Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 16
Áhrif sönglistarinnar á húsdýrin
1. Ahrif sönglistarinnar.
Eftir því hef ég oft tekið, hver
áhrif sönglistin hefur á húsdýr þau,
sem ég hef haft undir höndum, eða
kynnzt á einhvern hátt. Því til
sönnunar langar mig að skýra frá
nokkrum atvikum, þar sem það hef-
ur komið ljósast fram.
Laust eftir 1880 keypti ég rauðan
hest, sjö vetra gamlan, hinn mesta
listaklár, sem ég hef þekkt. Svo fjör-
hár var hann, að heita mátti, að
aldrei fengist hann til þess að stíga
hægt spor. Þótt ég ræki á honum
klyfjahesta, þá tiplaði hann á dans-
andi hýruspori. Svo vel kom hann
við og var svo ásetugóður, að líkast
var því, sem setið væri á fjöðrum.
Engan hest vissi ég af honum bera
að skjótleik. Og svo léttfær var
hann, að kæmi hann að girðingu,
þar sem spýta var lögð yfir hliðið á
veginum, þá lyfti hann sér yfir spýt-
una án þess að hægja ferðina.
Rauður — svo var hann jafnan
nefndur — var kynjaður innan úr
Eyjafirði, og gaf ég fyrir hann 180
krónur. Það var svo að segja óþekkt
verð á þeim árum. Hann var í meðal-
lagi hár, skrokklítill, en vel limaður,
léttilegur og fagur, hvar sem á hann
var litið. Þó báru augun af, svo voru
þau tindrandi og fögur. Aldrei man
ég eftir, að honum yrði fótaskortur,
á hvað sem hann fór. Vitsmunahest-
ur var hann mikill. Kom það fram í
mörgu og meðal annars því, hve hann
varð fyrir miklum áhrifum af söng-
listinni.
Þann ókost hafði Rauður, að til
vandræða horfði í hvert sinn, sem
hann var járnaður. Fyrsta eða ann-
an veturinn, sem ég átti Rauð, tók
ég hann og teymdi heim í bæjardyr
til að járna hann. Bæjarhúsum var
þann veg skipað, að bæjardyr voru
víðar og á hvora hlið þeirra stofur.
Þá stóð svo á, að Sigurgeir bróðir
minn, síðar söngkennari á Akureyri,
var að leika á hljóðfæri, þegar við
byrjuðum að járna. Nú bregður svo
við, að Rauður stendur grafkyrr, og
við þessa músik járnuðum við hann
til fulls, án þess að hann hreyfði sig
hið minnsta. Upp frá því var vand-
ræðalaust að járna Rauð, ef leikið
var á hljóðfæri eða sungið á meðan.
En helzt þurfti söngurinn að vera
margraddaður. — Á þessum árum var
það alltítt, að um helgar á sumrin
væri riðið út, sem kallað var, til nær-
sveita eða eitthvað annað. Var þá
oft glatt á hjalla og sprett úr spori, og
átti Bakkus nokkurn þátt í því, enda
var hann venjulega með í slíkum
ferðum. Þá varð Rauður allæstur og
krafðist þess að fá að vera á undan
hópnum. Á annan veg varð ekki við
hann ráðið. En færi flokkurinn að
syngja, varð hann svo spakur, að
hann sætti sig við að vera samsíða
hinum hestunum og tók þá ekki í
taum. 011 athygli hans dróst að
söngnum og olli þeirri hrifningu, að
fjörið sefaðist, því að söngsins vildi
hann njóta.
Á fleiri sviðum komu fram andlegir
hæfileikar hans. Ef lítt sjálfbjarga
unglingur var á baki hans, var hann
hægur. Kæmi það fyrir, að ég væri
þann veg á mig kominn, að ég gæti
ekki haft vald á honum, þá passaði
hann mig og gætti þess vandlega, að
ég tylldi í söðlinum. Og ef það vildi
til, að ég félli af honum, þá stóð hann
kyrr í sömu sporum, þar til ég var
kominn á bak.
Margt fleira væri hægt að nefna
til sönnunar því, að dýrin eru ekki
skynlausar skepnur, en auðvitað eru
þessir andlegu hæfileikar á mjög mis-
jafnlega háu stigi eða áberandi. Hjá
hestunum er að ræða um sálarlíf, já,
ódauðlega. sál, sem við dauðann
flyzt inn í annað æðra líf, og þá
verður hann óháður meðferð manns-
ins, sem á stundum er öðruvísi en
hún ætti að vera, — og allt of oft
meira að segja.
A sextánda árinu bilaði Rauður í
fæti, og átti ég hann í þrjú missiri
notkunarlausan án þess að honum
batnaði, en varð þá að farga honum.
Glámur.
I ungdæmi mínu var hundur á
heimilinu, sem Glámur hét, fjárhund-
ur góður. Þá voru húslestrar lesnir á
hverju kvöldi og sálrnar sungnir, all-
an veturinn. Glámur sótti mjög eftir
að vera aðnjótandi söngsins og helzt
þátttakandi, en varð þá nokkuð hjá-
róma. Hann söng með sínu nefi.
Stóruvallabærinn forni var með
Síðar á þessu hausti munu koma út hjá Norðra endurminn-
ingar Páls Hermanns Jónssonar, bónda á Stóruvöllum í Bárð-
ardal. Hefur hann frá mörgu að segja, sem fyrir liann hefur
borið á viðburðaríkri œvi, og eru minningar hans einnig mynd
af þeim stökkbreytingum, sem orðið hafa í búnaðarháttum og
raunar lifnaðarháttum þjóðarinnar allrar um daga þessa merka
bcendahöfðingja. Jón Sigurðsson í Yztafelli hefur skráð minn-
ingar Páls Hermanns. Páll er mikill dýravinur og eru í bókinni
nokkrar af dýrasögum hans. Hér birtast nokkrar af dýrasögun-
um.
16