Samvinnan - 01.09.1953, Blaðsíða 23
Bréfaskóli SÍS kennir nú
höfuðgreinar til landsprófs
Bréfaskóli SÍS hefir nú starfað í
13 ár, en hann var stofnaður árið
1940. Fyrirmyndina um starfshætti
skólans varð að sækja erlendis frá,
því þessi kennsluaðferð var alger
nýjung á Islandi. Stjórn StS, sem
að stofnun skólans stóð, gerði sér
ljóst, að hér á landi hlyti að vera
grundvöllur fyrir slíkan skóla. Til-
gangurinn var og er að veita góða
og ódýra kennslu, hvar á landinu
sem er. Því hefir ætíð verið lögð mik-
il áherzla á að fá skólanum sem hæf-
asta kennara í hverri grein. An þess
að gera nokkrum órétt, má fullyrða
að kennaralið skólans er mjög gott.
Strjálbýli, samgönguerfiðleikar og
fátækt fólksins voru um langt skeið
aðalfyrirstaða þess, að íslenzkt æsku-
fólk gæti hlotið skólagöngu. Bréfa-
skóli hefði vissulega getað bætt mjög
úr þessum erfiðleikum. Að sjálfsögðu
er þó skorturinn á almennri skóla-
kennslu ekkert svipaður og áður var,
nema á fáum stöðum á landinu.
Starfræksla Bréfaskóla SÍS hefur
sýnt, að hægt er með bréfakennslu að
bæta hér mikið úr. Það hefur sýnt
sig, að bréfakennslan er ótrúlega ör-
ugg og árangursrík kennsluaðferð.
Það veltur fyrst og fremst á nemand-
anum sjálfum, hvort árangur næst
eða ekki.
Hlutverk Bréfaskóla SÍS hefur
einkum verið að veita kennslu fólki,
sem ekki sækir aðra skóla, en stund-
ar atvinnu sína jafnframt bréfanám-
inu. Hundruð og aftur hundruð af
slíku fólki hafa þannig öðlazt þekk-
ingu í 5'msum greinum, sem hefur
veitt því sterkari aðstöðu í þjóðfé-
laginu. Fjöldi manna hefur fengið
betri atvinnu en hann áður hafði,
vegna þekkingar, sem fengin var í
bréfaskólanum.
Þá hefur Bréfaskólinn sniðið
kennslu sína í nokkrum námsgreinum
eftir hinu almenna skólakerfi lands-
ins. Skólinn veitir kennslu í nokkrum
þýðingarmiklum námsgreinum undir
landspróf, þ. e. íslenzku, dönsku,
ensku, stærðfræði og eðlisfræði. Með
hjálp Bréfaskólans ættu greindir
nemendur að geta búið sig undir
landspróf án þess að sækja hina
venjulegu skóla eða a. m. k. að geta
stytt mikið skólagöngutímann undir
landspróf. Auðséð er hvílíkt fjár-
hagslegt hagræði það er fyrir þau
heimili, sem geta stytt dvöl ungling-
anna við skóla fjarri heimilum sín-
um.
Námsgreinum skólans fjölgar ár frá
ári. Nú í haust bætast við íslenzk
málfræði og íslenzk setningafræði.
Kennari verður cand. mag. Bjarni
Vilhjálmsson.
Á síðasta ári innrituðust 735 nýir
nemendur. Þá hafa innritast í skól-
ann rúmlega 6000 nemendur frá
fyrstu tíð.
Ryðvarna- og hreinsunarefni
Öldum saman hefur hinn nytsami málmur, járnið,
ryðgað í sundur, tærzt, svo að segja gufað upp í höndum
mannanna. Nú er lyfið gegn þessu mikla böli fundið.
FERRO-BET getur verndað eigur yðar, hús, vélar,
skip, áhöld og öll mannvirki gegn eyðileggingu ryðsins.
Þér þurfið ekki framar að strita við að skrapa húsa-
þök eða annað ryðgað járn. FERRO-BET vinnur verk-
ið fyrir yAur á svipstundu með miklum yfirburðum.
Fæst í öllum kaupfélögum landsins.
SÖLUUMBOÐ:
Samband ísl. samvinnufélaga
23