Samvinnan - 01.05.1948, Síða 6
1848 OG 1948
Lærdómar
liðins tíma
Flóðbylgjan 1848.
VORIÐ 1848 — eins og vorið 1948 — var
byltingartíð í Evrópu. Órói, sem hófst
af sniávægilegum erjuni í Palermo, var orð-
inn allsherjarbylting í París áður en árið var
liðið. Byltingarnar komu hver á fætur ann-
arri, unz svo var komið, ;ið vart var nokkur
ríkisstjórn frá Spáni til Póllands, sem ekki
hafði orðið fyrir barðinu á þeim að meira
eða minna leyti. Jafnvel í Bretlandi var
ókyrrð. I>etta var ár kommúnistaávarpsins, og
þetta ár ritaði Nikulás Rússazar Viktoríu
drottningu: „Hvað stendur eftir í Evrópu?"
Enda þótt byltingarnar fyrir hundrað ár-
um hafi nær því allar farið út um þúfur,
og hefðu ekki gagngerð áhrif á líf Evrópu-
þjóðanna næstu áratugina á eftir, fer vel á
því, að minnast ársins 1848 á árinu 1948.
Bæði árin eru kennd við ókyrrð og óvissu,
ótti og angist áttu í þeim djúpar rætur, og
yfirleitt var ástandið sjúkt. Við höfum að
sjálfsögðu miklu betri tækifæri en kynslóðin,
sem uppi var fyrir 1914, að skilja og meta
menn byltingarársins 1848. Við eigum sam-
eiginlega, með langöfum okkar og langömm-
um, erfiðleika, hættur — og tækifæri, óróa-
tíma. Það eru þessi sálfræðilegu bönd, sem
tengja okkur fastast við kvnslóðina frá 1848,
hversu breyttar sem stofnanir okkar og ytri
kringumstæður annars eru orðnar. Ekki þarf
annað en líta í blað eða tímarit frá því fyrir
miðja 19. öldina til þess að finna þar and-
rúmsloft ókyrrðar og óánægju yfir því, hvern-
ig gekk að stjórna veröldinni, ótta gagnvart
framtíðinni, en samt sterka trú á því, að
mannkynið gæti, þrátt fyrir allt, ef það beitti
allri vizku sinni og siðgæði, fundið leiðina
til hamingjuríkara lífs á jörðunni. í þessum
ritum má og sjá, að ekki voru allir á eitt
sáttir um leiðina að þessu marki, þar voru á
ferð andstæðir spádómar, efablandnir menn
og örvæntir.garfullir, en eigi að síður miklar
og lifandi umræður um örlög mannsins, og
þessar umræður hafa vissulega átt sinn þátt
í'því að móta veröldina eins og hún lítur út
í dag.
A þessu tímabili rekst maður á Carlyle,
iiruggan á yfirborðinu um ágæti læknisað-
gerða þeirra, er hann ráðlagði gegn sjúku
stjórnmála- og fjárhagsástandi, en hið innra
með sjálfum sér eins reikulan í ráði og óham-
ingjusaman og stjórnmálaskriffinna nútím-
ans. A þessu ári var Marx þegar búinn að
tilkynna veröldinni aðalatriði boðskapar síns
í gegnum kommúnistaávarpið. Og á þessu ári
ritaði heimspekingurinn Emerson í dagbók
sína: „París, 6. maí: Götur höfuðborgarinnar
hafa misst trén fögru, þau voru öll liöggvin
niður í götuvirki í íebrúar. Við árslokin verð-
ur hægt að gera upp reikningana og sjá,
hvort byltingin var þess virði.“
SAGNFRÆÐINGURINN, sem ætlar sér að
greina frá því, sem líkt var með árunum
1848 og 1948 í stórum og smáum atriðum,
kemst fljótt að því, að þar var margt líkt
með árunum og margt ólíkt með þeim.
Því rneir, sem hann einblínir á hinar ytri að-
stæður mannsins, á vélar hans, borgir, stjórn-
mála- og efnahagskerfi, því betur sér hann
það, sem ólíkt er. En því meiri rækt sem hann
leggur við að kynna sér lijörtu mannanna
og skapgerð þeirra, allt það, sem þeir
hata, vona og óttast, því betur sér hann það,
sem líkt er.
Þeir áttu enga atómbombu árið 1848, og
raunar áttu þeir ekkert grimmilegra vopn en
frumstæðar vélbyssur og marghleypta riffla.
En samt höfðu þeir þungar áhyggjur af
í þessari grein raeðir ameríski sagnfræð-
ingurinn CRANE BRINTON byltingar-
tíðina í Evrópu órið 1848 og óstandið
í veröldinni í dag. Mannkynið leitar
enn að leiðum að takmarki, sem for-
feður okkar sáu í hillingum
auknum möguleikum mannskepnunnar til
þess að tortíma náungum sínum. Þeir höfðu
engan síma, ekkert útvarp og aðeins ófull-
komin símritunartæki. Þeir áttu engin tæki
til þess að útbreiða áróður til fjöldans í lík-
um mæli og þessi kynslóð. Samt sem áður
höfðu þeir þungar áhyggjur af „kúgunarvaldi
meirihlutans", og þeim möguleika, að spilltir
leiðtogar notfærðu sér trúgirni og fáfræði
fjöldans.
Þeir höfðu ekki haft neitt heimsstríð á ár-
unurn íyrir 1848. Þeir höfðu meira að segja
búið við ástand, sem nálgaðist að vera heims-
friður, síðan 1815. Staðbundnir ófriðir voru
að vísu uppi á þessu tímabili. En ókyrrðin,
sem greip um sig 1848, var ekki, líkt og nú, af
völdum styrjaldar. Ófriðarhættan lá samt allt
af í loftinu, og í lausn vandamálanna voru al-
þjóðasamskiptin ævinlega þung á metunum.
Árið 1848 voru uppi tvær andstæðar þjóð-
félagsstefnur, sem mönnum liætti til að
kenna við tvær andstæðar þjóðir, Frakkland,
er var frjálslynt lýðveldi, og Rússland, aftur-
haldssamt keisaradæmi. Óttinn við einvígi í
milli Frakklands og Rússlands út af skipt-
ingu Miðevrópu og Ítalíu í áhrifasvæði, varð
aldrei að veruleiká, og þegar við lesum sög-
una nú, sjáunt við gerla, að slíkt einvígi var
mjög ólíklegt eins og á stóð. En árið 1848
voru menn rnjög kvíðafullir og óttuðust átök,
og þessi ótti setti svip á athafnir þeirra. Þeir
urðu öfgafyllri og ósamvinnuþýðari og fljót-
ráðari.
HVERGl er augljósari munurinn á þessum
árum, 1848 og 1948, en þegar litið er til
hlutverks Bandaríkjanna. Þá voru þau fjar-
læg ntiðpúnkti heimsins, áhugalítill áhorf-
andi byltingatímans í Evrópu. Bandaríkja-
6