Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 26

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 26
-K -K -><★★★★ -K -K -K -K -K -K -K -K -K * -K * ★ ★ ★ ★ C T I R ARMEN PROSPER MÉRIMÉE að kitla ímyndunarafl mitt, og ég gladdist yfir að fá þetta tækifæri til að komast að raun um, hversu langt tatar- arnir hefðu náð á þessu sviði. Um leið og við töluðum saman, gengum við inn í veit- ingahúsið og settumst við lítið borð, sem lýst var upp með kerti í glervasa. Þá fyrst fékk ég tækifæri til að virða stúlkuna vandlega fyrir mér, en nokkrir virðulegir gest- ir, sem þarna sátu, störðu á okkur þrumu lostnir yfir að sjá mig í slíkum félagsskap. Mér er rnjög til efs, að Senorita Carmen hafi verið hrein- ræktaður tatari. Að minnsta kosti var hún miklu fegurri en.nokkur önnur stúlka, sem ég hef séð af þeim kynflokki. Spánverjar segja, að kona verði að uppfylla þrjátíu skil- yrði til þess að geta talizt fögur; þá á að vera hægt að skýr- greina útlit hennar með 10 lýsingarorðum, og eigi hvert þeirra við þrjú atriði í fari hennar. Til dæmis á þrennt að vera svart: hárið, augnhárin og augabrúnirnar; þrennt á að vera fíngert: fingurnir, var- irnar og hárið o. s. frv. Urn framhald þessarar upptaln- ingar skal vísað í Brantöme. Tatarastúlkan mín var ef til vill ekki svo fullkomin í öllum greinum. Enda þótt hör- und hennar væri fíngert, var það næstum eirbrúnt á lit. Augun voru skásett, en þau voru stór og magnþrungin. Varirnar voru þrýstnar, en fagurlega lagaðar, og á milli þeirra skein í mjallhvítar tennur. Hárið, sem ef til vill var dálítið gróft, var svart og sítt, og á það sló blárri slikju eins og á hrafnsvæng. Til þess að þreyta ekki les- endur mína með of langorðri lýsingu, skal ég aðeins bæta því við, að einhver kostur var samfara hverjum galla í fari hennar, og kostirnir voru ef til vill meira áberandi vegna andstæðnanna. Fegurð hennar fól í sér eitthvað óþekkt og villt. í fyrstu vakti andlit hennar undrun manns, en enginn gat gleymt því. I augum hennar mátti lesa sambland af ástríðuhita og grimmd, sem ég hef ekki orðið var við hjá neinni annarri manneskju. „Augu tatar- ans, augu úlfsins!“ er spænskur málháttur, sem ber vott um mikla íhygli. Hafi lesendur mínir ekki tíma til að fara í dýragarðinn til þess að athuga augnaráð úlfsins, ættu þeir að minnsta kosti að gefa augum kattarins gaum, þegar hann liggur í leyni fyrir spörfugli. Nú munu menn skilja, að ég hefði gert mig að athlægi með því að láta hana lesa í lófa mér á kaffihúsi. Ég bað því þessa fögru völvu leyfis að mega fara heim með henni. A því voru engin vandkvæði, en aftur spurði hún, hvérsu framorðið væri og bað mig að láta úrið mitt slá. „Er það í raun og veru úr gulli?“ spurði hún og virti það fyrir sér full af áhuga. Þegar við lögðum af stað á nýjan leik, var almyrkt orð- ið. Flestar búðir voru lokaðar, og göturnar voru næstum auðar. Við fórum y^fir brúna á Guadalquivir, og í útjaðri borgarinnar námum við staðar fyrir framan hús, sem var næsta hrörlegt á að líta. Dyrnar voru opnaðar af barni, sem stúlkan mælti nokkur orð við á máli, sem ég skildi ekki. Síðar komst ég að raun um, að það var Romany eða chipa calli — tataramállýzka. Barnið hvarf þegar og skddi okkur ein eftir í allstóru herbergi. Ekki var þar ann- að húsgagna en lítið borð, tveir stólar og kista. Ekki má ég heldur gleyma að minnast á vatnskrukku, hlaða af appelsínum og fáeina lauka. Strax og við vorum orðin ein, gekk tatarastúlkan að kistunni og dró upp spil, sem báru vott um mikla og stöðuga notkun, málmstein, þurrkaða eðlu og fáeina hluti aðra, sem teljast urðu ómissandi við iðju hennar. Þá bauð hún mér að krossa vinstri hönd mína með silfurpeningi, og síðan byrjuðu töfrabrögðin fyrir alvöru. Það er óþarfi að lýsa þeim í smáatriðum, en það var auðséð, að hún var ekki venjuleg, auvirðileg spákona. Til allrar óhamingju vorum við bráðlega trufluð. Dyr- unum var hrundið upp, og inn kom maður klæddur brúnni kápu, sem ávarpaði stúlkuna á miður blíðlegan hátt. Ekki skildi ég, hvað hann sagði, en af raddhreimnum þóttist ég ráða, að hann væri í mjög slæmu skapi. Stúlkan lét hvorki í Ijós undrun né reiði við komu hans, en hljóp til móts við hann, og af ótrúlegri mælsku mælti hún við hann nokkrar setningar á þessu dularfulla máli, sem hún hafði þegar notað í minni viðurvist. Orðið payllo, sem var end- urtekið hvað eftir annað, var það eina, sem ég skildi. Ég vissi, að tatararnir nota það um alla menn, sem ekki eru af þeirra k}mflokki. Ég bjóst við, að hér væri átt við mig og var viðbúinn að gefa mínar skýringar á alveg sérstak- an hátt. Ég hafði þegar gripið um fót annars stólsins og var að velta því fyrir mér, hvenær bezt myndi henta að keyra hann í höfuðið á komumanni, þegar hann hratt stúlkunni til hliðar og snaraðist til mín. 26

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.