Samvinnan - 01.12.1955, Side 19
Ferð Umjaans gamla
Þegar /?/ö/c/cumanna/iö/ð/ng/nn
heimsótti borg hvltu mannanna
UMJAAN SAT við bálið og lét fara
vel um sig, ásamt öðrum höfðingjum
ættflokksins. Þeir drukku öl af mikl-
um móð og allt í einu fóru þeir að
tala um hvítu mennina. Umjaan varð
því miður að viðurkenna, að hann
vissi ekki mikið um þá. Þegar hann
var ungur maður og foringi fyrir einni
af herdeildum konungsins, hafði hann
tvisvar barizt við þá. Seinna hafði
hann verið á friðarráðstefnu með þeim
sem höfðingi og ráðgjafi og þá hafði
hann uppgötvað, að þeir voru fólk,
sem bæði brosti og hló. En hann hafði
þó í rauninni ekki meiri vitneskju um
þá heldur en þegar hann í fyrsta sinn
kastaði spjóti sínu í þá.
„Þeir eru allir saman galdramenn,“
sagði einn höfðinginn dapur í bragði.
„Nei, þeir eru menn eins og við,“
hélt annar fram, „og ég ætti nú að
vita það, því að ég hef drepið þá
marga.“
„Eg er gamall maður,“ sagði Um-
jaan glaður í bragði, „en ég hef nú
heyrt svo mikið um þá um dagana,
að mér finnst tími til kominn, að ég
heimsæki þá til að kynnast þeim.“
Nú urðu umræður um málið. Sum-
ir voru sammála Umjaan og aðrir
ekki. En aðeins með því að lyfta litla
fingri þaggaði Umjaan niður allar
mótbárur. „Ég fer auðvitað einn,“
sagði hann, „því að hvítu mennirnir
hljóta að þekkja mig, Umjaan, vitr-
asta höfðingja kóngsins. Þess vegna
er ekki nauðsynlegt fyrir mig að fara
með stórt fylgdarlið.“
Einhver hélt því nú blákalt fram,
að ef til vill væri Umjaan byrjaður
að ganga í barndóm, en gamli höfð-
inginn bara hló og fékk sér meira öl.
„Farðu þá af stað, Umjaan,“ sagði
sá, sem efaðist, „en þó að þú verðir
svo heppinn að villast ekki eða lenda
í ljónskjafti eða drepast úr sulti á
leiðinni, þá er það víst, að þú ferð
enga frægðarför til hvítu mannanna.
Mundu það, að við tórum aðeins
vegna þess, að við höfum forðast þá.“
EN UMJAAN hafði fengið það í
kollinn að fara í heimsókn til Shamva,
borgar hvítu mannanna, sem var dag-
leið burtu. Næsta dag lagði hann
land undir fót með matarbita í poka
og skikkju úr apaskinni yfir axlirnar.
Hann tók sér spjót í hönd af þeirri
gerð, sem hann var vanur að nota
við hátíðleg tækifæri. Það var fallegt,
en ekki til stórræða. Umjaan fór sér
að engu óðslega, að nokkru leyti af
því, að hann var gamall maður, og að
nokkru leyti af því, að það var svo
margt að sjá á leiðinni. Hann ljóm-
aði af gleði og athugaði landslagið;
það hafði ýmislegt breytzt síðan hann
fór hér um síðast fyrir tíu árum. Það
eina, sem hann þekkti aftur, var risa-
stórt tré.
Umjaan var alveg gagntekinn af
þessu öllu. Oðru hvoru hitti hann
menn úr ættflokki sínum — þeir heils-
uðu honum og bukkuðu sig með virð-
ingu og þunna blóðið í gamla Umjaan
tók að streyma örar af stolti eins og
í gamla daga, þegar hann kannaði lið
sitt fyrir orrustur.
Nokkru seinna sá gamli Umjaan sér
til undrunar og gleði hvítan mann
koma á móti sér á reiðhjóli. Umjaan
lyfti handleggnum og hrópaði:
„Mangwani — sæll vert þú, bróðir.“
Hvíti maðurinn, sem hafði horft
niður á veginn, þegar hann hjólaði,
leit nú skyndilega upp og snarbeygði
til þess að komast fram hjá gamla
manninum, sem stóð á miðjum veg-
inum. Við það missti hann jafnvæg-
19