Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 28

Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 28
undir berum himni heldur en í svo aumu hreysi. Ég lædd- ist á tánum fram að dyrunum, stikaði yfir Don José, sem svaf svefni hinna réttlátu, og tókst mér þannig að kom- ast út, án þess að hann vaknaði. Rétt utan við dyrnar var trébekkur, og þar bjóst ég til að eyða því, sem eftir lifði nætur. Ég var rétt að loka augunum öðru sinni, þeg- ar ég þóttist sjá skugga manns og hests, sem hreyfðust hljóðlaust, hvor á eftir öðrum. Ég settist upp og þóttist kenna þar Antonio. Ég stóð á fætur, undrandi yfir því að sjá hann á ferli utan hesthússins á þessum tíma næt- ur og gekk í áttina til hans. Hann hafði orðið fyrri til að koma auga á mig og staldraði við. „Hvar er hann?“ spurði Antonio lágri röddu. „Hann er inni. Hann sefur. Veggjalýsnar raska ekki ró hans. En hvað ætlast þú fyrir með hestinn?“ Þá veitti ég því athygli, að Antonio hafði vafið gamalli ábreiðu um hófa hestsins, til þess að draga úr hófaglamrinu, um leið og hann teymdi hann tit úr hesthúsinu. „I Guðs bænum, talið ekki svona hátt,“ sagði Antonio. „Þér vitið ekki, hver þessi maður er. Þetta er José Na- varro, illræmdasti stigamaður í Andalúsíu. I allan dag hef ég verið að gefa yður merki, sem þér hafið ekki skilið.“ „Ég læt mig engu skipta, hvort hann er ræningi eða ekki. Ekki hefur hann rænt okkur, og ég er viss um, að hann hefur það ekki í hyggju.“ „Það kann að vera. En tvö hundruð dúkatar hafa verið lagðir honum til höfuðs. Nokkrir lensuriddarar hafa að- setur á stað, sem ég þekki, hálfa aðra mílu héðan, og fyr- ir dögun mun ég snúa aftur með nokkra hrausta náunga mér við hlið. Ég ætlaði að taka hestinn hans með mér, en fanturinn er svo styggur, að það er ekki á annarra færi en Navarros að koma nálægt honum.“ „Éjandinn hirði þig!“ hrópaði ég. „Ekki hefur þessi vesalings maður unnið þér neinn miska, svo að þú þurfir að ljóstra upp um hann! Og ertu svo viss um, að hann sé sá, sem þú telur hann vera?“ „Éullkomlega viss! Þegar hann kom á eftir mér út í hesthúsið áðan, sagði hann: „Þú virðist þekkja mig. Ef þú segir þessum heiðursmanni, hver ég er, skal ég dauð- rota þig!“ Verið kyrr hjá honum, herra minn. Þér þurf- ið ekkert að óttast. Meðan þér eruð hér, mun hann ekk- ert gruna.“ Meðan við ræddumst við, höfðum við gengið svo langt frá gistihúsinu, að hófatakið gat ekki borizt þangað. í einu vetfangi reif Antonio ábreiðuslitrin af hófum hests- ins og bjóst til að stíga á bak. Ég reyndi að halda aftur af honum með bænum og hótunum, en árangurslaust. „Ég er aðeins fátækur rnaður, herra minn,“ sagði hann, „ég hef ekki efni á að tapa tvö hundruð dúkötum og allra sízt, þegar ég get fengið þá fyrir að losa þjóðina við slík- an illvirkja. En farið varlega. Ef Navarro vaknar, mun hann grípa til byssunnar, og þá mun Jrður ráðlegast að gæta yðar. Ég hef nú gengið lengra en svo, að ég geti snú- ið við. Gerið nú það, sem yður er sjálfum fyrir beztu!“ Þorparinn var nú kominn á bak og knúði hest sinn spor- um, og fyrr en varði hurfu þeir mér sjónum út í myrkrið. Ég var leiðsögumanninum afar reiður, en auk þess var mér mjög órótt innanbrjósts. Eftir augnabliksíhugun tók ég ákvörðun og gekk aftur heim að gistihúsinu. Don José svaf ennþá vært. Hann var vafalaust feginn hvíldinni eft- ir þreytu og svefnleysi undangenginna sólarhringa. Ég varð að hrista hann rækilega, áður en hann vaknaði. Aldrei mun ég gleyma æðislegu augnaráðinu eða viðbragð- inu, sem hann tók til þess að ná í byssuna, sem ég hafði af öryggisástæðum fært ofurlítið til hliðar. „Herra minn,“ sagði ég, „ég bið yður afsökunar á ónæð- inu, en mig langar til að leggja fyrir yður kjánalega spurn- ingu: Langar yður til að sjá heilan hóp riddaraliðsmanna ganga hingað inn?“ Hann stökk á fætur og spurði ógnþrunginni röddu: „Hver sagði yður það?“ „Það skiptir ekki máli, hvaðan viðvörunin kemur, ef hún aðeins hefur við rök að styðjast.“ „Leiðsögumaður yðar hefur svikið mig — en hann skal fá að kenna á því! Hvar er hann?“ „Ég veit það ekki. Uti í hesthúsi, geri ég ráð fyrir. En einhver sagði mér---------.“ „Hver sagði yður? Það getur ekki hafa verið gamla no. . . .“. „Einhver, sem ég veit ekki hver er. En segið mér nú af eða á, án frekari málalenginga, hvort þér hafið nokkra ástæðu til þess að bíða ekki komu riddaraliðsmannanna. Sé slík ástæða fyrir hendi, skuluð þér hafa yður á brott sem skjótast. Að öðrum kosti býð ég yður góða nótt og bið yður fyrirgefa mér þessa röskun á næturró yðar!“ „Leiðsögumáðurinn! Það er leiðsögumaðurinn yðarf Mér leizt strax grunsamlega á hann — en ég skal launa honum lambið gráa! Verið þér sælir, herra minn, guð launi yður það, sem ég á yður upp að unna. Ég er ekki eins slæmur og þér gerið yður í hugarlund. Ennþá býr eitthvað í mér, sem heiðarlegur maður getur vorkennt. Sælir, herra minn. Ég harma aðeins að geta ekki launað yður sem skyldi.“ „Að launum fyrir það, sem ég hef fyrir yður gert, Don José, bið ég yður að gruna engan og að reyna aldrei að hefna. Hér hafið þér nokkra vindla í nestið. Góða ferð.“ Að svo mæltu rétti ég honum höndina. Hann þrýsti hana án þess að mæla orð frá vörum, síð- an tók hann malpoka sinn og byssu, mælti nokkur orð til gömlu konunnar á máli, sem ég skildi ekki, og snaraðist því næst út. Andartaki síðar heyrði ég hann hle}^pa á brott. — Ég lagðist aftur niður á bekkinn, en mér kom ekki blundur á brá. Ég spurði sjálfan mig í huganum, hvort ég hefði gert rétt í því að bjarga ræningja, og ef til vill morð- ingja, frá gálganum, aðeins vegna þess, að við höfðum snætt saman rís og kjöt. Hafði ég ekki svikið leiðsögu- mann minn, sem veitti málstað laganna stuðning sinn? Var það ekki mín sök, ef hefnd glæpamannsins bitnaði á honum? En hvað var þá um lög gestrisninnar? „Aðeins villimannlegir hleypidómar,“ sagði ég við sjálf- an mig. „Ég er ábyrgur fyrir öllum glæpum, sem þessi ræningi kann að fremja hér eftir.“ Er þá þessi eðlislæga tilfinning, sem stenzt öll gagnrök, í raun og veru hleypi- dómar? Vera má, að ég hefði ekki komizt úr þessari óþægi- legu aðstöðu án þess að finna til iðrunar í einhverri mynd. Ennþá hraktist ég til og frá í algjörri óvissu um réttlæti verknaðar míns, þegar ég sá hóp riddara koma ríðandi. 28

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.