Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 11

Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 11
Þetta land er Usti- garbur lífs í heimsins eyðimörk, kvad skáld Máranna um Anda- iusiu. — Andrés Krist- jánsson, blaðamaður segir hér frá /íáízð z Sevillu, hjartaborg Spánverjans. A SÆLUVIKU I SEVILLU Appelsínutrjágarðar, pálmagöng, blómskrúð og blikandi sól frá blá- djúpum himni — það er Andalúsía, vesturlandið, senr skáld Máranna kváðu um: Þetta land er lystigarður lífs í heimsins eyðimörk. Dýrð Granada, skáldmærð Kor- dófu og yndi Sevillu — það er þrí- stirnið í Andalúsíu. Sá, sem ekki hefur komið til Sevillu, hefur enga dásemd séð, segir spanskt máltæki. Yndi þrá menn mest í þessurn heimi, og þess vegna er Sevilla skærasta stjarnan í Andalúsíu og raunveruleg höfuðborg hennar. Þegar við ókum yfir brúna á Guadalquivir með Gullturn Péturs grimma á hægri hönd, sunnudags- morguninn 26. apríl í vor, var sann- arlega sólskin í Sevillu. A árbakkan- um sátu tötralegir verkamenn og reyktu heimagerða vindlinga, börn örbirgðarinnar við dyr allsnægtanna — það er líka Sevilla. Eg reika með norskum vini mín- urn yfir sólheitt torg inn í skugg- sæla Slöngugötu, og við fáum okkur sæti við borð á gangstéttinni. Eftir eitt lófaklapp skundar þjónninn til okkar nreð bjórglas og súra smá- krabba á diski — aukagetu, sem bann ætlast alls ekki til greiðslu fyrir, það er aðeins tákn um hjarta- gæzku hans og gestrisni. Eímhverfis okkur sitja aðeins karlmenn, hlæj- andi og masandi yfir ölglasi eða vín- staupi. Hvergi er konu að sjá. Við klöppum á þjóninn: „Vinur, eru eng- ar konur í þessari borg?a „Senor, komdu klukkan sjö, nú er La Feria — sæluvika í Sevillu.“ Sevilla er hjartaborg Spánverjans og rúmar eðli hans allt — dýpsta guðsótta og björtustu lífsgleði. Og fyrst skal gjalda guði það, sem guðs er. Á pálmasunnudag hefst helgivik- an í Sevillu. Engin borg er alvarlegri á svipinn fram yfir föstudaginn langa. Menn fara í grafargöngu um götur og stræti með dýrlingamyndir, klæddir hvítum og svörtum höklum með háar keiluhettur, sem falla á axlir, en aðeins smágöt fyrir munn og augu, undir forystu 48 bræðra- og nunnu- reglna. Pílagrímarnir streyma til Sevillu — Mekku Spánar. En bíðum við, lífið á líka sinn hlut. Á eftir kemur La Feria — sælu- vikan. Þá er nú upplitið annað. Þá er engin gleði of skær, enginn tónn of bjartur, ekkert litskrúð of fagurt, enginn dans of trylltur. Þá þyrpast pílagrímar gleðinnar til borgarinnar, og ég og hinn norski kunningi minn, verðum nauðugir viljugir að slást í þann hóp, þótt hvorugur eigi sína Mekku í spánskri gleði eða guðsótta. 11

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.