Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 30
regluforingjanum á staðnum), því þegar lieitt er í veðri,
gera stúlkurnar sig heimakomnar, einkum þær yngstu.
Þegar stúlkurnar koma frá miðdegisverði, safnast saman
hópar ungra manna til að horfa á þær og spjalla við þær
um allt og ekki neitt. Það eru ekki margar í hópi þessara
ungu stúlkna, sem draga að sér hendina, þegar fallegur
silkiklútur er annars vegar, og þeir menn, sem vilja leggja
sig niður við slíkt, þurfa aðeins að rétta út hendina eftir
bráð sinni. Meðan hinir virtu stúlkurnar fyrir sér, sat ég
kyir á bekk rriínum við dyrnar. Þá var ég ungur að ár-
um — hjarta mitt var ennþá á æskustöðvum mínum — og
mér Jróttu engar stúlkur fagrar, sem ekki voru í bláum
pilsum með langar fléttur, sem féllu á herðar niður (en
svo búast sveitastúlkur í héruðum Navarra og Baska). Auk
þess var ég hálf hræddur við kvenfólkið í Andalúsíu. Ég
hafði ekki ennþá vanizt háttum þeirra — þær voru alltaf
að spauga og töluðu aldrei orð af viti. Þannig sat ég nið-
ursokkinn í að búa til festina, þegar ég heyrði einhvern
viðstaddan segja: „Þarna kemur la gitanella!“ Ég leit upp,
og ég sá liana! Þetta var á föstudegi, og aldrei mun ég
gleyma þeim degi. Ég sá Carmen! Þá liina sörnu, sem þér
þekkið og sem ég hitti yður hjá fyrir nokkrum mánuðum.“
„Hún var í mjög stuttu rauðu pilsi, en fyrir neðan það
sáust greinilega hvítir, götóttir sokkar og óhreinir rauðir
leðurskór, festir með rauðum böndum. Skýluklútnum
liafði hún slegið aftur, svo að axlirnar sáust vel og blóm-
vöndurinn, sem liún hafði fest í treyju sína. Hún bar
einnig blóm á milli tannanna, og þegar hún gekk, vaggaði
hún sér í lendunum, eins og gáskafull stóðhryssa. Á æsku-
stöðvum mínum liefði hver maður krossað sig, sem séð
hefði kvenmann þannig til fara. í Sevilla kepptust menn
við að lofa útlit hennar með djarflegum orðatiltækjum.
Henni varð aldrei svarafátt, og þar sem hún gekk þarna
með hendur á mjöðmum, gat engum dulizt hið ómengaða
eðli tatarans í svipmóti hennar. í fyrstu geðjaðist mér ekki
að útliti hennar, og ég tók aftur til við vinnu mína. En
hún var eins og allar konur og kettir, sem eru kyrrar,
þegar kallað er á þær, en koma, þegar ekki er kallað á
þær; hún staðnæmdist frammi fyrir mér og ávarpaði mig.
„Compadre,“ mælti hún á andalúsíska vísu, „viltu ekki
gefa mér festina undir lyklana mína?“
„Hún á að halda hleðsluprjóninum mínum,“ svaraði ég.
„Hleðsluprjóninum þínum!“ hrópaði hún og hló við.
„Þessi herramaður býr líklega til knipplinga, úr því að
hann þarf á prjónum að halda!“
„Allir fóru að hlæja, og ég fann, að ég roðnaði, en mér
varð orðfall.“
„Heyrðu ljúfurinn," tók hún aftur til rnáls, „gerðu mér
knipplinga á klútinn minn, minn elskanlegi prjónasmið-
ur!“
„Að svo mæltu tók hún blómið út úr sér og kastaði því
á milli augna mér. Mér fannst, herra minn, eins og ég liefði
orðið fyrir byssukúlu. Ég vissi ekki, hvað ég átti af mér
að gera. Ég sat eins og steinrunninn á bekknum. Þegar
hún var farin inn í verksmiðjuna, sá ég, að blómið hafði
fallið til jarðar við fætur mér. Ég veit ekki, hvað kom
mér til þess, en ég tók það upp án þess nokkur sæi til og
faldi það í treyju minni. Það var mitt fyrsta axarskaft."
„Tveim eða þrem stundum síðar var ég ennþá að hugsa
um hana, þegar óttasleginn varðamður kom móður og
másandi inn í varðskýlið. Hann sagði okkur, að kona hefði
verið stungin í stóra vindlagerðarskálanum og að vörður-
inn yrði að skerast í leikinn þegar í stað. I.iðþjálfinn skip-
aði mér að taka tvo menn til fylgdar og fara inn og athuga
málið. Ég tók mennina og við gengum upp. Gerið yður
í hugarlund þá sjón, sem ég sá, þegar ég kom inn í skál-
ann, þar sem þrjú hundruð hálfnaktar konur æptu og
veinuðu allt hvað af tók. Öðrum megin í skálanum lá ein
kona í blóði sínu; á andlit hennar hafði verið markaður
kross nreð hnífsblaði. Andspænis særðu konunni, sem hin-
ar góðhjörtuðustu í hópnum voru að hjúkra, sá ég Carrnen,
og héldu henni fimrn eða sex stúlkur. Særða konan hróp-
aði: „skriftaföður, skriftaföður, ég hef verið myrt!“ Carmen
sagði ekki neitt. Hún beit á jaxlinn og ranghvolfdi augun-
um. „Hvað gengur á?“ spurði ég. Mér gekk illa að komast
að því, hvað skeð hafði, þ.ví allar stúlkurnar töluðu í einu.
Svo virtist sem særða stúlkan hefði verið að stæra sig af
því, að hún ætti næga peninga til að kaupa asna á mark-
aðnum. „Hvers vegna það?“ spurði Carmen, sem hafði
munninn fyrir neðan nefið, „geturðu ekki látið þér nægja
sópskaft?" Stúlkunni þótti sér misboðið, og hún svaraði
því til, að hún vissi ekkert um sópa, þar sem hún væri
hvorki tatari né fósturbarn andskotans; hins vegar myndi
Senorita Carmen komast von bráðar í kynni við sinn asna,
þegar Corregidorinn byði henni í reiðtúr og hefði tvo
þjóna með í förinni ti! þess að bægja flugunum frá. ,,Jæja,“
hreytti Carmen út úr sé, „ég skal mála á þér kinnarnar og
sjá til þess, að flugurnar fái þar nægju sína að drekka af
blóði.“ Og án frekari umsvifa tók hún til við að marka
krossa lieilags Andrésar á andlit stúlkunnar með hnífnum,
sem lnin hafði notað við að skera vindlana til.
„Málið lá ljóst fyrir. Ég tók í handlegg Carmenar. „Syst-
ir góð,“ mælti ég kurteislega, „þú verður að konra með
mér.“ Hún leit á mig kunnuglega; síðan mælti hún með
uppgjöf í röddinni: „Við skulurn koma. Hvar er klútur-
inn minn?“ Hún lét klútinn á höfuð sér, þannig að aðeins
sá í annað augað, síðan hélt hún af stað á eftir mönnum
mínum, gæf eins og lamb. Þegar við komum í varðskýlið,
sagði liðþjálfinn, að þetta væri alvarlegt mál. og að hann
yrði að senda hana í fangelsi. Enn var mér skipað að fara
með hana þangað. Ég lét hana á milli tveggja riddara, eins
og foringja er siður við slík tækifæri, og þannig héldum
við af stað áleiðis til borgarinnar. í fyrstu mælti hún ekki
orð frá vörum, en þegar við komum í Calle de la Serpiente
— þér kannist við Jrað, það dregur nafn sitt af Jrví, hversu
hlykkjótt Jrað er — lét hún klútinn falla niður á axlir sér
eins og til að sýna mér hið lokkandi fagi'a andlit sitt, og
um leið og hún sneri sér við eins vel og hún gat, spurði
hún:
,,Oficial mio, hvert ætlar Jtú að fara með mig?“
„I fangelsi, vesalings barn,“ svaraði ég svo blíðlega sem
mér var unnt, eins og góðltjörtuðum hermanni ber að
ávarpa fanga sinn og })ó einkum og sér í lagi, Jregar urn
konu er að ræða.
„Æ! Hvað verður Jrá um mig? Senor Oficial, haf Jdú
miskunn með mér! Þú ert svo ungur og svo fallegur.“ Síð-
an rnælti hún eilítið lægra: „Láttu mig komast undan, og
30