ÆVINTYRI UM INDfANADRENG FYRIR langa löngu síðan, áður en liviti maðurinn kom til Ameríku, þá bjó þar lítill Indíánadrengur, sem hét Hjörtur. Og Hjört litla langaði svo ósköp ‘mikið til að eignast hest, en foreldrar hans voru svo fá- tæk, að þau höfðu ekki efni á Jiví að gefa honum liann. Hjörtur litli ákvað því, að fyrst hann gæti ekki eignast lifandi hest, þá skyldi hann búa sér til hest úr leir. Fyrst gerði hann sér stóra trékví. Síöaji bjó hann sér til ljómandi falleg- an hest úr leir. Faxið var gert úr grasi og taglið úr Jiangi. Hjörtur litli kallaði hestinn sinn Fák, og honum þótti ákaflega vænt um hann. Hann og Fákur áttu margar ánægju- stundir saman. Stundum þóttust þeir fara i' lengar ferðir og elta uppi vísunda. Stundum þóttust þeir far upp á hæstu fjöll. Og stund- um ímyndaði Hjörtur sér, að hann væri for- ingi ættar sinnar, og að hann riði í broddi fylkingar og leiddi ættmenn sína yfir slétt- urnar. Og þannig liðu margir mánuðir. Eina nótt dreymdi Hjört litla skrýtinn draum. Honum fannst Fákur koma til sín og segja: „Það er nú kominn tími til þess, að eg geri eitthvað fyrir þig. Þegar þú kemur á fætur, skáltu líta inn í kvína þína.“ Hjörtur litli vaknaði við sólarupprás og flýtti sér út í kvína. Honum brá lieldur en ekki í brún, þegar hann sá standa þar ljóm- andi fallegan, lifandi hest. Hann neri aug- un til Jtess að vera viss um, að sér hefði ekki missýnzt, en jtað var ekki um að villast. Þarna var kominn Iifandi hestur, ungur og fallegur og gljáandi. Hjörtur ætlaði varla að þora að koma nálægt honum, en þegar hann fann, að skinnið var mjúkt og fínt, alveg eins og á öllum lifandi hestum, þá lagði hann hand- leggina utan um hálsinn á honum og faðmaði hann að sér. „Eg er enginn annar en hann Fákur,“ sagði liesturinn. „Gerðu nú eins og eg segi ])ér, og j)á muntu einhvern tíma verða mik- ill foringi ættmanna þinna." Hjörtur hljóp nú af stað til J)ess að ná í gras handa Fák að eta En hesturinn sagði: „Vertu ekki að hugsa um að gefa mér að eta og drekka. Allt, sem eg J^arfnast, er ábreiða, sem þú skalt leggja ofan á mig á nóttunni, því að ef rignir á mig, þa breytist eg aftur í leir.“ Litli Int inadregurinn lék sér við fallega hestinn sinn allan daginn. Þegar kvöldið kom, sótti hann ábreiðu inn í kofa föður síns og lagði hana yfir Fák. Daginn eftir fór Hjörtur með Fák heirn í tjaldbúðirnar til þess að fólkið gæti séð hann. Ollum fannst liann afskaplega fallegur. F.n þegar Indíánaforinginn heyrði um hann, sagði hann við Hjört litla: „Eg skal láta for- eldra þína hafa meira af korni, en þau hafa nokkru sinni átt, fyrir liestinn þinn. Ivomdu með hann til mín.“ Og Jaannig varð Hjörtur litli að láta fallega hestinn sinn frá sér. „Vertu ekki sorgbitinn," livíslaði Fákur að honum, þegar þeir kvöddust. „Eg kem til þín aftur." Um kvöldið, þegar Indíánaforinginn setti Fák inn í kvína, lagði hann enga ábreiðu yfir hann, því liann vissi ekki, að hesturinn var raunverulega gerður úr leir. Og þegar hann ætlaði að fara að söðla liann um morg- uninn, lá Fákur fyrir og gat sig hvergi lireyft. „Taktu hestinn þinn,“ sagði Indíánafor- inginn við Hjört. „Hann er að veslast upp, og eg liefi ekkert með svona hest að gera." Hjörtur litli var ákaflega hryggur, þegar hann sá hestinn sinn liggja þarna. Hann var nú augsýnilega að breytast í leir aftur. „Flýttu þér nú,“ sagði Fákur. „Náðu í ábreiðuna og leggðu liana yfir mig, svo að ekki rigni á mig, því að þá verð eg aftfur að leir.“ Hjörtur flýtti sér allt hvað af tók að ná í ábreiðuna og leggja hana yfir Fák. Og ekki var haníi fyrr búinn að gera })að, en Fákur stóð upp og var nú heill og hress aftur. Þegar Indíánaforinginn sá þetta, reyndi hann að fá hestinn aftur. „Nei,“ sagði Hjört- ur litli. „Þú lézt mig hafa hann aftur, og nú á eg hann.“ Fákur reyndist brátt bezti hesturinn í öll- um hópnum, og Hjörtur var því alltaf í broddi fylkingar og bezti veiðimaðurinn af öllum ættmönnunum. En svo var [)að eitt kvöld, að Fákur sagði við Hjört litla: „í kvöld skaltu ekki leggja ábreiðuna yfir mig. Nú er eg búinn að hjálpa þér nóg, og nú getur þú spjarað þig sjálfur. Nú er kominn tími fyrir mig, að hverfa aftur til móður jarðar." Hjörtur litli varð ákaflega dapur, þegar hann heyrði þetta, en hann gerði eins og Fákur liafði fyrir mælt. .Morguninn eftir, þegar Hjörtur kom út í kvína sína, var hesturinn horfinn, og ekkert eftir nema dálítil leirskán á jörðinni. ÚTVARPSÞÁTTUR (Framhald af hl. 23). verk, sem krefst tíma, nákvæmni, smekkvísi og lifandi áhuga, svo a3 efni það sem flutt er, sé í sem mestu sam- ræmi við tímana. Slíku er ekki hægt að flaustra af. Hæfilega dagskrá fyrir Sumardaginn fyrsta verður ekkj griji- in upp af götunni í einu vetfangi Ef slíkt er reynt, hlýtur hún að fara í handaskolum. Hér er umbóta þöif. Að slíkum umbótum mundi útvarpi og „Útvarpstíðindum“ mikið gagn. Frosti. 24

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.