Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 2

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 2
Útgefandi: Samband íslenzkra samvinnufélaga. Ritstjóri: Benedikt Gröndal. Ritstjórn og afgreiðsla í Sambandshúsinu, Reykjavík. Ritstjórnarsími 7080. Kemur út mánaðarlega. Verð árgangsins kr. 40.00. Verð í lausasölu 5 kr. Prentsmiðjan Edda. Efni: Samvinnan er leiðin til rétt- láts þjóðfélags og almennr- ar velmegunar 3 SÍS reisir minnismerki að Yztafelli 4 Fljótið, sem gefur og tekur, lífgar og deyðir 6 Heimilisstörfin og karlmenn- irnir 8 Engilrækjan frá ísafirði 11 Járnnám í landi lappanna 12 Liam, írsk þjóðsaga, þýdd af Hermanni Pálssyni 14 Dr. Alfred Kinsey 21 Ari K. Eyjólfsson látinn 23 Carmen, framhaldssagan 26 Gulleyjan, myndasaga 31 Október 1953 XLVIII árg. 10. \ > I UM ÞAÐ BIL, sem þetta hefti var að fara í prentun, var samvinnudagskrá flutt í ríkisútvarpinu. Þar var með- al annars lesið ávarp alþjóðasamtaka samvinnumanna í tilefni af samvinnu- deginum, og var það á þessa leið: „í TILEFNI AF 31. samvinnudegin- um vill alþjóðasamband samvinnu- manna ítreka friðarstefnu þá, sem þing sambandsins samþykkti í Kaup- mannahöfn í september 1951. VÆRI STEFNU þessari framfylgt, mundi óttinn við stríð hverfa og öll- um þjóðum verða tryggð fyllstu lýð- réttindi. Slík stefna mundi hraða framförum á efnahagssviðinu og bæta lífskjör hinna frumstæðu þjóða. Hún mundi verða sameinuðu þjóðun- um hvatning til að starfa saman í anda Atlantshafsyfirlýsingarinnar. Loks mundi slík stefna losa hráefni og auðlindir jarðar undan einokunar- hringum og stórgróðafyrirtækjum. ÞAÐ ER STAÐFÖST TRÚ I.C.A., að almenn framkvæmd grundvallarhug- sjóna samvinnustefnunnar mundi koma á jafnvægi í heimsmálum. í trausti þess heitir alþjóðasambandið á félaga sína í 34 löndum að efla með þrótti hvers konar samvinnustarf í iðnaði, landbúnaði, verzlun og félags- málum, og efla ómengað samvinnu- eðli allra sinna stofnana. UM LEIÐ OG I.C.A. beinir þessari áskorun til samvinnusamtakanna, vill það minna þau á, að árangur starfs- ins byggist að verulegu leyti á því, að þeim takist að gera félagsmenn sína sanna samvinnumenn, sem skilja ábyrgð hvers og eins gagnvart hreyf- ingunni. ALÞJÓÐASAMTÖK samvinnumanna eru sannfærð um, að sameinuðu þjóð- irnar muni, ef þær hljóta fullan stuðning, reynast æ sterkara tæki til efnahags- og félagslegra framfara um heim allan. Þess vegna vill I.C.A. skora eindregið á samvinnumenn allra landa að benda ríkisstjórnum landa sinna á nauðsyn hverskonar alþjóð- legrar samvinnu, er stuðlað gæti að útrýmingu stríðs, skorts og kúgunar.“ GREINARNAR um starfsemi kaup- félaganna fyrir húsmæður hafa vak- ið nokkra athygli, og meðal annars leitt til þess, að ritinu barst erindi það um stöðu húsmæðranna, sem birtist í þessu hefti. Þá hafa borizt fregnir af fleiri kaupfélögum, sem boðið hafa húsmæðrum til sumar- ferða. Kf. Björk á Eskifirði bauð í sumar 23 konum í tveggja daga ferð til Norðurlands. Var komið að Ás- byrgi, konunum haldið samkvæmi í Húsavík og gist að Laugum. Seinni daginn var farið að Mývatni. Flestar konurnar höfðu aldrei komið á þess- ar slóðir fyrr og tvær þeirra voru þó komnar á áttræðisaldur. Létu þær hið bezta af förinni. Fararstjóri var Skúli Þorsteinsson, skólastjóri. MIKIÐ ÚRVAL VARAHLUTA Ofe <Lt)r,áttat,uélar hj. V ' ■ 2

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.