Samvinnan


Samvinnan - 01.04.1948, Side 29

Samvinnan - 01.04.1948, Side 29
Hann valdi sér sömu viðfangsefni og þau. Barátta mannsins við örlögin, ást hans og hatur, uppruni hans og dauði, lífið sjálft og þess dýpstu rök. Viðhorf hans var líkt og þeirra; djúp, næm og tilfinningarík íhygli; heiðrík, æðru- laus og djörf hugsun; þróttmikil, hnit- miðuð og formföst frásögn. Sjálfum var honum vel ljóst, að hann „kunni að yrkja“. Hann var ná- kunnugur fornsögunum og Eddu- kvæðunum. Þegar liann hóf starf sitt að brunninum, hafði hann aðeins í hyggju, að kveða drápu nokkra. Þegar hann lézt, hafði hann lokið við að kveða þriðju norrænu Edduna. Brunnurinn mikli er Völuspá, Háva- mál, Guðrúnarkviða og Sólarljóð, ort í norskan grástein. Vigeland las fornsögurnar frá því að hann var ungur að árum. Tvær mynd- ir gerði hann, sem beinlínis verða taldar skilningur hans og túlkun á per- 'sónum, sem hann kynntist við þann lestur. Önnur er Snorramyndin hans, sem nú stendur í Reykholti. Hún er gerð „samkvæmt pöntun“, og vart mun Vigeland hafa tafið hana með sínum beztu eða ástfólgnustu verkum. Hin myndin er af Agli Skallagríms- syni, og sýnir hann, er hann reisir Ei- ríki konungi blóðöx níðStöngina. Um jrá mynd gegnir nokkuð öðru máli. Hann gerði hana af sjálfsdáðum. Af innri jrörf. Á Agli hafði hann rniklar mætur,og mun orsökin fyrst og fremst hafa verið sú, að hann fann jDar til andlegrar ætt- semi, og með rökum. Báðir voru þeir víkingar að skapgerð, orrustufúsir, vopndjarfir, fóru })á lítt að sanngirni eða lögum, er á þá rann berserksgang- urinn, og hvorugur var þá einhamur. Báðir voru þeir tilfinningarík og ástríðuheit, en kjarkmikil og jrrótt- mikil skáld, gædd snilld og kyngi, er ófresk mátti lieita. Og hvergi vanrækti Egill hefndir, Jrar sem hann mátti sverði sínu við koma. Og þegar svo fór, að hann taldi sig eiga hefndir að rækja, Jrar sem hann mátti því ekki við koma, van- rækti hann þær ekki að heldur. Þá rann á liann móður forneskju og hann fann hatri sínu svölun, með Jdví að reisa fjendum sínum níðstöng. Er hann fékk ekki svalað sorg sinni með því, að koma hefndum fram við Ægi fyrir sonamissinn, greip hann enn til sinnar kyngimögnuðu íþróttar og orti sig frá harmi. Þess hefur áður verið getið, að Vige- land fór þar að dæmi hans. Og stund- um mun hann liafa talið sig eiga hefndir að rækja, Jrar sem hann „kom ekki sverðinu við“. í æsku sinni skar hann skrípamyndir í tré, af ýmsum samsveitungum sínum og ekki vin- gjarnlega. I rismynd hans „Helvíti“, töldu menn mega þekkja suma heldri Mandælinga. Slíkt var skap hans, að eflaust liefur hann fýst að brjóta ok Jjað, er siðmenntað þjóðfélag leggur mikilsmetnum þegnum sínum á herð- ar, hvað snertir skipti þeirra við sam- ferðamenn. Fýst að grípa til forneskj- unnar og reisa þeim fjandmönnum sínum níðstöng, er voru honum það voldugri, að hann mátti ekki koma fram við Jrá hefndum með öðrum hætti. Því var það, að hann setti höfuð sitt, afskræmt af heiftarreiði, á herðar Agli, er hann hefur upp hrosshausinn, og taldi hann Jrað sjálfsmynd. Segja mætti mér, að ekki hefði Vigeland verið ljarri skapi, að vita þá mynd standa að Borg á Mýrum. GUSTAV VIGELAND andaðist hinn 12. marz 1943, eftir harða, en ekki langa legu. Alla ævi var hann einrænn nokkuð, og oftast einmana. Tvívegis kvæntist hann, en skildi við konur sínar báðar. Vini átti hann fáa, en þeir, sem til þeirra töldust, dáðu hann skilyrðis- laust. Öfundarmenn eignaðist hann auðvitað eins og allir snillingar. And- stæðinga eignaðist hann einnig, því að hann var óvæginn og ekki hneigður til undanlátssemi. Ekki var hann held- ur fús á að taka tillit til skoðana ann- arra. Telja margir, að þá hefði heild- arsvipur brunnsins orðið fegurri og samræmdari, ef hann hefði viljað hlýta í nokkru annarra ráðum um tilhögun lians, enda Jrótt þeir hinir sömu gagn- rýni ekki sjálfir listaverkin. Hver einasti Norðmaður þekkti til listaverka hans. Sjálfan hann þekktu fáir, nema af afspurn. Og teljandi voru þeir, að minnsta kosti meðal yngri kynslóðarinnar, sem þekktu hann í sjón. „ALDREI AÐ VÍKJA“ (Framhald af bls. 13.) Það er ekki Laugarvatn eitt, sem beðið hefur húsbruna á árinu sem leið. Það er þjóðin öll. Við sem áður vorum rík af erlendri gjaldmynt og gátum veitt okkur flest, erum nú fátæk af henni og verðum að neita okkur um margt. Engu þurfum við Jró að kvíða um framtíðina. Baráttusaga jDjóðarinnar með sínum ýmsu og óumflýjanlegu ósigrum verð- ur þó í heild stórstíg þróunarsaga, ef við öll og eitt, eitt og öll, tileinkum okkur þann anda og þa afl, sem eng- inn eldur fær brennt og engin óhöpp bugað. Gröfum á skjöld okkar rausnarorð- in: Aldrei að víkja. LÉTTLYNDUR, DJARFUR OGSTÓRHUGA (Framhald af bls. 4.) eða upp til afburðamanna okkar, sem hafa þorað að lifa og þroskast sjálfstætt. Hjá báð- um er að finna hð upprunalega, kjarnann, sjálfstæðið óskert, hjá báðum lifir liið frum- lega úr barnssálinni. Lýðræðisríki, eins og Svíþjóð, eiga ávallt leiðtoga-vandamál: þegar stefnt er að jiifnum kjörum fyrir alla, getur það auðveldlega leitt til allsherjar meðal- mennsku, viljinn til jafnréttis fyrir alla getur einnig orðið að mótvilja að hleypa nokkrum afburðamanni fram á sjónarsviðið. Hinn mikli styrkur samvinnufélagsskapar okkar er, að hann byggist á einföldum, sönnum og óhagganlegum, sænskum heiðarleik, og hefur borið gæfu til að eignast afburðamenn að leiðtoga. Við fyrstu sýn kunna menn að ætla, að Albin væri fremur skáld og listamaður, en leiðtogi í viðskiptalífinu. En við nánari athugun kemur í ljós, að svo er einmitt um langflesta, mikilhæfa leiðtoga. Það eru oftast minnispámennirnir, sem eru mjög bundnir við raunveruleikann og jarðbundnir í hugs- un, hinir stærri eru auðþekktir á ríku hug- myndaflugi — mikilli djörfung og miklum liæfileikum til að sjá hluti og atburði í rétt- um hlutföllum og innbyrðis samböndum. Þeir gætu, ef til vill, einir spennt bogann of liátt. En hin lýræðislegu fjöldasamtök eru öruggt jafnvægi. Albin Johansson er þannig enginn einræðisherra, sem bara gefur tóninn og allir dansa svo eftir, þvert á móti. Hann hefur alltaf gagnrýni yfir höfði sér. En bak við alla gagnrými er djúp samábyrgðartilfinn- ing og gagnkvæmt traust. Allir sænskir sam- vinnumenn eru stoltir af Albin. Öll sænska þjóðin mun eiga eftir að verða það. I. Þ. þýddi. 29

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.