Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 16

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 16
Fljótið Menam... (Framh. af bls. 7). muni allþungur undirstraumur. Nú er komið út fyrir takmiirk borgarinn- ar, en byggð þó allþétt. Húsin standa flest á staurum, sem reknir hafa verið niður í grynningarnar í námunda við árbakkana, nokkur í brekkum við ána, örfá sjást ofar í rjóðrum. Virðist, eftir útliti húsanna að dæma, auðsætt, að þeir, sem vel eru settir efnalega, búi fjær ánni, en öll alþýða í Jiinum, sem við hana eru eða yfir henni byggð. Gróður er geysimikill, og ber mest á bananatrjám, bambusviði og ýmsum pálmategundum, auk blómjurta og trjátegunda hitabeltisins, sem ég kann engin heiti á. Víða eru bryggjur við liúsin eða stigar, sem liggja frá þeim niður að pöllum á ánni. Alls staðar eru svalir eða sólhlífar við húsin, þar sem strá- þök liggja yfir til skjóls þeim, sem þar eru að vinnu. Hér virðast flestir fullorðnir hafa eitthvað fyrir stafni, konur gæta barna eða þvo lín, karlar starfa að handverki ýmis konar, að- dytting báta eða húsa, netabæting, flutning ávaxta eða annars varnings til eða frá ánni. Flestir eru léttklæddir, næstum allir Ijerfættir, konur í treyjum og pilsum, karlmenn í stuttbuxum, sumir í skyrt- um. Allmargir klæðast svörtum fötum, sams konar og þeim, sem algengust eru í Kína, margir hafa stráhatta, er svipar til þeirra, sem einkum eru not- aðir af kínverskum kúlíum. Eftir því sem við höldum lengra fjiilgar farartækjunum et halda í sömu átt og við, og einnig hinum, er \ irðast komin í áfangastað, en það eru bæði verzlunarbátar og fiskiskip. Munu hinir fyrrnefndu telja vænlegi’a að taka sér vígstöðu spölkorn þaðan, sem gera má ráð fyrir að bardaginn um viðskiptin verði harðastur, en veiði- mennirnir hafa dreift flota sínum alls staðar um ána, en hún mun fiskisæl mjög, og eru flestir með net en aðrir dorga. Sýnist mér að hlutur þeirra muni rýr, enn sem komið er, að minnsta kosti. Wot Pra !<('() musteriö. Næstum allir bátanna eru áraskip, og er flestum róið af einum, er situr eða stendur í skut, og er árin ein. Tveir eru þó í sumum bátanna, trú- lega hjón, og ef annað hvort rær, þá er það oftast nær konan, en liér í Siam og Suður-Kína þykir eðlilegt að konur ^rfiði engu síður en karlar, og er al- gengt að sjá þær við ýmis störf, sem okkur Evrópumönnum þykja engin kvennaverk. Allir eru verzlunarbátarnir hlaðnir einhvers konar varningi, handiðnar- vörum, ávöxtum, afurðum húsdýra, álnavöru eða angandi veitingum ým- islegum, svo sem rjúkandi kaffi með nýbökuðum kökum og réttum, er kryddaðir hafa verið hinum ágætustu ilmjurtum. Sá, sem læs væri á lífsins bók, myndi eflaust geta séð marga sögu skráða í svip og fari þeirra, er stefna nú bátum sínum fram til fljótandi markaðs á Menam, því að tegund og gerð vör- unnar greinir livert lilutverk eigandi hennar hefir kosið sér, en útlit lians og farkostur gefa oft vísbending um, hversu lionum hefir tekizt að skila Því. Þungbrýnn leirkerasmiður hefur tekið sér stöðu rétt úti við árbakkann í skugga tveggja kókospálma. Hann virðist naumast taka eftir okkur, enda hefur hvítur ferðalangur eflaust aldrei keypt af honurn ker. Við þurfum held- ur ekki annað en að líta þær rúnir, er lífið hefur rist, til þess að verða vissir um að þarfleysa tóm sé að tefja för þar sem þessi gamli handverksmaður hfmir. Leirkerin hans eru áreiðanlega léleg. Við höfum staðnæmst til þess að horfa á flota af tekkviðartrjám, sem tveir unglingar fleyttu niður ána Stúlka, sem reri litlum, hátimbruðum báti, leit til okkar. Hún virtist allt í einu sannfærast um, að við biðum kaupskapar, og þá lagðist iiún þungt á árina, bakborðsmegin, vatt henni svo fimlega yfir á stjórnborða, þar sem Iiún andæfði, og þverbeygði þannig, svo að bátarnir urðu samsíða, fleygði árinni í skutrúm, greip með annarri hendinni körfu úr varningshlaðanum og lyfti í áttina til okkar, en tók hinni í borðstokkinn á vélbátnum. Allt gerð- ist þetta með svo mikilli skyndingu, að það var næstum eins og að þessarri brosandi, ungu stúlku hefði fyrirvara- laust skotið þarna upp úr ánni. Og einhvern veginn virtist hún sjálf svo sannfærð um að ég myndi kaupa, að mél' fannst það næstum greiði, er hún lilífði mér við körfunni, en lét sér nægja að selja ilskó. Svo greip hún ár- ina aftur, stjakaði, tók nokkur áratog, og innan stundar var báturinn horf- inn. En er ég var orðinn einn eftir með skóna, þá varð mér allt í einu ráðgáta hvers vegna ég hafði keypt þá. Hvað átti ég að gera með þessa skó? En svo minntist ég liennar, sem brosti við mér úr skugga stráhattsins, og vissi að þeir myndu löngu síðai vekja mér endurminning þess, og þá fannst mér aftur, að hún hefði gert mér greiða með því að selja þessa skó. Flest börn og ungmenni Austur- landa brosa ekki að fyrra bragði við hvítum manni. Þau virða hann stilli- lega fyrir sér, oft í þögulli spurn, gera hlé á leik meðan hann fer hjá, stinga svo sarnan nefjum og taka aftur þar til sem fyrr var frá horfið. Ég hef veitt því athygli, að börnin í Bangkok r irðast engan beyg liafa af okkur hvítum mönnuni. og nú, þegar komið er hér út á ána, er auðsætt að þeirn þykir skemmtileg tilbreyting að sjá hvítan mann í báti, því að það er brosað og veifað litlum, sóllirenndum 16

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.