Samvinnan - 01.05.1948, Blaðsíða 8
Eflir JOIIN COLLIER
Framliald
Hún var í þungu skapl þegar In'm vaknaði
morguninn eftir. l>á beið hennar það verk að
matbúa mikla máltíð handa Maríu. Þegar
því var lokið kallaði Fred hana á eintal.
„Heyrðu," sagði hann. „Þetta gengur ekki.
Eg get ekki látið þig sofna úti eins og sígauna.
Og nú skaltu heyra hvað mér hefir dottið
í hug. Eg fer að stunda loftfimleika á ný. Eg
kann tðluvert af þeim listum og mér þykir
skemtntilegt að stunda þær. Eg hefi hara ekki
haft tíma né tækifæri til þess að æfa mig
vegnu þess að eg hefi þurft að annast Maríu,
en ef þú sérð um hana getum við haft tvö
númer á sýningarskránni, og þá öflum við
brátt svo mikilla peninga að við getum. .. .“
„Já“, sagði Rósa.
„Að við getum síðar keypt dráttarvagn
handa þér.“
„Jæja,“ sagði Rósa og sneri sér frá honum.
Brátt sneri hún sér þó að honum aftur og leit
á hann logandi augum. „Það má vel vera að
þú vitir heilmikið um grísi og gyltur," sagði
hún biturlega. „Að þú getir stokkið heljar-
stökk og sýnt töfrabrögð, riðað körfur og
hundið sófla, og eg veit naumast hvað eg á
til að taka, en eitt er þó, sem þú hvorki veizt
né kannt". Þegar Rósa hafði sagt þetta hljóp
hún burtu og faldi sig á hak við runna þar
sem hún grét beisklega.
Eftir nokkru stund sefaðist hún að gekk
heim að vagninum. Fred kenndi henni að
baða Maríu, síðan þurfti að slíta burtu öll
þau hár, sem til óprýði uxu, og það verk var
liarla sárt fyrir fingurna, því næst var María
núin um allan skrokkinn upp úr andlits-
smyrslum, þá var hún dyft og klaufir henn-
ar skornar og gljáðar.
Rósa ,sem var fastákveðin í því að gera sitt
bezta bældi niður andúð sína á grísnum og
rækti að lokum þessi morgunstörf á mjög
sæmilegan hátt. í fyrstu var hún blátt áfram
þakklát fyrir það að hinn dekursjúki grís
skyldi þekkjast þjónustu hennar án þess að
sýna mótþróa. Til lengdar get henni þó ekki
dulist meinfýsni glampinn í augum Maríu.
En henni vannst ekki tími til þess að sýta
yfir honum. Strax og morgunsnyrtingunni
var Iokið mátti hún taka til óspilltra málanna
að búa til hádegisverðin. Og að loknum há-
degisverði var María vön að ganga stutta
skemmtigöngu, nema á laugardögum, en þá
var jafnan síðdegissýning, svo að hún varð
að hvílast til undirbúnings undir erfiði því,
sem sýningunum fylgdi. Fred sagði að lienni
þætti gott að láta skrafa við sig og klóra sér
dálítið á bakinu á meðan hún hvíldist. Og
Rósa komst brátt að því að María vildi láta
klóra sér meira eu dálítið. Þá þurfti að núa
hana upp úr húðsmyrslum á ný. Og var þá
8
kominn tími til þess að fara að hugsa um
kvöldverðinn. Þegar þessu dagsverki var lok-
ið þakkaði Rósa fyrir að mega skríða undir
vagninn og Ieggjasl til hvíldar á hálmpok-
anum.
Þegar Rósa hugsaði um rúmið uppi í vagn-
inum, um Fred og alla einfeldni hans, lá við
hjarta hennar brysti. Það eina, sem gaf henni
þrek til að þola þetta var það að hún elskaði
hann svo ósegjanlega mikið þrátt fyrir allt, að
hún fann að ef þau aðeins fengju næði til
þess að kyssast ofurlítið meira mundi kann-
ske svolítill ljósgeisli megna að rjúfa þoku
einfeldni hans og sakleysis.
Og á hverjum degi beið hún þessa tæki-
færis, en það kom aldrei. María sá um það.
Öðruhvoru stakk Rósa upp á því að þau
færu stuttar gönguferðir, en þá byrjaði jafnan
hinn andstyggilegi grís að brauka og ríta svo
hún varð að dekra við hann þangað orðið var
um seinan að hugsa um skemmtigöngu. Fred
æfði sig og þjálfaði af mikilli kostgæfni og
hörku, — en til hvers? Til þess að geta síðar
keypt vagn til að tengja aftan í hjólahúsið
handa Rósu.
Með hverjum degi, sem leið varð Rósu
betur ljóst að hún var orðin þræll þessar kenj-
óttu og dekursjúku gyltu. Hana verkjaði í
bakið og hendur hennar voru orðnar rauðar
og sprungnar. Henni gafst aldrei stundarfrið-
ur til þess að snyrta sjálfa sig, og því síður
nokkurt tækifæri til þess að vera ein með
elskhuga sínum. Fötin hennar voru orðin slit-
in og óhrein, og brosið var horfið af vörum
hennar. Hárið, sem fyrr var svo fagurt, féll
nú í óhirtum rytjum um höfuð hennar og
hún var hætt að hafa löngun til þess að
hirða það, enda gafst enginn tími til þess.
Rósa reyndi að tala um þetta ástand við
Fred, en það leiddi einungis til ásakana og
liarðyrða. Fyrir sitt leyti reyndi hann að sýna
henni ást sína á ótal vegu, en nú orðið skoð-
aði hún þær tilraunir sem spott og spé frá
hans hendi og galt með illyrðum. Þá gafst
liann upp og komst að þeirri niðurstöðu að
hún elskaði hann ekki lengur, og það sem
verra var: Hún fór sjálf að trúa því að hún
væri hætt að elska hann. Þannig leið sumarið,
og fór sífellt versnandi. Nú var svo komið að
vel liefði mátt halda að Rósa væri sígauna-
stelpa.
Brumberin voru nú orðin þroskuð á ný, og
Rósa hafði íundjð marga og stóra runna al-
setta berjum. Þegar hún bragðaði berin,
streymdu endurminningarnar frá síðasta
sumri um sál hennar eins og flóðalda, og
hún flýtti sér á fund Freds. — „Fred,“ hróp-
aði hún. „Brumberin eru orðin þroskuð.
Smakkaðu." Og liún rétti honum ber í lófa
sínum. Fred tók nokkur ber og bragðaði þau.
Rósa beið í ofvæni.
„Já,“ sagði hann. „Þau eru fullþroskuð.
Hún fær enga kveisu af þeim. Farðu með
hana þangað út seinni partinn í dag og láttu
hana borða dálítið af berjunum."
Rósa sneri sér frá honum án þess að mæla
orð. Síðari hluta dagsins tók hún Maríu með
sér í berjamóinn. Strax og María sá berja-
runnana tók hún til að háma í sig berin af
mikilli græðgi. En Rósa, sem þessa stundina
hafði ekkert að starfa við að þjóna gyltunni,
settist niður og grét beisklega.
Meðan hún sat þarna grátandi heyrði hún
allt í einu rödd, sem spurði hvað þarna væri
um að vera, og þegar hún Ieit upp kom hún
auga á gamlan feitan og góðlegan bónda.
„Hvað er að stúlka mín?“ spurði hann.
„Ertu svöng?"
„Nei, eg er ekki svöng," svaraði hún, „en
mér er kökkur í háisi."
„Hvað veldur þ\í?“ spurði bóndinn.
„Grís,“ svSraði hún og kjökraði.
„Það er þó sannarlega ekkert til þess að
vola yfir. Ekkert í lieiminum er eins dásam-
lega gott og flesk. Eg skyldi vinna það til að
hafa magapínu hvern einn og eilífasta dag ef
hún kæmi af því að borða flesk."
„Það er ekki flesk," sagði Rósa. „Það er lif-
andi grís.“
„Hefir hann stolist burtu?“ spurði bónd-
inn.
„Nei, en eg vildi næstum því óska að liann
hafði gert það,“ svaraði hún. „Eg er svo ör-
væntingarfull að eg veit engin lifandi ráð."
„Segðu mér betur frá því, sem amar að
þér,“ sagði bóndinn. „Ofurfítif hluttekning
ætti ekki að skaða."
Og nú sagði Rósa honum frá Fred og
Maríu, og frá öllum sínum vonum. Hvernig
allt hefði farið út um þúfur. Hvernig hún
hefði orðið þræll þessa hræðilega dekursjúka
\g afbrýðissama griss. Já, hún sagði honum
allt nema ofurlítið, sem hún mundi aldrei
hafa fengið sig til að segja nokkrum bónda,
hvað feitur og vingjarnlegur sem hann hefði
verið.
Bóndinn ýtti halttinum niður fyrir augu,
og klóraði sér hugsandi í hnakkanum.
„Ja, virkilega," sagði hann. „Það er naum-
ast að maður trúi þessu."