Samvinnan


Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 31

Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 31
GULLEYJAN Saga eftir Robert Louis Stevenson. Myndir teiknaðar af Peter Jackson. Eftir nokkur augnablik er bátur- inn á leið til lands, og uppreisnar- menn standa og horfa á eftir hon- um. Báturinn er hlaðinn vistum og auk þess með fimm menn, svo að hann er ofhlaðinn. Við höfum ekkert að óttast frá þessum þorpurum, segir Livesay læknir. Ég vona að straumur beri okkur að landi í nálægð við Silfra og félaga hans. En læknirinn hetur gleymt einu: fallbyssan og skotfæri í hana hafa verið skilin eftir í skipinu og nú taka uppreisnarmenn til óspilltra málanna að hlaða hana. Skyndilega tekur Gray eftir því, að þeir eru að hlaða byssuna. Skipstjóri biður Trelawney að skjóta þá, helzt skyttuna Hands. Trelawney tekur fram riffil sinn. auJ Trelawney miðar á Hands, sem stendur við fallbyssuna. Þegar hann hleypir af, Hands miðar fallbyss- beygir Hands sig, og unni vandlega og annar maður fellur. hleypir síðan af. Kúlan lendir i sjónum hættulega nærri bátnum. Enginn meiðist og þeir Þar eð hann var ofhlaðinn, þoldi hann ekki vaða í land, en birgð- rótið og sökk, en allir, sem í honum voru, ir og vopn eru týnd. kastast í sjóinn. Silfri hefur tekið ' eftir þvi ,að þeir eru á leið til lands. Hann skipar mönnum sínum að fara i veg fyrir þá og varna þeim land- göngunnar. Frammi fyrir kofanum heyrir læknirinn til manna Silfra. Hann ákveður, að þeir skuli verjast þar og búa sig til að taka á móti sjó- ræningjunum. Þeir hefja skothríðina og samtím- is skjóta félagar þeirra frá kofan- um. Einn ræninginn fellur og hinir flýja. Læknirinn og hans menn búast nú til að halda upp að kofanum og taka sér stöðu þar. Þá heyrist skyndilega skot út úr skóginum og Redruth fellur. 31

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.