Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 13
Þegar vetrarmyrkrið leggst yfir I.apfiland, er námudalurinn í Kiruna allur baðaður rafmagnsljós-
um, og járnbrautarlestirnar lialda áfram að flytja mádmgrýtið yfir snœvi paltið hálendið til hinnar
islausu hafnar i Xarvík.
ar, og áhugi mann tók að nýju
að beinast að Kirunajárninu. Ár-
ið 1890 er merkilegt ár í sögu Kiruna.
Þá var Luossavara-Kirunavara liluta-
félagið stofnað, og þá kom Hjalmar
Lundbolnn fyrst til Kiruna ásamt
námuverkamanninum August Malm.
Hjalmar Lundbohm var verkfræð-
ingur og jarðfræðingur. Hann var ár-
ið 1888 skipaður í nefnd, er athuga
skyldi möguleika á áburðarvinnslu úr
hinu fósforauðuga járngrýti Norður-
botns, og komast af þeim sökum í
kynni við landshætti nyrðra.
KIRUNA TEKUR AÐ VAXA.
Eftir þetta voru örlög lians og störf
bundin við Kiruna. Hann dvaldist þar
á hverju sumri, hratt af stað járnnámi
í auðugustu námu landsins, og kring-
um hann og námurnar tók að vaxa
þorp, sem síðar varð borg. Áður en
hann reisti kofann sinn við vatnið, var
þar ekkert einasta byggt ból, nema
lágreistur lappagammi — og skógar-
auðnir á allar hliðar.
Árið 1899 var járnbraut lögð til
Kiruna og síðar áfram norður og vest-
ur hálendið allt til hafnarborgarinnar
Narvíkur í Noregi. Og sama ár kom
o o
fyrsti innfæddi Kirunabúinn í þennan
heim. En námugröfturinn hófst ekki
fyrr en 1902, 15. nóvember það ár
lagði fyrsta járngrýtislestin af stað frá
Kiruna.
JÁRNNÁM NÆSTU 200 ÁR.
Nú, er járngrýti hefui verið numið
í Kiruna um hálfrar aldar skeið, er
búið að losa um 160 millj. tonna af
járngrýti, en þó er talið, að eftir sé í
þessum auðugu námum um 1400
millj. tonna, og muni það endast með
sarna áframhaldi og nú er um 200 ára
bil. Frá hæsta tindi Kirunavara, sem
allur var gljásvart járngrýti, liggur
járnæðin 1000 m í jörð niður, en er 5
km löng og 100—200 m breið. Hún
liggur eftir fjallinu endilöngu og
norður úr því alllanga leið undir botni
vatnsins. Járnæðin í Luossavara er í
tvennu lagi og mikluin mun minni.
DALUR SPRENGDUR
í FJALLIÐ.
Það hefur margt breytzt í Kiruna,
síðan járnnámið hófst þar fyrir rúm-
um 50 árum, meira að segja sjálft
landslagið hefur tekið stórfelldum
breytingum. Hátindur Kirunavara er
horfinn. Hann var sprengdur af 1910,
en þar sem hann var, er kominn djúp-
ur dalur eftir fjallinu endilöngu, og
dalbotninn er 175 m lægri en tindur-
inn var. Um allar hlíðar fjallsins eru
láréttir hjallar eða stallar, orðið hafa
til úr afgangsgrjóti frá námunni. og
sums staðar risavaxnir grjóthaugar,
sem veita fjallinu ærið sérkennilegt
útlit.
Heita má, að náman hafi einvörð-
ungu verið unnin ofan jarðar, enn
sem komið er, þótt göng hafi verið
gerð undir fjallið og um það víða.
Feiknalegar sprengingar kveða við
annað slagið, þegar járngrýtið er losað
í dalnum. Stórar flutningabifreiðir eru
á fleygi ferð og fjöldi manns við vinnu.
Bifreiðirnar flytja járngrýtið að muln-
ingsvélum, en úr þeirn fer það niður
lóðrétt göng og milliliðalaust á járn
brautarvagna, sem bíða á spori í göng-
um undir fjallinu.
Þannig er haldið áfrarn árið um
kring. Þegar vetrarmyrkið leggst yfir
Lappland, er námudalurinn í Kiruna
allur baðaður rafmagnsljósum, og
járnbrautarlestirnar halda áfram að
flytja máhngrýtið yfir snævi þakið há-
lendið til hinnar íslausu hafnar í
Narvík.
Ætlunin er að halda enn áfram að
dýpka dalinn í Kirunavara, brjóta
bergið ofan jarðar, um. botn dalsins
er litlu hærri en yfirborð vatnsins. En
að því búnu mun verða farið að grafa
niður í undirdjúpin. Hafa þegar verið
gerðar áætlanir um það verk.
STÆRSTA BORG HEIMSINS.
Að flatarmáli er Kiruna stærsta borg
heimsins. Borgailandið er á stærð við
þriðjunginn af Sviss. Þar nær vestur
að landamærum Noregs á stóru svæði,
og á því er meðal annars stærsta fjall
Svíþjóðar, Kebnekaise, 2123 m á hæð
yfir sjávarmál. íbúar alls þessa land-
flæmis eru aðeins um 19500 að tölu,
en í Kirunaborg sjálfri urn 12000.
Mörg þorp eru á borgarlandinu,
bændaþorp við Torneálv, — stórá, sem
fellur úr Tornetrásk, geysivíðáttu-
miklu stöðuvatni vestur undir landa-
mærum Noregs, en það er allt í borg-
arlandinu, — og strjál skógarþorp og
fjallabyggðir á hásléttunni. Margir
bændur eru finnskumælandi, en lapp-
ar mæla á sína tungu, og eru því með
sænskunni töluð þrjú tungumál í Kir-
una. Atvinnuvegirnir í Jiorpunum eru
einkum skógarhögg og landbúnaður.
F.n borgin sjálf við Luossajárvi, sem
vaxið hefur á síðustu 50 árum, er
bundin járnnámunum. 7000 af 12000
íbúum hennar hafa beinlínis lífsfram-
færi af námurekstrinum. Flest, sem til
(Frtmh. i hls. 20).
13