Samvinnan - 01.04.1948, Qupperneq 31
að skipshöfnin væri ekki sem ánægðust, því að þegar háset-
arnir tóku að bisa við akkerið og þoka skipinu inn á skipa-
lagið Itha das Cobras, hljómaði uppreistarsöngurinn gamli
með fullum krafti og talsverðum æsingi:
„Haul the bowline,
the captain he is growling,
haul the bowline,
the bowline haul!“
Beck skipstjóri var óánægður bæði með sjálfan sig og
skipshöfn sína. Hann var alltof skapbráður, þegar hann var
á ferð suður í hitabeltinu, enda var honum sjálfum það
vel ljóst, og reyndi hann því oftast að hafa stjórn á skapi
sínu, en það varð raunar aðeins til þess, að reiðiköst hans
urðu þeim mun ægilegri, þegar liann missti taumhaldið á
geðsmunum sínum á annað borð, en það vildi æði oft
bera við. Bréfið, sem hann hafði fengið frá syni sínum nú
á dögunum, hafði fyllt hann beiskju, og nú, þegar honum
'fannst risið gegn valdi sínu og myndugleika, gerðist hann
kaldur og ósveigjanlegur.
Flestum hásetanna, er hvarflað hafði í hug að yfirgefa
skipið, fannst þó réttast að fresta þeirri fyrirætlun sinni,
unz þeir hefðu fengið þann hluta launa sinna greiddan,
sem venja var að borga, þegar í höfn var komið. En strax
aðra nótt eftir komu skipsins til Rio, voru þeir báðir á bak
og burt, strokumaðurinn og Sölvi, og fundust þeir hvergi,
þrátt fyrir það, að hafnarlögreglan var til kvödd og leit-
aði þeirra dyrum og dyngjum. Eftir þetta setti Beck skip-
stjóri þá hásetanna, er hann treysti bezt, á vörð á hverri
nóttu, lagði skipinu á hverju kveldi frá hafnarbakkanum
út á höfnina og neitaði ákveðið að veita nokkrum manni
landgönguleyfi. Hann lét sjálfur þau orð falla, að hann
hefði aðeins hlotið makleg málagjöld fyrir það að skjóta
skjólshúsi yfir þorparann í rauðu treyjunni, sem nú hefði
launað sér greiðann með því að lokka bezta hásetann á
brott með sér. Honum féll það ver en svo, að hann vildi
játa það, livorki fyrir sjálfum sér né öðrum, að Sölvi var
strokinn af skipinu. Hann hafði látið fyrsta stýrimann
sinn kenna piltinum siglingafræði á útleiðinni, og í kyrr-
þei hafði hann látið sér detta í hug, að Sölvi væri vel til
þess fallinn að taka við skipstjórn á „Júnó“, þegar hann
sjálfur settist í helgan stein. Því að aldrei þóttist hann hafa
fyrirhitt heiðarlegri og áreiðanlegri mann að eðlisfari en
Sölva; enda væri hann óvenjulega vel af guði gerður, bæði
til líkama og sálar.
Sölva hafði hugkvæmzt, að Brasilíumaðurinn kynni að
geta orðið lionum að liði, þegar hann stigi á hina nýju
og óþekktu strönd og hyggðist bjarga sér þar á eigin spýt-
ur. Hann hafði því reynt að hæna hann að sér á ýmsan
hátt og oftar en einu sinn gert honum greiða. Áður en
þeir laumuðust brott af skipinu, stakk hann silfurúrinu
sínu í vestisvasa Níelsar, en á það hafði hann áður krotað
með hnífsoddi sínum: „Til minningar um Sölva Kristjáns-
son“. Meðan þetta fór fram, lá Níels steinsofandi og hraut
gríðarlega í fleti sínu þar á næstu grösum.
Varðmennirnir á þilfarinu urðu einskis varir, þegar fé-
lagarnir tveir klifu hljóðlega niður á hafnarbakkann og
hurfu upp í borgina. Förunautur Sölva virtist þaulkunn-
ugur á þessum slóðum, en á hinn bóginn fór liann harla
laumulega, því að hann forðaðist allar þær götur,ervelvoru
lýstar, og nam oft staðar í dimmum krókum og skúma-
skotum til þess að skima eftir næturlögreglunni.
Eftir að hafa reikað fulla klukkustund um dimm og
þröng stræti, komu þeir í borgarhluta, þar sem húsin stóðu
strjálar en áður, en suðræn tré drúptu limþungum krónum
yfir steingirðingar fram með gangstéttunum, og höfgur ilm-
ur þeirra fyllti næturloftið ljúfum og framandi unaði. Þeir
voru komnir út úr útborginni Catumby og stefndu nú
þvert yfir opið torg yfir í útborgina Mata-Porcas. Á hæð
nokkurri á vinstri hönd gnæfði kastalaleg bygging, girt
múrvegg einum allmiklum. Förunautur Sölva var ákaflega
varkár og hræðslulegur, þegar þeir fóru fram hjá byggingu
þessari, enda glopraðist út úr honum, að þetta væri hegn-
ingarhúsið, ög þar væru ávallt varðmenn á ferli.
Enn gengu þeir hratt svo sem hálfa klukkustund, unz
Brasilíumaðurinn nam að lokum staðar við lítið garð-
hlið. Hann svipaðist varfærnislega um og sagði svo æstur
og spenntur:
„Hér verðum við að komast yfir múrinn án þess að eftir
okkur verði tekið, og svo — svo erum við öruggir.“
Hann klauf upp á herðar Sölva og þaðan upp á múrvegg-
inn. Síðan seildist hann til félaga síns og hjálpaði honum
upp á eftir sér. Því næst stukku þeir báðir niður í garðinn
innan við múrinn, og Brasilíumaðurinn fleygði sér skyndi-
lega endlöngum, velti sér sem óður væri í grasniu og hróp-
aði í sífellu:
„Salvado! Salvado!“ — Síðan spratt hann á fætur, þaut
heim að litla húsinu í garðinum, drap þar að dyrum með
sérkennileguh mætti og hrópaði enn:
„Paolína! — Paolína!"
Kona í náttfötum opnaði guggablæjurnar, stakk höfðinu
út um gluggann og 'hrópaði með unglegri, en talsvert
djúpri röddu:
„Federigo!" — Það var ofsi og skjálfti í rómnum, og
nú var spurt og svarað með miklum hraða á spánska tungu,
svo að Sölvi skildi ekki neitt, hvað sagt var. Þó skildist hon-
um, að stúlkan furðaði sig á því, að Federigo skyldi hafa
ókunnan mann með sér, en hann skýrði málið fyrir henni
og róaði liana með því að segja, að gesturinn væri „amigo“
— vinur —, svo að ekkert væri að óttast. Þá opnaði stúlkan
dyrnar í snatri, þaut upp um hálsinn á Federigo og kyssti
hann kjökrandi af æsingu á báðar kinnar. Samkvæmt sið-
venju staðarins rétti hú nsíðan vangann að Sölva og virtist
dálítið undrandi og móðguð, þegar hann lét sem hann
skildi hana ekki, en lét sér nægja að kinka til hennar kolli
í kveðjuskyni og segja á blendingi úr ensku og spánsku:
„Good evening, Senorita!“
Þá mundi hún allt í einu eftir því, að í fátinu hafði hún
gleymt að varpa yfir sig sloppnum sínum, svo að hún þaut
skyndilega frá þeim og hvarf inn í húsið.
Paolína var systir Frederigos Nunez. Móðir þeirra syst-
kinanna, gömul kona, var enn á lífi, og dvöldu þær mæðg-
ur einar þarna í húsinu ásamt gamalli múlattakonu, er
fóstrað hafði Paolínu í bernsku. Þeir félagar gengu nú inn
í stofuna, og að vörmu spori kom unga stúlkan aftur með
Ijós í annarri hendi, en bakka með víni, brauði og ávöxt-
um í hinni. Hún setti bakkann og ljósastjakann á borðið,
(Framhald).
31