Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 27

Samvinnan - 01.04.1948, Blaðsíða 27
GUSTAV VIGELAND (Framhald af bls. 8) un. Georg Brandes, sem þá var, að dómi yngri manna, eins konar hæsti- réttur hvað listir og skáldskap snerti, lét svo um mælt, er hann hafði litið myndina: „Ævinlega eru það Norð- mennirnir, sem vinna glæsilegustu sigrana, og ráðast á garðinn, þar sem hann er hæstur.“ Mynd þessi var að ýmsu leyti fyrir- boði þeirra listaverka, sem Vigeland gerði bezt síðar meir, enda þótt hann skorti þá formfestu og hnitmiðun í línubyggignu, er einkenndi þau. Virði maður myndina fyrir sér, sannfærist maður um það, að viðfangsefni hans er ekki að sýna áhrif hreyfingar og stöðu á línubyggingu mannslíkama, heldur er mannslíkaminn honum atr- iði til túlkunar á skapgerð, kenndum og tilfinningum. Það er maðurinn, ekki fyrst og fremst sem líkami, heldur sál, sem er viðfangsefni hans. Og með- ferð hans á þessu viðfangsefni gefur þegar til kynna hvert stefnir, þótt enn hafi liann ekki náð fullum tökum á tjáningunni. Forngríska myndin af kringlukastaranum sýnir línusam- ræmi og formfegurð íturvaxins manns- líkama, samræmdan línuleik vöðv- anna, sem sumir eru stæltir til átaks, aðrir mismunandi dregnir til við- náms og enn aðrir í vökulli hvíld. Sú mynd er fyrst og fremst túlkun á svör- um og tjáningu líkamans við aflrænu viðfangsefni, — kringlukastinu. — „Útskúfun” Vigelands er tilraun til að túlka svörun, sem er allt annars eðlis. Hún er tilraun til að sýna glímu mannssálarinnar við örlögin. Þær fjór- ar persónur, senr nryndin sýnir, svara útlegðardómnum hver á sinn hátt, en svar hverrar um sig byggist á auðsæ- um og rökrænum forsendum. Dreng- urinn veit ekki hví förin er farin eða hvert henni er heitið. Hún er honum aðeins vonaríkt æfintýri. Og auk þess er lrann í fylgd með föður sínunr, svo að hann telur sig ekkert þurfa að ótt- ast. . . . Og snrábarnið hjúfrar sig að móðurinni, sem enn er öll þess til- vera, konunni, er í ást og trú gengur djörf til baráttu við örlögin og ógæf- una, við hlið ástvinarins, er þjáist í nreðvitundinni um að hafa leitt bölv- un yfír sig, konu sína og börn. Út- færsla myndarinnar er þrungin raun- sæi og dirfsku, næst um því hrjúf. Hún og viðhorf listamannsins eiga lrarla lítið skylt við forngrísku mynd- listina, sem enn var rík af áhrifum í verkum þeirra myndhöggvara, sem mest voru metnir. Vigeland lrafði ekk- ert lært af þeim Bergslien og Skeibrok annað en starfsaðferðir og vinnutækni og hann var staðráðinn í að fara ekki troðnar brautir í list sinni, heldur varðveita og þroska þar sinn eiginn persónuleika. Margir urðu til að dást að þessari mynd, en ekki var viðurkenningin óskipt, sem hún hlaut. Danski mynd- höggvarinn Bissen, kvað hana að mörgu leyti með afbrigðum vel gerða, en kvað ökla karlmannsins vanskap- aða. . . . Myndin er byrjendaverk, og langt er frá því, að hún geti talizt heil- steypt listaverk, en engum gat dul- izt, að höfundurinn væri efni í stór- brotinn listamann, en merkilegust er hún sem fyrirboði síðari verka hans. I^FTIR ÁRSDVÖL í Kaupmanna- -J höfn hvarf Vigeland aftur til Noregs. Hann fékk stofu eina til umráða, er varð íbúð hans og vinnustofa í senn. Svo fátækur var hann, að hann varð að fá borð og rúm að láni hjá kunningja sínum. Enda þótt hann hlotið nokkra viðurkenningu sem listamaður, átti hann við mikla örðugleika að etja. Hann háði harða baráttu við skort og skilningsleysi, og enn harðari baráttu við sjálfan sig. Þar var meira í húfi en brauðbiti og brenni. Sú barátta stóð unr sál hans, um sigur hans eða glötun sem listamanns. Arfurinn úr föðurætt- inni, öfgarnar í skapgerðinni, geðofs- inn og sjúkleg viðkvæmni mögnuðu þá baráttu, svo að honum hélt við ör- vinglun, en arfurinn úr móðurætt- inni, starfseljan og þrautseigja gamla Vigelandsbóndans, barg honum frá uppgjöf og ósigri. Áftur hlaut hann styrk til utanfarar. Að þessu sinni hélt hann til Parísar, þangað, sem um langt skeið hafði verið miðstöð allrar myndlistar á megin- landinu. Þar kynntist hann Rodin og verkum hans. Orrustan, sem stóð í sál hans fór enn harðnandi. Honum var Ijóst, að hann átti aðeins um tvennt að velja. Ef hann stillti í hóf kröfunum til sjálfs sín, hvað sannleik og einlægni í stíl- rænni túlkun og myndrænni tjáningu snerti og tæki tillit til tízkunnar og smekks almennings, beið hans skjót- fenginn frami og auður, — en ef hann herti kröfurnar og léti hvergi undan síga, varðveitti persónuleika sinn og gengi livergi af braut sannleikans, öðr- um til þjónkunnar, átti hann vísa langa og örðuga baráttu við vanmat, skilningsleysi og fátækt. Tæki hann síðari kostinn var lítil von um sigur, — en skjöldur hans hreinn. Hann kaus síðari kostinn.... En sársaukalaus varð þessi ákvörð- un honum ekki. Það sýna orð, sem hann reit í frumdráttarbók sína. Þau sanna og trú hans á köllunina og álit hans á þeim, er að hans dómi létu blekkjast og gengu á mála hjá almenn- ingsálitinu: „Fyrir skömmu frétti eg, að-------- hafi selt eina af myndum sínum fyrir geypiverð. Að formi og viðfangsefni var myndin miðuð við smekk kaup- andans. „Nokkur ár eru síðan, að þessi lista- maður sat að drykkju nreð mér heima í íbúð minni. Hamingjan góða, hvað við gátum verið stórlátir þá. Við ætl- uðum sannarlega ekki að glata sjálfum okkur á troðnum brautum. Og við lýstum alla þá í bann, er létu undan síga. „Nú er hann vel stæður, náungi sá. Hann gengur um göturnar með fulla vasa fjár. Og eg. . . . Eg reika um í trú minni á hugsjóninni, snauður, — liræðilega snauður. „Hversu auðvelt mundi mér ekki veitast, að gera nokkrar „þokkalegar“ myndir, sem hver og einn gæti verið þekktur fyrir að kaupa; táknrænar myndir, sem hægt væri að túlka sem lof einhverjunr til handa. Verzlunar- jöfrunum, til dæmis. „Eg mundi vinna skjótan sigur, hljóta gnægð fjár, er gerði mér kleyft að stunda list mína samkvæmt eigin geðþótta. En peningar eru pening- ar. . . . Mundi slíkt ekki einmitt upp- liaf þess, að eg léti smám saman undan síga, til að öðlast hylli þeirra, er yfir 27

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.