Samvinnan - 01.05.1948, Qupperneq 10
iiiiiiiiiimiiiiiMiiiiiiiiiiiiimmimiiiiiMimmmmmimiimiiim»»*
Frá aðalfundum kaupfélaganna
Kaupfélag Eyfirðinga.
Aðalfundur KaupfA'ags Eyfirðinga var haldinn
á Akureyri 19. og 20. apríl s. 1. Fundinn sóttu
234 fuHtrúar frá 24 félagsdeildum í umboði
4656 félagsmanna. Hafði félagsmönnum fjölgað
um 118 á árinu. Auk fulltrúanna sátu fundinn
stjórn félagsins, framkvæmdastjóri og deildar-
stjórar, endurskoðendur og allmargir gestir.
Þórarinn Kr. Eldjárn, hinn nýkjörni formaður
félagsins, flutti skýrsiu stjórnarinnar. f fundar-
byrjun minntizt hann Einars Árnasonar á Eyrar-
landi, sem andaðist i nóvember sh, rakti störf
hans fyrir félagið ng giftu þá, sem jafnan
hefði fylgt störfum hans. Risti fundarmenn úr
sætum í virðingarskyni við hinn látna samvinnu-
leiðtoga. í skýrslu þeirri, er Þórarinn Kr. Eld-
járn flutti af hálfu stjórnarinnar, um helztu
framkvæmdir á sl. ári, voru þessi atriði helzL:
Keypt var bílaverks'æði á Dalvfk til þess að
annast vélaviðgerðir fyrir félagsmenn í Dalvík
og Svarfaðardal. Keypt hálf jörðin Sjáland í
Grímsey ásamt íbúðarhúsi fyrir útibússtjóra
félagsins þar. Keyptir olíukynntir katlar úr
Hvalfirði fyrir ketilhús Mjólkursamlagsins, sem
ákveðið er að reisa í Grófargili. Hafin viðbótar-
bygging fyrir Skipasmlðastöð félagsins á Odn-
eyrartanga og húsrúm ætlað þar fyrir málm-
húðunarverkstæði það, sem félagið hyggst koma
á fót. Haldið áfram byggingu verzlunarhússins
við Hafnarstræti og hraðfrystihúsa í Datvik og
Hrísey. í skýrslu sinni um rekstur og hag fé-
lagsins rakti Jakob I'iirnannsson framlivœmda-
stjóri mjög ýtarlega starfrækslu einstakra deilda
félagsins, skýrði frá hag þeirra á árinu og las
upp reikninga þeirra. Af skýrslu hans kom í
Ijós, að heildarsala allra starfsgreina félagsins
á innlendum og erlendum afurðum varð um
68 millj. króna og er það hæsta upphæðin í
sögu félagsins. Vegna lækkaðrar álagningar og
aukins tilkostnaðar varð heildarafkoma félagsins
ekki eins góð og áöur. Rekstursafgangur til
ráðstöfunar fyrir aðalfund af almennri, ágóða-
skyldri úttekt varð 271.588.72 og lagði stjórnin
til að greiddur yrði 4% arður. Ennfremur að
brauðgerðin grciddi 5% arð og lyfjabúðin 5%
arð. Samkvæmt skýrslunni voru innstæður (é
lagsmanna í innlánsdeildum, stofnsjóðum cg
viðskiplareikningum kr. 19.747.108.14 en sku'. 1-
ir þeirra kr. 337.458.50. Höfðu ástæður félagmna
gagnvart félaginu batnað á árinu um kr. 2.004.
584.89. Innstæða í stofnsjóði var í árslok <r.
3.324.58489 og hafði aukizt um 294.279.73. -
Úlborgað úr stofnsjóði á árinu samtals kr. 102.
745.70. Innslæður félagsmanna í innlánsdeild
námu kr. 10.805.685.74 og höfðu aukizt um
kr. 1.329.189.18 á árinu. Árið 1947 greiddi félag-
ið um 450 j)ús. kr. til félagsmanna, sem arð af
viðskiptum ársins 1946, fyri, utan arð af lyfja-
búðar- og brauðgerðarvörum. í skýrslu fram
kvæmdasljóra og endurskoðenda, kom fratu. að
eignir félagsins eru varlega metnar og fjárhagur
þess mjög traustur.
BYGGINGAMÁL SVEITANNA.
Á fundinum urð'. allmiklar umræður um
byggingamál sveitanna í tilefni af tillögu frá
stjórn félagsins. Er lillaga þessi svohljóðandi:
„Aðalfundur KEA felur stjórn félagsins að
gangast fyrir stofnun hlutafélags til að annast
byggingaframkvæmdir fyrir lélagsmenn".
Ætlunin cr að þátttakendur í félagi þessu
verði, auk kaupfélagsins, byggingamenn og verka-
menn og taki jrað að sér byggingaframkvæmdir
Munu menn gera sér vonir um, að með jaessum
hætti muni e. t. v. takast að greiða úr þcim
erfiðleikum, sem á því eru að fá fagmcr.u til
vinnu við byggingar í sveitum.
Þá var samþykkt eftirfarandi tillaga um vot-
heysgryfjur, í framha'd af þeim umræðum, sem
um það mál urðu á ársfundi Mjólkursamlagsins.
„Aðalfundur KEA skorar á stjórn félagsins
að láta fram fara rannsókn á jní, hve almennur
vilji er fyrir hendi hjá bændum um að fá steypt-
ar votheysgryfjur. Komi í ljós við rannsókn al-
mennur áhugi fyrir þessu, treystir fundurinn
stjórn félagsins að hefjast handa um fram-
kvæmdir".
SAMVINNUÞV OTT AHÚS.
Eftirfarandi tillaga var sampykkt einróma,
flutt af fulltrúa Akureyrardcildar:
„Aðalfundur Kaupfélags Eyfirðinga, h.dt.inn
á Akureyri 19. og 20. apríl 1948, samþykkir að
fela stjórn félagsins og deildarstjórum á hverjum
stað, að rannsak möguleika á því að koma upp
félagsþvottahúsum til afnota fyrir heimill á
félagssvæðinu, bæði hér í bæ og sveitum og
sjávarþorpum. Ef skilyrði eru fyrir hendi "g
áhugi og skilningur ' þess.i máli kemur í Ijós,
vænlir fundurinn að undirbúningur verði haf-
inn að starfsemi þessari".
FULLTRÚAKJÖR.
Allmiklar umræður urðu um tillögu frá stjórn-
inni um að fækka fulllrúum á aðalfundi, þar
sem fyrirsjáanlegt væri, að ftindirnir væru að
verða svo umfangsmiklir sakir fjölmennis, að
erfitt væri úr að greiða. Samþykkt var að vísa
þessari tillögu til félagsdeildanna og liggi álil
þeirra fyrir næsta aðalfundi.
Kaupfélag Svalbarðseyrar.
Aðalfundur Kaupfélags Svalbarðseyrar, hinn
59. í röðinni, var haldinn í samkomuhúsi Sval
barðsstrandar hinn 12. apríl sl.
Mættir voru 32 fulltrúar, auk stjórnar og
framkvæmdastjóra. Formaður félagsstjórnarinnar,
Jón Laxdal, setti fundinn. Framkvæmdas'.iórinn,
Finnur Kristjánsson flutti skvrslu i:m reksti.r
félagsins 1947. Heildarvörusalan varð kr. 1.928.
509.00 og haði aukizt um rösklega 121 þús. kr.
Innstæður viðskiptaraanna námu 950 þús. kr.,
og stofnsjóður félagsmanna kr. 86.488.00. Sam-
eignarsjóðir eru kr. 221.289.00 — Samþykkt var
að úthluta 3y2% arði.
VÖRUSKORTÚR.
Á fundinum var upplýst, að það sem félagið
hefir fengið af vefnaðarvörum og búsáhöldum
frá sl. áramótum, er ekki í neinu samræmi við
útgefna skömmtunarmiða til félagsmanna. Hafa
félagsmenn því orðið að leita út fyrir verzlunar-
svæðið til kaupa á þrssum vörum.
Ákveðið var að minnast 60 ára afmælis fé-
lagsins á næsta ári. Að loknum fundi hélt félagið
skemmtun fyrir fulltrúa og gesti þeirra.
Kaupfélag Verkamanna.
Aðalfundur Kaupfélags verkamanna Akur-
eyrar var haldinn hinn 14. apríl s. 1. Samkvæmt
skýrslu stjórnar og framkvæmdastjóra varð vöru-
sala félagsins á árinu 1947 kr. 1.206.719.07 og
hafði aukizt um 29% að krónutali. Samþykkt
var að greiða félagsmönnum 10% arð.
Kaupfélag Þ»ingeyinga.
Aðalfundur Kaupfélags Þingeyinga var settur
í samkomuhúsinu í Húsavík þriðjudagiim 20.
þ. m. og stóð yfir í tvo daga. Fundinn sáti 80
fulltrúar, auk félagsstjórnar, framkvæmdastjóra
og endurskoðenda.
Framkvæmdastjóri, Þórhallur Sigtryggsson,
flutti þar sína venjulegu ársskýrslu yfir rekstur
og hag félagsins á árinu, sem var Jjökkuð af full-
trúum og fundargestum með almennu lófataki.
Vörusala félagsins var 7.358.034.29 og hafði
hún aukizt á árinu um 2.224.712.69.
Samþykkt var að greiða til félagsmanna 5%
arð af ágóðaskyldri últekt þeirra.
Fyrir fundinum lágu engin stór mál, því að
i fyrra samþykkti aðalfundur miklar framkvæmd-
ir, sem nú standa yfir. Nýtt brauðgerðarhus
tekur til starfa í stimar, haldið verður áfram með
verzlunarhúsbyggingu, sem haíin var í fyrra
og hafin verður bygging í sumar á stóru hrað
frystihúsi, sem félagið á stóran hlut í.
í mörg ár hefur Björn Sigtryggsson Dóncti
á Brún verið félagsstjórnarfonnaður, en á þessum
fundi mætti hann ekki, vegna langvarandi veik-
inda, og hafði hann lýst því yfir, að hann tæki
ekki endurkosningu. í hans stað var kosinn i
stjórnina Úlfur Indriðason bóndi á Héðinshöfða,
sem búinn var að vera varamaður í allmörg ár.
Karl Kristjánsson, odclviti Húsavík, var kjörinn
formaður félagsins.
Tveir nýir menn voru kosnir í varastjórn,
jieir Steingrímur Baldvinsson bóndi í Nesi og
Tryggvi Sigtryggsson bóncli á Laugabóli.
SKEMMTIKVÖLD FYRIR FÉLAGSMENN.
Eins og að undanförnu hafði kaupfélagið
tvö skemmtikvöld fyrir fulltrúa og gesti þeirra.
Fyrra kvöldið var kvöldvaka, sem skcmmtinefnd
félagsins stóð fvrir. Hófst hún með því að kirkju-
10