Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 14
eftir vertíðinni, en átti svo að vera
með bát Jónasar, þegar færi að fisk-
ast heima, sem bið varð nú á. Eg var
á sexmannafarinu hjá Jónasi og var
nú „framámaður á stjór“, og þóttist
nú aðeins orðinn maður, því að þetta
var talið veglegasta sætið á skipinu
fyrir utan formannssætið. En heldur
þótti nú framámanninum á bakborða
ég gefa lítið fokkunni stundum, þeg-
ar „krusað“ var. Og einu sinni kvað
svo rammt að þessu, að hann kallaði
til Jónasar og spurði, hvort hann ætl-
aði að láta strákglanna drepa okkur
alla. Jónas svaraði engu og brosti að-
eins. En ég sagði Gvendi gamla, að
ef ég sleppti fokkunni, tæki ekki betra
við, því að þá færi ég að stýra, og að
sjálfsögðu leizt honum sízt betur á
það. En Jónas lofaði mér oft að stýra,
sem ég hafði hið mesta yndi af, væri
dálítið hvasst. Ég gat vel tekið undir
þessa alkunnu sjómannavísu á þeim
árum:
Að sigla fleygi og sofa í meyjarfaðmi,
ýtar segja yndi mest,
og að teygja vakran hest.
Svo var fiskileysið mikið framan af
vertíðinni, að ekki fékkst í soðið í
Njarðvíkunum. Fór Jónas þvf einn
dag suður að Merkinesi til að sækja
í soðið lúðu og fleira handa heimilinu
og fékk okkur háseta sína til fylgdar
til þess að bera björgina með sér inn
eftir. Fórum við flestir og bárum, hver
eftir sinni getu, fimm til sjö fjórð-
unga á bakinu. Var þetta allerfið ferð,
því að þarna voru engir vegir. Um
hesta var ekki að tala. En vegalengd-
in er, að mig minnir, fjögurra stunda
gangur. Líka var hálfgerður metnað-
ur í öllum að bera sem mest. Af þess-
um matarföngum fengum við háset-
ar fría soðningu, því að bæði var það,
að þeir voru miklir vinir Jónas og
Sigurður í Merkinesi og aflinn þá lík-
lega ekki verið dýrt seldur, og svo
átti Jónas hlut Þórarins. Mikið þótti
okkur sjómönnunum muna á afla
þeirra í Höfnunum og hjá okkur inn-
frá, og gerði það okkur hálfu órórri
heima. Sama var að frétta úr öðrum
verstöðvum ofan fjalls, svo sem úr
Grindavík og víðar. Þar var ágætur
afli þessa vertíð, allt frá 900 upp í
1300 til hlutar. 1 Njarðvíkunum kom
aldrei hrota, þótt sízt væri hægt að
segja, að ekki væri reynt að ná í fisk
og víða væri leitað, bæði með hand-
færum og netum. Hrognkelsi veidd-
ust þó í soðið síðari hluta vetrar, og
nóg var af síld alveg upp undir vör.
En hún var aðeins notuð í beitu, og
þá aðallega af Grindvíkingum. Þó
minnir mig, að Jónas færi með síld til
Reykjavíkur einu sinni eða tvisvar,
en verð var víst lágt á henni. Ur
Grindavík komu sjómenn niður í
Njarðvíkur og sóttu þangað síld, er
þeir báru á bakinu alla leið, sem tal-
inn er þó um fjögurra klukkustunda
gangur og yfir hraun og vegleysur að
fara. Með mönnum þessum fréttum
við af sama mokaflanum í Grinda-
vík og var eigi laust við, að margur
renndi þangað öfundaraugum.
Oft var ég spurður að því þessa ver-
tíð, hvenær ég ætlaði að byrja að afla
þessi full 600, sem ég hefði lofað í ver-
tíðarbyrjun og verið svo drjúgur með.
Og satt var það, að illa leit út með,
að ég fengi þenna hlut. Svo var það
eina föstudagsnótt, er hálf önnur vika
var til loka, því að þetta vor voru þau
á mánudegi, að mig dreymdi, að
Ragnheiður á Laugarvatni, stjúpa
mín, kom inn í baðstofuna á Laugar-
vatni og fór að skammta fólkinu.
Þótti mér hún koma með fjögur lær-
stykki af hangikjöti og skammta
mér. En um leið og hún afhenti mér
mat minn, tók hún hníf og skar
sneið af einu stykkinu. Mér hafði
alltaf verið það fyrir afla eða ein-
hverju góðu, þegar mig dreymdi, að
hún skammtaði mér vel, og hafði trú
á þessu. Þegar ég vaknaði um morg-
uninn var ég því alllkátur yfir draum
mínum og taldi nú loks komið að
því, að við færum að fiska, og í dag
myndum við fiska mikið. En þeir fé-
lagar mínir og formaður sögðust nú
lítið leggja upp úr draumum mínum,
það væri líklega svipað um hann
sem trú mína á fundi skeifunnar, og
því fremur sem nú væri hauga land-
synningur, svo að engin fleyta myndi
á sjó fara í dag. Þessu kvaðst ég ekki
trúa, því að í dag hlyti ég að fiska.
Fór ég þá að sarga við Jónas um að
róa, en hann sagði, að það ýtti eng-
inn úr vör í. dag, enda sæi ég sjálfur,
að það væri ekkert sjóveður. En ég
taldi þó hægt að róa undir Stapann
og halda sig þar í landvarinu. Hann
hélt ég vissi nú, hvað mikinn fisk
væri þangað að sækja og aftók með
öllu.
En ég var ekki af baki dottinn og
fór þá að biðja hann um að ljá mér
bátinn sinn rétt út fyrir vörina eða
undir Stapann. Vitanlega neitaði
hann mér í fyrstu, en þangað til var
ég að nauða á honum, að ég fékk bát-
inn með því ákveðna skilyrði þó, að
ég færi einungis undir Stapann. En
þá var eftir að fá sér háseta, og gekk
það engu betur en leyfið fyrir bátn-
um. Enginn af félögum mínum vildi
gefa sig til, hversu mikið sem ég
lagði að þeim — ekki einu sinni
Jónsi frá Bryggju — og einn gat ég
ekki farið. Lagði ég þá í skipshöfn
Þórðar í Vesturbænum, því að þar
átti ég góða kunningja; en þeir gerðu
bara gys að mér og stríddu mér sem
von var, unz Guðmundur Vigfússon
frá Stritlu gaf sig til og kvaðst ó-
hræddur fara með mér.
FORMAÐUR í SÓLARHRING.
Þá var nú sú þrautin unnin að fá
hásetann og varð nú formaður minn
að standa við loforð sitt með bátinn,
sem hann gerði með því skýlausa skil-
yrði, að við færum ekki annað en
undir Vogastapa, og Iofuðum við því
hátíðlega. Þangað er stutt frá Stapa-
koti og gekk fiskur alveg upp undir
Stapann í fiskiárum. Svo var ýtt úr
vör, dregið upp segl og haldið undir
Stapa. Þar felldum við seglið og
renndum, en urðum ekki varir, því að
enn var „þurr sjór“. Þótti okkur
þetta Iítil fremdarför og urðum fljótt
sammála um, að sjálfsagt væri „að
sarga betur“ að góðra formanna sið
og „kippa“ okkur vestur í „Leiru-
sjó“ á vanaleg mið þar: „vörðuna
um Bakkakot“.
Svo stóð á þegar við sigldum vest-
ur, að varðskipið Heimdallur lá
undir Keflavíkurbjargi. Var okkur
forvitni á að skoða hann, felldum
því seglið og rerum í kringum hann.
Þótti okkur það nýstárleg sjón, því að
hvorugur okkar hafði séð herskip áð-
ur. Þetta tafði okkur að vísu dálítið,
en um það fengumst við ekki, því að
það var góð uppbót á hinn mikla
afla, sem í vændum var. Ferðinni var
nú haldið áfram á hin þráðu mið í
Leirusjónum, felt segl og rennt fær-
um. En svo brá nú við, að hvernig
sem við bárum okkur að, dró hvorug-
14