Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 5
hálfgerðu rigningarveðri. Bj^rjaði hann „þegjandi og hljóðalaust“ með kvikmyndasýningu í samkomuhúsinu þar á staðnum. Meðan á sýningu stóð stytti upp og gerði hið yndislegasta veður, svo að samkomulag varð um að ffytja samkomuna út undir heið- an guðs himinn, að hinu nýreista minnismerki SIS um stofnun þess, og skyldu allar ræður fluttar þar. Minn- ismerkið stendur á yfirsteyptum grunni gamla íbúðarhússins í Yzta- felli — bæ Sigurðar Jónssonar — og ber við himinn í mikilli reisn. Var þetta fyrsta samkoma samvinnu- manna við merkið. Baldur Baldvinsson, bóndi og oddviti á Ofeigsstöðum, flutti ávarp og stjórnaði fundinum. Næstur tal- aði Finnur kaupfélagsstjóri og lagði einkum áherzlu á nauðsyn náins sam- starfs félagsmanna, trúnaðar- og starfsfólks kaupfélaganna, ef vel ætti að fara til lengdar, og kom með dæmi um stórathyglisverða tillögu óbreytts kaupfélagsmanns; hugsjón, sem varð að sögulegum veruleika. Þá talaði Þórir Friðgeirsson, fræðslufulltrúi KÞ og ræddi svar við spurningunni: „Hvernig fæ ég búi mínu bezt borg- ið“, frá sjónarmiði samvinnumanns. Baldvin Þ. vék í upphafi ræðu sinn- ar að áhrifum héraðsins á aðkomna samvinnumenn, þar sem heita mætti, að á öðrum hverjum bæ hefðu lifað og starfað brautryðjendur, sem ekki aðeins samvinnusamtök Þingeyinga hefðu mikla skuld að gjalda, heldur samvinnuhreyfing landsins í heild. I sambandi við þetta lifði áhrifamikil minning og saga. Að öðru leyti gerði erindrekinn að umræðuefni fram- kvæmdaferil Sambands íslenzkra samvinnumanna frá stríðslokum og lagði einkum áherzlu á það, sem hæst gnæfir í þessu efni. Að lokum talaði Jón Sigurðsson í Yztafelli og minnt- ist þess atburðar, sem gerðist á staðn- um 20. febrúar 1902, stofnunar SÍS, og þakkaði Sambandinu ræktarsemi þess. Almennur söngur var milli ræðnanna, undir stjórn Marteins bónda Sigurðssonar í Yztafelli. Sam- komustjórinn flutti síðan snjöll loka- orð; þakkaði m. a. aðkomumönnun- um kæra heimsókn og óskaði þess, að þeim og störfum þeirra í þágu sam- vinnusamtakanna mætti jafnan (Fratnh. á bls. 22.)

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.