Samvinnan


Samvinnan - 01.12.1955, Side 22

Samvinnan - 01.12.1955, Side 22
Ævintýrið um Cesar Ritz Saga Ritz, er saga mannsins, sem gerði rekstur gistihúsa að listgrein Nafnið Ritz táknar næstum á öllum tungumálum munað og glæsileika, og sagan um manninn Ritz er sagan um snillingiiin, sem gerði rekstur gistihúsa að listgrein. Hvar, sem fyrirfinnast í heiminum gistihús, sem leggja áherzlu á fegurð, þægindi, hugkvæmni og smekkvísi, má telja víst, að Ritz hafi þar á einhvern hátt átt hlut að máli. César Ritz lifði um aldamótin, þeg- ar konur hófu baráttu sína fyrir jafn- rétti við karla. Hann örvaði þær og hjálpaði þeim til þess að varpa af sér oki misréttisins. Þegar hann kom til London um 1890, þorði engin kona að láta sig dreyma um að fá að borða kvöldverð á opinberum stað. En Ritz fékk nokkrar af þekktustu frúm þeirra tíma til þess að voga sér að setjast inn á eitt af veitingahúsum hans. Aðr- ar fylgdu á eftir, og það komst skyndi- lega í tízku að snæða kvöldverð á Sa- voy, Carlton, Claridge eða Ritz, en öll þessi veitinga- og gistihús hefur hann ýmist átt eða starfað við. Ritz hafði í veitingahúsum sínum mislit, dauf Ijós, sem gerðu það að verkum, að konurnar og kjólar þeirra fengu á sig fegurri blæ. Hann útbjó veitingahús sín þannig, að fáein þrep lágu niður í veitingasalina, svo að sér- hver kona fékk tækifæri til þess að vekja athygli á sér, þegar hún kom inn. Hann réði til sín hina færustu matsveina og lét þá matreiða ýmsa rétti, sem sérstaklega vom við hæfi kvenna. Hann varð fyrstur til þess að láta hljómsveit leika á eftirmiðdögum í London, og þar sem hið bezta var aldrei of gott fyrir César Ritz, fékk hann Jóhann Strauss og hljómsveit hans til þess að leika fyrir gesti sína. César Ritz fæddist í svissneska fjallaþorpinu Niederwald, og sextán ára gamall gerðist hann þjónsnemi á gistihúsi í námunda við bæinn Brig. Fáeinum mánuðum síðar var honum sagt upp. „Hótelrekstur þarfnast mik- illar alúðar,“ sagði yfirmaðurinn við hann að skilnaði. „Þér hafið ekki hæfi- leika á þessu sviði.“ Ritz fékk aðra stöðu sem veitinga- þjónn og var aftur rekinn. Hann fór til Parísar, þar sem hann fékk og missti ennþá tvær stöður. Ferill hans hefst í raun og vem með fimmtu stöðu hans, — á litlu, smekklegu veitinga- húsi í námunda við Madeleine, þar sem hann var fyrst léttadrengur, en síðast yfirþjónn. Hann var ennþá að- eins nítján ára gamall, þegar honum var boðið að gerast undirforstjóri. Sér- hver ungur maður hefði notað þetta glæsilega tækifæri, en nú vissi Ritz, hvað hann vildi. Hann ætlaði sér að setja á stofn gistihús og sjá um veizl- ur fyrir heldra fólkið. Hann kvaddi og gekk leiðar sinnar. Hann gekk að strætinu, þar sem Voisi, glæsilegasta veitingahús bæjarins, var og fékk þar stöðu sem léttadrengur. Hann byrjaði því aftur frá grunni og lagði sig allan fram til þess að læra sem bezt, hvernig framreiða skal mat- inn, svo að gestunum falli vel í geð. Á Voisi vandi heldra fólkið komur sín- ar, t. d. Alexander Dumas hinn yngri og Sarah Bernhardt, svo að einhver nöfn séu nefnd. Árið 1871 yfirgaf Ritz París, og í þrjú ár vann hann á gistihúsum í Þýzkalandi og Sviss. Og hér fékk hann sitt gullna tækifæri. Á þeim tíma veitti hann forstöðu fjallahótelinu Rigi-Kulm. Gistihús þetta var frægt fyrir góðan mat og fagurt umhverfi. En dag nokkurn ej^ðilagðist hitunarkerfi gistihússins, og auðvitað vildi svo til, að samtímis komu skilaboð um, að 40 vellríkir Ameríkumenn væru á leið til gisti- hússins og ætluðu að snæða þar morg- unverð. Hitastigið í veitingasalnum var við frostmark, svo að nú var úr vöndu að ráða. En meðan Ritz fór í yfirfrakka sinn, gaf hann skipun um að láta leggja á borð í einum af smærri söl- unum. I honum voru rauð, þung gluggatjöld, sem höfðu hlýdeg áhrif á gestina. I fjóra risastóra kopar- stampa, sem hingað til höfðu verið notaðir undir pálmatré, hellti hann vínanda og kveikti síðan í. í bakar- ofnana setti hann múrsteina. Þegar gestirnir komu, var herberg- ið þægilega heitt og undir fætur hvers manns settu þjónarnir heitan múr- stein, vafinn dúk. Máltíðin hófst með glóðheitri, kryddaðri súpu og endaði með logandi rommbúðing. — Gest- irnir luku miklu lofsorði á hinn unga hótelstjóra. Síðan kvöddu þeir með virktum, og þeim var heitt jafnt að utan sem innan. Næstu vikur var mikið talað um þetta, þar sem hótelgestir komu sam- an. Loks barst talið til eyrna frægs kaupsýslumanns að nafni Luzem. Hann átti gistihús, sem að undanförnu hafði verið rekið með halla. Nú fór hann þess á leit við Ritz, að hann veitti gistihúsinu forstöou. Eftir tvö ár hafði hinn 27 ára gamli César Ritz komið rekstri gistihússins í rétt horf, og hér fékk hann tækit.e'; til þess að koma hugmyndum sínum í framkvæmd. I augum Ritz höfðu smámunirnir ekki hvað minnsta þýðingu. F.kkert var fjarstætt, aðeins ef ge.urnir voru ánægðir. Hann setti j>a i reglur, sem síðan hafa verið fjögur æðstu boðorð allra þeirra, sem fást við rekstur veit- inga- og gistihúsa. Reglurnar em: Að sjá ár þess að stara, — að heyra án þess að hlusta, — að vera kurteis án þess að vera undirgefinn og vera hjálpsamur án þess að vera handgeng- inn. „Gesturinn hefur alltaf rétt fyrir sér,“ sagði hann eitt sinn við einn af þjónurn sínum. Síðan hefur þetta ver- ið orðtak með öllum góðum veitinga- mönnum. Ef gestur kvartaði yfir því, 22

x

Samvinnan

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samvinnan
https://timarit.is/publication/340

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.