Samvinnan - 01.12.1955, Síða 27
Ágrip af því, sem áöur er komiö
— — — Ég var aðsópslítill í æsku og áhyggjuefni foreldra minna.
Einar Asbjörnsson, a’skuvinur minn og nágranni, var hinsvegar
gjörólíkur mér, stilltur og traustur. Ég átti að verða prestur, en
vildi helzt föndra við eitthvert handverk. Einar ætlaði að verða
húsgagnasmiður. Hann var sá eini, sem ég gat sagt hug minn all-
an. Mér var komið til náms hjá prestinum á Hölkneyri. og þar
var ég í fjóra vetur. Reyndi við gagnfræðapróf í Reykjavík og féll.
Réði mig í kaupavinnu austur undir Eyjafjöll. Einar var nú full-
numa og í þann veginn að setja upp cigið verkstæði á Hölkneyri.
Ég var eins og brotið leirker, en öðlaðist brátt áhugamál. Hús-
bóndi minn átti sem sé gullfallega dóttur, sem hét Guðrún Sig-
urðardóttir. Við urðum brátt miklir mátar, en ég þorði ekki að
segja henni hug minn. En ég sagði henni oft frá vini mínum Ein-
ari. Kvöldið fyrir réttadaginn tók ég í mig kjark og játaði henni
ást mína, en hún gerði aðeins grín að mér. Ég drakk mig blind-
fullan í íétlunum og fór til Reykjavíkur daginn eftir. Ég var næstu
tíu árin í Canada til að öðlast sálarró. Aftur lá leiðin heim —
til Hölkneyrar. Einar var orðinn sterkefnaður húsgagnasmiður og
í mikluin metum þar í þorpinu. Kvænlur var hann, en barnlaus.
Hann bauð mcr heim og þið getið nærri, að mér brá í brún, þeg-
ar kona hans var engin önnur en Guðrún Sigurðardóttir. Enn var
hún glæsileg, en nokkuo' knldaleg þó. Ég var í klípu. Gat ekki flú
ið af hólmi. en reyndi aí' .áta sem ekkert væri. Hvorugt okkar Guð-
rúnar minntist nokkurn líma á gömul kynni. Ég gerðist bókbind-
ari á Hölkneyri. Finun ár liðu. Hagur Einars blómgaðist, kona
hans lók mikinn þátt í félagslífinu, en ég fann, að hann var ekki
hamingjusamttr. Einari bauðst vinna um eins árs skeið í Norfolk í
liandaríkjunitm og Jtá hann Jtað. Hann bað mig að líta inn til
konu sinnar öðru hvorti. Verkstæði hans annaðist nýbakaðttr meist-
ari. Eg kont aklrei til Guðrúnar, en eitt sinn kom hún til mín á
vinnustað og bað ntig að líta á bókhaldið með sér. Ég gerði það í
nokkur skipti ásamt meistaranum, sem gerði sínar hosur grænar
fyrir Guðrúnu. I’ar kom, að ég þcldi ekki meira og sagðist ekki
koma oftar, ef hann yrði [tar fyrir. Hún ltló að mér, en lét hann
þó hælta og ég annaðist vikulega endurskoðun. Svo var árið liðið
og Einar kominn heint, — hann var öllu hljóðari en áður. Um-
gengnisvcnjur mínar við þau hjónin féllu í sama farveg og áður.
Það kom flestum nokkuð á óvart, þegar þeim hjónum fæddist
dóttir, hálfum níunda mánttði eftir heimkomu Einars.
k__________________________________________________________,
gekk erfiðlega að komast að svo rökréttri ályktun, ekki
sízt vegna þess að Guðrún hefur aldrei minnzt á það einu
orði, að henni hafi orðið nokkuð á. Konur eru meiri leik-
arar en karlar,“ hélt Einar.
í þessu heyrðist ambur í barni í næsta herbergi, og
Einar stóð upp til að sinna því.
„Kannske þú viljir heilsa upp á dóttur hússins?“ spurði
Einar og brosti dauflega.
Við gengum inn fyrir. Þarna hvíldi lítil, svarthærð
telpa í vöggu, angi með pétursspor í höku og brún augu.
Þegar hún sá Einar, rétti hún granna og ávala handlegg-
ina móti honum og hló og skríkti, svo að spékopparnir
dönsuðu í vöngum henni. Yndislegt barn, fannst mér.
Einar laut ástúðlega ofan að litlu telpunni, hagræddi
henni og hlúði um hana. „Digga lilla dofa,“ sagði hann
róandi og klappaði henni á kollinn. Svo brosti hann af-
sakandi við mér, þar sem ég stóð hugsi, hagræddi bláum
gleraugum og strauk hið virðulega alskegg mitt. Skrýtið,
nú var ég viss um, að ég mundi aldrei framar finna til
minnimáttarkenndar né öfundar gagnvart Einari Ás-
björnssyni.
„Manni getur ekki annað en þótt vænt um svona lítil
og elskuleg börn, enda þótt hann eigi þau ekki,“ sagði
hann. „Og svo verður mér auk þess alltaf hugsað til son-
ar míns vestur í hinni stóru Ameríku, hans Charles litla
Amilcars Ekmans.“
Við settumst á nýjan leik inn í stofuna og Einar þagði
diykklanga stund. Svo sagði hann:
„Ég veit ekki, hvers vegna ég er eiginlega að segja þér
þetta allt. Aldrei mun ég framar hitta ísabellu Ekman,
aldrei mun Charles yngri né eldri fá að vita minn sanna
þátt í þeirra lífi. Aldrei skal Sigríður litla vita annað en
að hún sé dóttir mín. Hví er ég þá að tala um hluti, sem
þögnin geymdi bezt? Eg veit það ekki. Þó er mér mikill
léttir að hafa sagt þér frá þessu. Svona er maðurinn, og
svona er vináttan, sú hin sanna og hreina,“ bætti hann
við.
Það var orðið framorðið og vísast, að frúin færi að
koma heim. Einhvern veginn langaði mig ekkert til að
hitta hana nú og mér fannst Einar orðinn fullhátíðlegur.
Eg kvaddi því og fór.
En ef þið haldið, að sagan sé hér með úti, þá skjátlast
ykkur mikillega, vinir mínir.
Einar lifði svo sem uppskurðinn af, mikil ósköp. Það
var aldrei framar minnzt á Ameríkuævintýri, og Sigríð-
ur litla rann upp eins og fífill í túni. Gullfallegt barn,
sögðu allir. En sex árum eftir fyrrnefnt samtal okkar
Einars geisaði inflúenzufaraldurinn illkynjaði hér á
Hölkneyri, þessi sem enn er í fersku minni manna, og
lagðist harðast á miðaldra fólk í fullu fjöri. Hann —-
eða afleiðingar hans — lagði bæði hjónin Einar Ás-
björnsson og Guðrúnu Sigurðardóttur að velli. Eftir stóð
Sigríður litla ein, sjö ára telpa foreldralaus. Auðvitað
gerði ég, vinur Einars, einsetumaðurinn og sérvitringur-
inn, það eitt, sem sæmandi var: ég tók hana að mér, réði
til mín myndarlega og valinkunna ráðskonu, sem gekk
henni í móður stað. Um föðurstaðinn er bezt að tala sem
minnzt.
Sigríður litla rann upp eins og rósaknappur, og fyrr
en varði var hún orðin falleg yngismey, létt og glöð eins
og lævirki, og piltarnir snéru sér við á götunni til að
horfa á eftir henni. Allir brostu ósjálfrátt, þegar hún hló.
Samt var hún enn barnslega feimin.
Svo kom stríðið og svo kom herinn. Ég vissi ósköp lítið
af því öllu, þar sem ég dundaði við bókband á verkstæði
mínu. Boðaföll atburðanna skoluðust fram hjá mér, án
þess að ég veitti þeim mikla athygli. Eins og gegnum
vegg heyrði ég þó óminn af söguburðinum um „ástandið“,
sem kallað var. En það kom ekki mál við mig. Ég var
löngu hættur að setja mig í dómarasæti um annarra mál,
og mig mundi þetta ekki snerta. Ég var viss um fóstur-
dótturina. Hún var laus við alla ástleitni og auk þess
feimin við ókunnuga.
Nema hvað hún birtist í vor á bókbandsstofunni minni
með þenna myndarlega liðsforingja sinn í eftirdragi og
segir formálalaust: „Halló, fósturpabbi, hér kem ég með
kærastann minn, Charles Amilcar Ekman liðsforingja.
Oskaðu okkur til hamingju, ég er svo hamingjusöm.
Þið getið því nærri, að ég lagði frá mér bókbandsham-
arinn, leysti af mér segldúkssvuntuna og tók hátíðlega í
27