Samvinnan


Samvinnan - 01.05.1948, Page 15

Samvinnan - 01.05.1948, Page 15
lykta, hvaða afstöðu hinir íslenzku fulltrúar hafa til þeirra tekið o. s. frv. En þetta geta menn því aðeins að gagni, að þeir þekki markmið banda- lagsins, grundvallaratriði í skipulagi þess, starfsreglur þess hinar helztu og vald þess og valdbeiting. Réttindi og skyldur þjóðarinnar gagnvart banda- laginu þurfa menn og auðvitað að þekkja, eins og áður hefur verið minnzt á. Þau atriði hefði meira að segja átt að kynna þjóðinni rækilega, áður en horfið var að því ráði að ganga í bandalagið.'Hér ber því allt að sama brunni, að þjóðinni ber beinlínis skylda til að kynna sér sent bezt allt, er lýtur að Sameinuðu þjóðunum og starfsemi þeirra. Tómlæti: manna í þeim efnum er hættuleg uppgjöf. Þeir menn, sem gera vilja sem minnst úr stofnun og starfsemi Sameinuðu þjóð- anna, vinna hinu mikilvæga málefni liið mesta ógagn.“ MARKMIÐ OG GRUNDVALLARREGLUR. Einn kafli bókarinnar ljallar um markmið Sameinuðu þjóðanna og grundvallarreglur þeirra. í þeim kafla segir m. a. svo: „Stofnskrá Sameinuðu þjóðanna hefst á einskonar stefnuskrá eða al- mennri greinargerð fyrir þeim aðal markmiðum, sem hinar sameinuðu þjóðir vilja vinna að. Þar lýsa Samein- uðu þjóðirnar því yfir, að þær séu staðráðnar í að bjarga komandi kvn- slóðum frá hörmungum styrjalda, treysta trúna á mannréttindi og mann- helgi, jafnrétt karla og kvenna og allra þjóða, hvort sem stórar eru eða smáar, skapa skilyrði þess, að hægt sé að halda uppi réttlæti og virðingu fyrir þjóð- réttarskyldum, stuðla að félagslegum framförum og bættum lífskjörum við vaxandi frelsi. Til þess að þetta megi verða, heita þær Joví að lifa saman í friði og sýna hver annarri umburðar- lyndi, sameina mátt sinn til að varð- veita friðinn í heiminum, tryggja Jjað með því að játast undir vissar grund- vallarreglur og stofnun ákveðins skipu- lags, að vopnavaldi verði ekki beitt, nema í Jíágu sameiginlegra hagsmuna og starfrækja alþjóðastofnun til að efla fjárhagslegar og félagslegar fram- farir allra Jojóða. Þessi stefnuskrá lætur vel í eyrum. Hún boðar uppfyllingu óskadraums hins hrjáða mannkyns. Hún boðar æ- varandi frið, jafnrétti, bræðralag og réttlæti í samskiptum Jojóða. Og hún flytur mönnum einnig boðskap um bætt lífskjör og vaxandi frelsi. Þetta eru jafnvel glæsilegii fyrirheit en hina víðsýnustu hugsjónamenn hefur dreymt um. Það er því sannarlega ekki að undra, þó að menn hafi hvarvetna hlustað á þennan boðskap með at- hygli að fögnuði. En Jressi yfirlýsing er aðeins stefnuskrá. Hún hefur í raun- inni ekki beina lagalega Jrýðingu, því að með henni eru ekki lagðar neinar s'érstakar skyldur á hin einstöku ríki í bandalaginu. Þó getur þessi yfirlýsing í innganginum verið til leiðbeiningar við skýringu á eftirfarandi ákvæðum stofnskrárinnar. í öllu falli er hún há- tíðleg stefnulýsing, sem hinar einstöku þjóðir eru siðferðilega bundnar af. í 1. gr. stofnskrárinnar er annars nánar skýrgreint, hver séu markmið bandalagsins. Eru Jjau talin þar upp í fjórum liðum, og eru þessi: 1. Að varðveita aljnjóðafrið og öryggi og gera í því skyni virkar sameigin- legar ráðstafanir til að koma í veg fyrir og draga úr hættu á friðrofi. til að bæla niður árásaraðgerðir eða annarskonar friðrof og til að koma á sættum eða annarri friðsamle?ri lausn milliríkja deilumála eða á- stands, sem leiða kann til friðrofs, enda séu þær sættir, sem þannig er á komið, í samræmi við grundvallar- reglur réttvísi og þjóðaréttar. 2. Að efla vinsamlega sambúð Jajóða á milli, er byggð sé á jafnrétti þeirra og sjálfsákvörðunarrétti. 3. Að koma á al]}jóðasamvinnu um lausn fjárhags-, félags-, menningar- og mannúðarmála, og til að stvrkja og stuðla að virðingu fyrir mann- réttindum og mannhelgi allra án til- lits til kynþáttar, kyns, tungu eða trúarbragða. 4. Að vera miðstöð til þess að samræma aðgerðir þjóðanna í Jressu skyni. Öll eru atriði Jjessi mikilvæg, og framkvæmd þeirra getur haft mikil og góð áhrif á sambúð Jajóðanna, og á framtíð þeirra og alls mannkynsins. En öll miða atriði þessi í rauninni að hinu sama marki, að því að tryggja frið og öryggi í heiminum. Það er kjarninn í markmiði Sameinuðu þjóð- anna. Það er sá rauði þráður, scm gengur í gegnum stofnskrá þeirra, bæði innganginn, fyrstu greinina og önnur ákvæði hennar. Stofnun Sameinuðu þjóðanna hvílir á hugsjónunum um ævarandi frið og öryggi fyrir alla. Það er fyrst og fremst tilgangur samtak- anna að gera Jressar hugsjónir að veru- leika. Þeim tilgangi verður ekki náð einvörðungu með sameiginlegum refsiaðgerðum gegn friðrofum og þeim, er stofna til ófriðarhættu. Glæp- ir og afbrot koma alltaf öðru hvoru fyrir, þó að refsing sé við Jreim lögð. Markmiði Sameinuðu Jrjóðanna verð- ur því aðeins náð til fullnustu, að hægt verði að nema burtu orsakir styrjalda, að hægt verði að koma í veg fyrir Jiað ástand í þjóðfélögunum, sem oft hefir orðið undirrót ófriðar. Það er sá sann- leikur, sem höfundar stofnskrárinnar hafa í huga, er þeir sömdu 2. og 3. lið 1. gr. stskr. Markmiðið þar er að fjar- lægja eða koma í veg fyrir ýmsar or- sakir styrjalda. í stuttu máli má segja, að markmið Sameinuðu J^jóðanna sé að tryggja öllum frið, frelsi og réttlæti og stuðla að bættum lífskjörum öllum til lianda, svo að allt fólk, hvar sem er á hnettin- um, geti lifað mannsæmandi lífi. í 2. gr. stofnskrárinnar eru settar fram þær meginreglur, sem bandalag- ið, og hin einstöku ríki innan þess, eiga að fylgja í viðleitni sinni til að ná framangreindum markmiðum. Sanrkvæmt fyrsta lið 2. greinar bygg- ist bandalagið á meginregiunni um fullveldis jafnræði þeirra ríkja, sem í því eru ('„sovereign equality of all its members"). Allar hinar sameinuðu Jrjóðir, hvort sem þær eru fámennar eða fjölmennar, hvort sem Jrær eru fá- tækar eða ríkar, og hvort sem þær eiga yfir að ráða litlum eða miklum her- styrk, eiga eftir Jressu að njóta Jiess jafnræðis, sem viðurkennt er að al- Jrjóðalögum, að öll fullvalda ríki cigi rétt á. Sennilega á Jrað einnig að felast í ákvæði þessu, að öll bandalags-ríkin skuli vera eða teljast fullvalda. Naum- ast verða Jró öll stofnríki bandalagsins talin fullvalda í venjulegum skilningi þess orðs.... Enda þótt jafnræði hinna samein- uðu Jrjóða sé viðurkennt í stofnskránni sem grundvallarregla, fer auðvitað ekki hjá því að áhrif þeirra í banda- laginu verði misjöfn í framkvæmd- inni. Samkvæmt eðli málsins hljóta (Framhald á bls. 2S) 15

x

Samvinnan

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.