Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 5

Samvinnan - 01.12.1955, Blaðsíða 5
Tréspýta. Eigandi Ásgeir Bjanipórsson, listmdlari og kona hans. án var landsþekktur fyrir hagleik sinn og mesti sómamaður í hvívetna. Sökum auðsærra hæfileika þegar í æsku, var talið sjálfsagt að Ríkarður legði þar stund á. Ekki var þó í þá daga talið heppilegt að byrja á slíku námi fyrir seytján ára aldur. Var Rík- arður þá orðinn þekktur fyrir hagleik þar eystra. Páll H. Gíslason verzlun- armaður á Djúpavogi, og síðar kaup- maður í Reykjavík, átti sem fyrr er sagt mikinn þátt í að koma Ríkarði á framfæri við Stefán. Var Stefáni skrifað og honum send sýnishorn af útskurði eftir drenginn. ★ Vorið 1905 var haldin í Kaup- mannahöfn norræn sýning á listmun- um og handiðnaði. Fjallaði nefnd um málið í Reykjavík og átti hún að sjá um þátttöku af íslands hálfu. Sneri nefndin sér til ýmissa manna um allt land í þessu skyni. Páll Gíslason rak erindi nefndarinnar þar eystra, og kom hann að máli við Ríkarð. Kvað hann Ríkarð skyldi taka með sér suð- ur ýmsa gripi, er hann hafði þá skorið í tálgustein. Voru það til dæmis tafl- menn, fálki, alls konar krúsir, allar út- skornar, og ljón, sem Ríkarður gerði eftir gylltu ljóni á reyktóbaksbréfum föður síns. Ríkarður hafði gripina með sér suð- ur og gekk strax á fund nefndarinn- ar. Formaður nefndarinnar var systir Hannesar Hafstein og kona Jónassens landlæknis. Var Ríkarður nokkru seinna boðaður heim til hennar. Brá honum í brún, því að þar var fvrir stór kvennasamkoma. Þetta ár var byrjað að leggja síma og var kominn sími til Hafnarfjarð- ar. Einhverra hluta vegna vildu þær láta Ríkarð tala í síma til Hafnar- fjarðar og það telur Ríkarður sig hafa orðið hræddastan á ævinni, en sam- talinu lauk þó án þess að hann biði tjón á sálu sinni. Þau urðu málalokin, að nefndin keypti alla smíðisgripi Ríkarðs fyrir 300 krónur, sem var mikill peningur í þá daga og mörgum sinnum meira en honum hefði dottið í hug að setja upp. Mörgum árum seinna, þegar Rík- arður var við nám í Listaskólanum í Kaupmannahöfn, kynntist hann ungum listmálara. Talaði málarinn um, að heima hjá sér væri til Ijóns- mynd úr brúnum steini og fylgdi myndinni sú saga, að hún væri eftir íslenzkan dreng. Ríkarður kom seinna heim til málarans og sá ljónið og þekkti fljótt. En það lá ekki á lausu þótt Ríkarður falaði. ★ Stefán Eiríksson tók Ríkarði með kostum og kynjum og reyndist hon- um á allan hátt mæta vel. Með dugn- aði sínum lauk Ríkarður náminu á þrem árum, enda þótt venjulegur námstími væri fjögur ár. Prófsmíð hans var útskorin spegilumgjörð og segir í sveinsbréfinu, að hún sé „að- dáanlega af hendi leyst“. „Spegillinn hans Ríkarðs“ er nú eign Þjóðminja- safnsins. Það var talið sjálfsagt, að Ríkarður færi utan til frekara náms og gerði hann ferð sína til Kaupmannahafnar tvítugur að aldri. Það varð honum 5

x

Samvinnan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.