Samvinnan


Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 4

Samvinnan - 01.10.1953, Blaðsíða 4
* reisir minnismerki að Yztafelli Sex metra há súla stendur á grunni gamla bæjarhússins, þar sem SÍS var stofnað. Samband íslenzkra samvinnufélaga lét á síðastliðnu sumri reisa minnis- merki um stofnun samtakanna að Yztafelli 1902. Er minnismerkið sex metra há súla, hvít að lit, og sézt hún víða að. Súlan stendur á grunni gamla bæjarhússins, en í því var stofnfundurinn haldinn, eins og kunn- ugt er. Hefur verið ste}?pt plata yfir grunninn, en hann að öðru leyti lát- inn halda sér sem mest eins og hann var. Súlan í Yztafelli er þrístrend, og er hugmyndin á bak við það sú, að þrjú voru kaupfélögin, sem stóðu að stofn- un Sambandsins. A hverri hlið sjálfrar súlunnar er upphleypt keðjumynd og er það tákn samvinnunnar, þar sem hver einstaklingur gerist hlekkur í sterkri keðju. Loks verður áletrun á stalli minnismerkisins og mun standa á einni hlið: „Hér var Samband ísl. samvinnufélaga stofnað 20. febrúar 1902“, og á annari: „Minnismerki þetta var reist í tilefni af 50 ára af- mæli Sambandsins 20. febrúar 1952“, og loks á binni þriðju nöfn þeirra fulltrúa, sem sátu stofnfund Sam- bandsins. Áletrumn verður með kop- arstöfum og var hún ekki komin, er meðfylgjandi myndir voru teknar af súlunni. Þeir bræður, Jón og Marteinn Sig- urðssynir, hafa gefið Sambandinu grunn hins gamla bæjarhúss, þar sem minnismerkið nú stendur, ásamt nokkrum skika umhverfis það, svo að unnt verði að laga til næsta umhverf- ið og gróðursetja þar nokkur tré til viðbótar þeim, sem voru við suður- gafl gamla hússins og enn standa. Undirbúning að minnismerkinu á Yztafelli önnuðust og hugmyndir að gerð þess áttu þeir Erick Hoppe húsa- meistari hjá teiknistofu SIS og Bene- dikt Gröndal ritstjóri. Hinn fyrr- nefndi gerði allar teikningar, en súlan var steypt af Mosaik h.f. Fyrri hluta septembermánaðar hélt KaupfélagÞingeyinga almenn fræðslu- og skemmtikvöld í öllum deildum fé- lagsins, þar á meðal eitt að Yztafelli. Fór sá fundur að mestu fram við hið nýja minnismerki í einmuna fögru haustveðri. Baldvin Þ. Kristjánsson, erindreki SIS, hefur skýrt Samvinn- unni svo frá fundi þessum: 4 YZTAFELLSFUNDURINN hófst eftir hádegi sunnudaginn 13. sept. í

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.