Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Síða 26

Samvinnan - 01.04.1948, Síða 26
minnar til ReyðarfjarSar um veturinn, og fundarhalds þá, flutti eg nú annað erindi um samvinnumál. Tóku fundarmenn máli mínu mjög elskulega, og eg man, að Þor- steinn sagði á eftir um leið og hann rétti mér höndina í þakkarskyni: „Þessa ræðu hefðir ]jú átt að halda yfir þeim í Fellun- 1 um.“ Sunnudagsmorguninn leið fyrir mér i andvaralausum svefni. Svo tók við bið eftir áætluðu flugi frá Reykjavík til sama Jands. Notaði eg tímann til þess að heimsækja Pál Hermannsson, fyrrv. alþingismann, en hann liefir um langt skeið verið einn af forvígismönnum Kaupfélags Héraðsbúa. Hann er hress í anda og gunnreifur kraita- maður, þrátt fyrir 67 aldursár. Páll er nú búsettur á Búðareyri, fluttist þangað frá Eiðum fyrir nokkru og gegnir enn marg- háttuðum trúnaðarstörfum. Útfallið í flugmálinu varð það, á áliðn- um degi, að farþegar frá Reyðarfirði skyldu ekki missa af „strætisvagninum". Eg og símstjórahjónin hentumst í Ioftköstum í áttina til „fyrirheitna landsins" á prí'ðis- góðu farartæki undir öruggri stjórn Haf- steins símstjóra, yfir Fagradal og aðra fagra staði. Og vel sýndist þetta ætla að passa. Meðan símabíllinn hlykkjaði sig niður mjúkar beygjur vegarins gegn um Egils- staðaskóg, var „Kata“ að tylla sér niður á Lagarfljót. En margt fer öðruvísi en ætlað er: Það fyrsta, sem við heyrðum frá flug- mönnunum, var það, að lialdið skyldi kyrru fyrir um nóttina, í þeirri von, að flugfært yrði niður á firðina daginn eftir, en nú voru þeir huldir þoku. Auðvitað urðum við að hafa þessi vonbrigði eins og ltvert annað lrundsbit. Ollum ferðaliug var varpað út í veður og vind og lífinu tekið með „knús- andi ró“. Engin neyð reyndist heldur að hafna á Egilsstöðum, frekar en fyrri dag- inn. Um kvöldið bauð Pétur og kunningi hans okkur Hafsteini með sér í reiðtúr. Það var skemmtilegt að þeysa á gæðingunum i kvöldsvalanum. Og nú liefði Þorsteinn stór- hestamaður átt að sjá mig, e. t. v. heíði hann skift um skoðun á liestamennsku minni! Hvílandi kyrrð og friður ríkti í þessu dásamlega umliverfi. Nutum við þess í ríkum mæli milli spretta og hálsful.s söngs. Var liðið alllangt fram á nótt, þegar við gátum slitið okkur frá rómantík nátt úrunnar. i MÁNUDAGSMORGUNINN var sólskin A og gott skyggni. Töldu flugmennirnir engin tormerki á flugi. Eftir að fólk hafði hresst sig og kvatt, var lialdið á bát frá landi, út að flugvélinni, sem vaggaði sér makinda- lega á mjúkum brjóstum Lagarfljóts. Á leið- inni varð mér liugsað til þess, að ef Mattln'as Jocliumsson, sem kvað fyrir hartnær hálfri öld: .... Og þú fljót, sem flýtur dautt, fiskilaust og skipasnautt" — liefði mátt líta í anda Lagarfljót þennan bjarta vormorgun, myndi hann e. t. v. hafa liagað orðum sínum dálítið öðruvísi. Innan skamms hóf „ICata" sig til flugs og lyfti sér í löngum sveigum upp í bláloftin. — 26 Eg liorfði yfir Fljótsdalsliéraðið, liugsaði til fólksins, er býr í örmum þess, og sendi því kveðju og þökk í anda orða skáldsins, sera kvað: „Blessan yfir byggðir þessar! Blessan yfir Lagarfljót!" M ARÍ A Framhald af bls. 15) með sér út úr vagninum. „Talaðu ekki svona þarna inni,“ sagði hann. „Hún fyrirgefur þér aldrei ef þú talar svona. Sástu ekki hvernig lmn leit til þín?“ „Jú, það sé eg,“ sagði Rósa. „En það er þó alltaf.... Jæja, allt í lagi Fred. Eg kæri mig þá kollótta um það. Eg hélt bara... .** „Bíddu,“ sagði Fred. „Þú hefir bara venju- legan grís í huga, en það gegnir allt öðru máli með Maríu." María fór sæmilega að mat sínum, en margar skrítnar augnagotur sendi hún Rósu undan hálmgulu augnahárunum meðan hún rótaði í rísbúðningnum með trjónunni. „Hvernig er það stelpan mín?“ spurði Fred. „Hefir hún ekki sykrað búðinginn nógu mikið? Kærirðu þig ekki um það. Það er ekki svo auðvelt að liitta á meðalhófið svona í fyrsta sinni." María lirein geðvonzkulega og lagðist síð- an upp í rúmið sitt. „Nú förum við út að skoða mánann," sagði Rósa. ,,Já, það getum við gert,“ sagði Fred. „Við verðum ekki lengi i burtu María. Við förum ekki nema hérna niður að hliðinu." María lirein þrjóskulega og sneri sér til veggjar í rúminu. Fred og Rósa gengu út og staðnæmdust við girðinguna. Máninn sýndist vera í bezta lagi. „Það er svo skrítið að vera giftur og allt svoleiðis," sagði Rósa. „Mér finnst það alveg prýðilegt," sagði Fred. „Manstu eftir krossunum, sem þú teikn- aðir í rykið á veginum daginn góða?“ spurði Rósa. „Já,“ sagði Fred. „Og manstu eftir öllum krossunum, sem þú skrifaðir í bréfin?" spurði Rósa. „Já, hverjum einasta," svaraði Fred. „Þú hefir ekki kysst mig einn einasta koss síðan við giftumst," sagði Rósa. „Langar þig ekki til þess?“ „Jú, víst“, sagði Fred. „En eg veit eitki al- mennilega. .. .“ „Hvað?“ spurði Rósa. „Eg verð svo skrítinn þegar eg kyssi þig,“ sagði Fred. „Alvcg eins og mig langi til að....“ „Til hvers?“ spurði Rósa. „Eg veit það ekki,“ sagði Fred. „Eg veit ekki almennilega, en það er líkast því að mig langaði til að éta þig upp til agna eða eitt- livað þessháttar." „Áttaðu þig á því hvernig það er,“ sagði Rósa. Og nú fylgdi dásamlegt augnablik, ein ein- mitt þegar unaður stundarinnar stóð senr hæst heyrðust gjallandi hrinur innan úr vagn- inum. Fred hrökk við eins og hann hefði ver- ið stunginn með nál. „Æ-i,“ hrópaði hann. ,,Hún veit ekkert af okkur hefir orðið. Nú er eg að koma stelp- an mín,“ kallaði hann. „Hér er eg. Það er kominn háttatími fyrir hana. Já, nú kem eg og breiði ofan á þig.‘ ‘ María lét sér það lynda, en leit samt út fyrir að vera töluvcrt móguð. Rósa stóð hjá og horfði á. „Eg lield að bezt sé að slökkva ljósið,“ sagði Fred. „Henni þykir gott að sofa í myrkri af því að hún vinnur svo mikið með heilanum á daginn." „Hvar eigum við að sofa?“ „Eg bjó um þig í rúminu í morgun," sagði Fred. ,,Sjálfur ætla eg að sofa undir vagnin- um. Eg hefi þar fullan poka af hálmi.“ „En,“ sagði Rósa, „en....“ „Hvað?“ sagði Fied. „Ekkert," sagði hún. „Það var svo sem ekkert." Og svo fóru þau bæði að hátta. Rósa lá lengi vakandi og hugsaði, hamingjan má vita hvað. Ef til vill hefir hún verið að hugsa um það hvað gott það væri að Fred skyldi alltaf hafa verið svona óframfærin og ómannblend- inn á liðnum árum, og að hann, sem vissi þó svo mikið um suma hluti, skyldi vera jafn saklaus og hann vai, vegna þess að hann hafði sloppið við að lenda í vondum félags- skap. Já, reyndar er ekki hægt að vita með neinni vissu um hvað hún var að hugsa. Að síðustu seig henni þó í brjóst, en til þess eins að hrökkva dauðskelkuð upp við óg- urleg óhljóð og öskur í vagninum. Það var María, sem lét til sín heyra. „Hvað er að? Hvað liefir komið fyrir?" Það var rödd Freds sem heyrðist upp í gegnum vagngólfið, draugaleg eins og þar væri komin vofan úr Hamlet. „Gefðu henni mjólkur- sopa,“ sagði hann. Rósa hellti mjólk í skál og rétti Maríu, en hún þagnaði á meðan hún var að sötra úr skálinni. Um leið og Rósa slökkti ljósið og skreið í rúmið byrjaði grísinn á ný að öskra, og nú hálfu ámátlegar og verr en áður. Nú lieyrðust skruðningar og brölt undir vagninum ,og brátt kom Fred í ljós í vagn- dyrunum hálfklæddur og með hálmstrá í hár- inu. „Hún vill ekki að eg sofi þarna niðri," sagði hann örvæntingarfullum rómi. „Getur þú ekki sofið, getur þú ekki sofið hérna?“ spurði Rósa. „Hvað þá? Og þú sofir niðri, undir vagn inum?“ spurði Fred undrandi. „Já," sagði Rósa eftir langa þögn. „Og eg sofið undir vagninum." Fred var svo gagntekinn af þakklæti og um leið af sjálfsásökun að Rósa gat ekki annað en kennt í brjósti um hann. Henni tókst meira að segja að brosa við honum áður en lnin skreið undir vagninn, til að freista að festa þar blund á hálmpokanum. Niðurlag i ruesta hefti. ÞÓRIR FRIÐGEIRSSON þýddi.

x

Samvinnan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.